Spássían - 2010, Blaðsíða 29

Spássían - 2010, Blaðsíða 29
29 Félagar í Norðurpólshópnum eru, auk Arnars, Gríma Kristjánsdóttir, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson og Íris Stefanía Skúladóttir. Nýja leikhúsið er flennistórt og rúmar nokkra sali sem hópurinn hefur umbreytt í margnýtanlegt leikrými. Áður var Borgarplast þarna til húsa en síðustu ár hafði húsið, sem er í eigu Arionbanka, staðið autt. „Ég hafði gengið með þennan draum í maganum í sex til sjö ár, hafði rætt þetta við marga hópa, og svo þegar ég kom hingað inn fattaði ég að þetta var húsið. Þess vegna ákváðum við að láta vaða. En auðvitað varð þetta dýrara og erfiðara en maður hélt í fyrstu. Ég held að það sé lögmál.“ Undanfarin ár hefur fækkað þeim leikhúsrýmum sem sjálfstæðir leikhópar geta gengið í. Tjarnarbíó hefur verið í enduruppbyggingu og Möguleikhúsinu var lokað. Arnar segist hafa orðið var við mikla þörf um leið og þau opnuðu. „Upprunalega pælingin var að opna hús fyrir sjálfstæða listamenn svo þeir þyrftu ekki alltaf að byrja frá grunni. Ég hef unnið með mörgum leikhópum og alltaf þurfti að vinna sömu forvinnuna: Finna sér húsnæði og athuga hvort það væri í lagi. Mála, þrífa og redda stólum. Hengja upp ljós og auglýsa staðsetninguna: „Við verðum á Fiskislóð 15, annarri hæð!“ Í 99% tilvika voru þetta svo ólögleg rými. Þannig að hugmyndin var að opna rými þar sem hóparnir gætu komið inn og eytt orkunni í listina. Því það skiptir máli.“ Arnar segir fólk almennt hissa og ánægt með að þau hafi lifað svona lengi, en leikhúsið hóf starfsemi sína í byrjun árs 2010. „Við höfum verið hérna í tíu mánuði að byggja upp þessa hugmynd. Við byrjuðum í raun í október 2009, með sýningunni Hnykill sem Margrét Vilhjálmsdóttir setti upp, og breyttum þá þessu rými í heilt ævintýraland með 21 leikmynd út um allt hús. Algjör geðveiki. Svo tókum við til eftir það í janúar, byggðum þetta upp og frumsýndum 17. febrúar.“ Síðan þá hafa verið sýnd 25 leikrit í húsinu. „Það hækkar töluna reyndar mikið að við tókum á móti hátíðum.“ segir Arnar. „Þetta er heldur alls ekki allt okkar framleiðsla. Við erum frjálst leikhús. Ég held ég sé ekki að móðga neinn þegar ég segi að við séum eina frjálsa leikhúsið, þ.e. við megum allt, tökum við hverjum sem er. Við erum með okkar framleiðslu og síðan getur hver sem er komið hingað inn og gert það sem hann vill.“ Hægt er að taka salina á leigu og borga uppsett verð. „Svo höfum við tekið á móti fólki með enga peninga og tekið áhættuna með þeim og skipt með okkur gróðanum af miðasölunni.“ Eins og er stendur reksturinn undir starfseminni en allir sem sjá um húsið starfa launalaust. „Planið er að fá styrk fyrir tveimur starfsgildum. Þessi hugmynd á að ganga upp hvað varðar grunnkostnaðinn en það vantar tvo starfsmenn. Þannig að við erum að fara í slíkt átak núna. Við getum ekki haldið þessu áfram launalaust um ókomna tíð.“ Nú þegar er húsið bókað fram á sumar og Norðurpóllinn að víkka út starfsemina: „Við erum að bæta við hljóðveri og myndveri til ódýrrar útleigu. Við viljum geta boðið upp á leikhús þar sem allt er á sama stað.“ Ýmsir viðburðir eru á döfinni ásamt leiksýningunum. Til stendur að markaðssetja Norðurpólinn sem tónlistarsal og um þessar mundir stendur yfir skipulagning á stórtónleikum í byrjun næsta árs: „Bergen - Reykjavík - Nuuk. Við erum búin að fá stórar hljómsveitir frá öllum þessum löndum og sækja um styrki. Ef allt gengur eftir verða brjálaðir tónleikar í febrúar.“ Styrkirnir er það sem margar framkvæmdir stranda á og Arnar er hæfilega bjartsýnn á framhaldið: „Við sjáum fram á að geta verið hér næsta hálfa árið, sem er frábært, þótt það kosti sjálfboðavinnu. En leikhús gengur ekki nema með því að fá styrki. Þannig að þessi útvíkkun starfseminnar er okkar útspil. Enda er þetta miklu meira en leikhús. Þetta er listasetur. Baksviðs á Norðurpólnum Úr MARIO BROS singalong gamandans leikhúsverkinu Ásta Gísladóttir Jól á Norðurpólnum Jólahátíð með fjórum fjölskyldu- leiksýningu. Almenn jólastemning í húsinu; m.a. jólaböll og jólasveinakapphlaup. Hátíðin endar á styrktartónleikum þann 19.desember með Ragnheiði Gröndal og fleiri listamönnum. Sýningar á hátíðinni eru eftirfarandi: Fjarsjóðsleitin með Ísgerði Gunnarsdóttur. ,,Völundarhúsið” snýr aftur í nýrri mynd. Grýla tekur á móti gestum og kynnir íslensk jól og jólahefðir. Lápur, Skrápur og jólaskapið. Yngstu bræður jólasveinanna lenda í ævintýrum í leit að jólaskapinu. Meðal annars á dagskrá eftir áramót: Trúðarnir taka völdin á Norðurpólnum. Trúða og Sirkús námskeið. Trúða Brúður - sýning fyrir alla fjölskylduna. Stórtónleikar BERGEN-REYKJAVIK-NUUK Tónleikar með hljómsveitum frá þremur borgum á þremur tungumálum; Norsku, Íslensku og grænlensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.