Spássían - 2010, Blaðsíða 18

Spássían - 2010, Blaðsíða 18
 18 fremur en hasaratriði. Hann segist hafa verið ánægður með þættina og fengið góð viðbrögð við þeim. Hann ætlaði í upphafi að vera með í handritsskrifunum. „Ég komst hins vegar fljótlega að því að það væri betra að ég héldi mig utan við þau. Ég var allt of kvartsár þegar einhverju var breytt í fari minna persóna. Ég gaf Sigurjóni Kjartanssyni og Óskari Jónassyni því frítt spil og sætti mig við að þetta væri annað verk og annar miðill. Ég hafði unnið með þeim áður, skrifaði fimmta þáttinn í Pressunni, sem mér þótti best heppnaða íslenska sjónvarpsþáttaserían fram að Svörtum englum. Ég vissi því að ég væri í góðum höndum, þetta yrði vel gert, og þeir, ásamt Margréti Örnólfsdóttur, stóðu fullkomlega undir því trausti.“ Hann veit ekki hvort fleiri þættir séu væntanlegir. „Það var planið en svo kom kreppa. Í fyrra fékk ég meldingar um að menn væru að hugsa sér til hreyfings aftur en svo hef ég ekkert heyrt meir og ég er ekkert að stressa mig á því. Það kemur að því – eða ekki.“ Hann lætur þættina ekki trufla framhaldið af bókaseríunni og segir að það myndi aldrei ganga upp að skrifa bækurnar með sjónvarpið í huga. „Hins vegar held ég að allar mínar bækur séu nokkuð sjónvarpsvænar. Þær byggja mikið á samtölum og ég reyni að láta þau hljóma sannfærandi, í mínum eyrum að minnsta kosti. Sjónvarpið kallar alltaf á einhverjar breytingar og þótt samtölin mín gangi ekki fyllilega sem handrit þarf oft ekki að breyta miklu.“ Glaður í farveg nútímakrimma En er endalaust hægt að skrifa sögur um sama fólkið? Ævar Örn svarar með því að vísa í hefðina. „Ed McBain var skáldanafn bandarísks höfundar, Evans Hunters, sem var feikilega áhrifamikill í ritun glæpasagna. Hann fann eiginlega upp það sem kallað er „police procedurale“, þar sem hvunndegi og starfsháttum lögreglumanna er fylgt ansi nákvæmlega. Hann hvarf frá áherslu Chandlers og Hammets á „lone ranger“ einkaspæjarann og sýnir lögguna við dagleg störf. Hann er fyrirmynd sænska tvíeykisins Sjöwalls og Wahlöös sem bæta við samfélagspælingunum. Þar með erum við komin með nútíma norræna og evrópska krimma og vissulega gekk ég glaður í þann farveg. Það eru þær sögur sem ég hef mest gaman af. Ed McBain skrifaði endalaust bækur um sama lögregluumdæmið, 87. umdæmi í borginni Ísóla, sem er í raun New York. Hann var alltaf með sömu aðalpersónurnar og skrifaði tugi bóka um þær. Ég efast um að ég endist svo lengi en hjá honum eldist fólk ekkert, öfugt við það sem gerist hjá mér. Í skandínavíska geiranum er mjög algengt að fylgja fordæmi Sjöwalls og Wahlöös og skrifa tíu bækur í svona seríum, tílógíu. Ég stefndi aldrei meðvitað á það en það gæti endað á því að ég skrifaði bara tíu og færi svo í eitthvað annað. Þeir Stefán og Guðni eru jú komnir um og yfir sextugt, báðir tveir ...“ Skilur ekki þetta væl Glæpasagnaskrif virðast enn í uppsveiflu ef marka má útgáfu þessa árs og sífellt fleiri höfundar spreyta sig á forminu. Það má þó skilja á Ævari Erni að hann telji menn stundum sjá ofsjónum yfir velgengni glæpasögunnar. „Krimmarnir eru aðeins brot af þeim íslenska skáldskap sem kemur út á hverju ári. Það er metútgáfa af skáldskap fyrir þessi jól en engin metútgáfa á krimmum. Ég hef aldrei skilið þetta væl. Hvar er glæpurinn? Ég hef til dæmis ekki séð að aðrir höfundar þurfi að kvarta mikið Ævar Örn Jósepsson hefur gefið út bækurnar Skítadjobb (2002), Svartir englar (2003), Blóðberg (2005), Sá yðar sem syndlaus er (2006), Land tækifæranna (2008) og Önnur líf (2010). „Krimmarnir eru aðeins brot af þeim íslenska skáldskap sem kemur út á hverju ári. Það er metútgáfa af skáldskap fyrir þessi jól en engin metútgáfa á krimmum. Ég hef aldrei skilið þetta væl. Hvar er glæpurinn?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.