Spássían - 2010, Blaðsíða 5

Spássían - 2010, Blaðsíða 5
5 Frá tónleikum Adams Lamberts í Amsterdam, 20. nóvember 2010 þar sem uppklappslagið Fyrir utan lítinn klúbb á jaðri rauða hverfisins í Hamborg, Þýskalandi, teygir óralöng röð sig út í nóttina. Þetta er um kvöldmatarleyti og gestir mættir snemma til að hlýða á tónleika með bandaríska söngvaranum Adam Lambert. Þeir eru af öllum stærðum og gerðum, flestir á þrítugs- og fertugsaldri (konur í meirihluta) en inn á milli bæði börn og fólk komið af léttasta skeiði. Bróðurparturinn er Þjóðverjar en alls kyns tungur berast héðan og þaðan úr þvögunni. Fyrir framan mig í röðinni er bandarísk kona með tvær táningsdætur. Fyrir aftan vinahópur um tvítugt, strákar og stelpur, með skrautlegt hár. Allt er samkvæmt bókinni hjá Þjóðverjum. Byrjað er að hleypa inn rúmlega sjö, leitað í töskum eftir áfengi, fólk undir lögaldri fær stimpil og tónleikagestir streyma skipulega inn og taka sér stöðu fyrir framan sviðið, þaðan sem ekki verður hnikað næstu klukkutímana. Upphitunarbandið er þýsk rokkhljómsveit og byrjar hún á slaginu átta og heldur uppi þokkalegu fjöri í um hálftíma. Síðan tekur við um 40 mínútna bið á meðan gerðar eru breytingar á sviði og hljóð og ljós undirbúin. Önug eldri kona potar í mig og skammar mig á þýsku fyrir að hafa rekist á hana. Hún stendur síðan eins og þrumuský út alla tónleikana og fylgist með mér. Fyrir framan mig er önnur önug manneskja sem hvæsir á stúlku sem rekst á hana. Nú er ég farin að óttast slagsmál. Sú er ung og ljóshærð og eyðir tónleikunum í að taka upp á myndbandstæki og pikka inn í símann sinn samtímis. Handalögmál virðast þó gleymd þegar tónleikarnir hefjast. Adam er ekki maður sem fer fínt í hlutina. Þegar hann stígur loks dramatískt á svið um níuleytið er hann uppstrílaður í fjólubláa leður-/ loðmúnderingu með pípuhatt á höfði þar sem upphafsstafur hans hefur verið ritaður með rauðu glitri. Skarlatsrauðu. Við tekur afskaplega þétt og kyrfilega „kóreógraferuð“ sýning þar sem hvert lag fær sérstaka meðferð, uppi á pöllum eða fremst á sviði, í þessari flúruðu kápu eða hinni, með dönsurum eða án þeirra. Hann kyssir bassaleikarann sinn, tekur sporið með dönsurunum og talar lítillega um ást. Fyrst og fremst syngur hann. Það eru ekki margir hans líkar á senunni í dag: Klassískt menntaður tenór í popptónlist. Tónleikarnir hefjast á lagasyrpu með þeim lögum sem blanda saman fönki, poppi og raftónlist og andrúmsloftið er spennuþrungið. Næst koma nokkur fjörug popplög í röð og svo hægist á öllu og aðeins gítar eða píanó er eftir á sviðinu ásamt söngvaranum. Undir lokin er hraðinn keyrður upp aftur og allur salurinn hoppar í takt. Þessir tónleikar eru hluti af tónleika- ferðalagi sem hófst í júní síðastliðnum undir nafninu Glam Nation og eru tónleikarnir í Hamborg nr. 100 í röðinni. Flestir fóru fram í Bandaríkjunum þar sem Adam spilaði gjarnan á stöðum sem rúmuðu á bilinu 2000-5000 tónleikagesti eða fleiri og uppselt á svo til alla. Það hefur komið á óvart hversu vinsælir tónleikar Adams Lamberts hafa reynst þar sem hann er aðeins með eina plötu á bakinu og þrátt fyrir mikla leikhúsreynslu óreyndur á þessu sviði. Tónleikagestir virðast a.m.k. vita sínu viti því nú í byrjun desember var hann tilnefndur til Grammy verðlauna fyrir söng. Tónleikarnir enda á kynningu hljóm- sveitarmeðlima og svo hverfa allir af sviðinu. Æstur múgurinn reynir að klappa Adam upp en ekkert gengur. Starfsmenn staðarins hefjast handa við að taka niður sviðið og dyraverðir smala öllum út úr salnum. Þetta er búið. Fólk er ekki sátt. Á þeim 99 tónleikum sem áður hafa verið fluttir hefur Adam alltaf tekið uppklappslög – stundum fleiri en eitt og oft eitthvað óvænt og óæft. Hamborg verður undantekningin. Ég get ekki séð að það skipti máli þar sem ég hef aldrei mætt á tónleika til þess eins að heyra uppklappslögin. Seinna kemur í ljós að staðurinn er með strangan lokunartíma og var komið fram yfir hann. Allt samkvæmt bókinni. Ásta Gísladóttir Adam Lambert er umdeildur listamaður. Hann stendur fyrir það sem Bandaríkjamenn óttast mest: Að einhver eins og hann nái að hreiðra um sig í dægurmenningu þjóðfélagsins. Réttindaumræða samkynhneigðra hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, verið jafn hávær þar í landi og á sama tíma og yngri kynslóðin tekur breytingum opnum örmum streitist hin eldri og íhaldssamari á móti. Einstaka sinnum færist þetta leikrit yfir á svið poppmenningarinnar. Eitt slíkt leikrit var sett á svið í American Idol þáttunum vorið 2009. Þótt um raunveruleikaþátt væri að ræða var framvindu stýrt eftir handriti. Engin ástæða er til að ætla að um svindl hafi verið að ræða. Líklegt er þó að framleiðendur hafi grátið af gleði þegar ljóst var að í topp 13 hópnum þeirra þóttu sigur-stranglegastir annars vegar hinn kirkjurækni ekkill, Danny Gokey, og hins vegar hinn samkynhneigði leikhúsmaður, Adam Lambert. Fullkomlega andstæðir pólar sem buðu upp á togstreitu milli stríðandi fylkinga. Sú varð síðan raunin, en þó ekki á þann hátt sem framleiðendur höfðu greinilega spáð fyrir um. Í framhleypni sinni hafði verið tekin upp auglýsing með þeim kumpánum fyrir einn styrktaraðila þáttanna á meðan meginþorri keppenda var enn til staðar. Svo vissir voru framleiðendur í sinni sök. Sú auglýsing birtist ekki fyrr en löngu eftir að keppni lauk og fór ekki hátt. Það sem framleiðendum hafði sést yfir var hinn geðþekki og sakleysislegi Kris Allen. Alveg jafn kristinn og gagnkynhneigður og Danny Gokey en talsvert meira sjarmerandi. Þegar Danny lenti í þriðja sæti sóttu sárir aðdáendur hans í sig veðrið og fylktu sér á bak við hinn kostinn. Því sigraði Kris og Adam lenti í öðru sæti. Sá sigur skilaði hins vegar litlu öðru en konfettiflóði í örskamma stund því á meðan minningin um Kris dofnaði hélst áhugi almennings ennþá kyrfilega á Adam Lambert – enda engum líkur. glamúrlandið Háskóli Íslands Háskólatorgi S. 570 0777 - Háskólinn í Reykjavík Sólinni Nauthólsvík S. 599 6469 boksala@boksala.is www.boksala.is „Purple haze“ eftir Jimi Hendrix var túlkað á mjög bókstaflegan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.