Spássían - 2010, Blaðsíða 14

Spássían - 2010, Blaðsíða 14
 14 Michael Ridpath. Hringnum lokað. Veröld. 2010. Sagan segir frá Magnúsi Jonson, rannsóknarlögreglumanni frá Boston í Bandaríkjunum, sem neyðist til að heimsækja æskuslóðir á Íslandi þegar hættulegir glæpamenn sækja að honum. Faðir hans hafði flutt með hann af landi brott þegar hann var táningur og Magnús varla litið til baka síðan. Hann er skipaður ráðgjafi hjá íslensku lögreglunni og er varla lentur þegar hann er kominn á fullt í morðrannsókn. Háskólaprófessor hefur verið myrtur og virðist málið tengjast týndum íslenskum fornsögum og Hringadróttinssögu J.J.R. Tolkiens. Magnús hefur ekki komið til Íslands í 15 ár og endurkoman ýfir upp gömul sár sem tengjast dauða föður hans. Það er vandasamt að tengja Íslendingasögurnar við nútíma glæpasögu en Ridpath tekst fimlega að flétta saman trúverðuga frásögn um leið og hann bregður upp sannfærandi mynd af íslensku samfélagi. Glöggt er gests augað og lýsir Ridpath sérvisku Íslendinga án þess þó að gagnrýna eða hjúpa þá rómatísku ljósi. Sagan er væntanlega skrifuð fyrst og fremst fyrir breska lesendur og með því að gera aðalsöguhetjuna að brottfluttum Íslendingi slær höfundur nokkrar flugur í einu höggi. Við komuna þarf Magnús að rifja upp löngu gleymdar venjur og staðhætti sem þjóna þeim tilgangi að kynna aðstæður fyrir erlendum lesendum. En um leið er hann fljótur að aðlagast þeim og svo talar hann að sjálfsögðu tungumálið. Persónan Magnús er á yfirborðinu nokkuð stöðluð, jafnvel klisjukennd rannsóknarlögreglutýpa: Hann er heiðarlegur, myndarlegur og valdsmannslegur maður á fertugsaldri. En það sem bjargar honum frá því að vera vaxstytta er sorgin yfir dauða föðurins, sem myrkvar dómgreind hans, og tilhneiging til að taka fljótfærnislegar og illa ígrundaðar ákvarðanir, svona eins og gengur og gerist hjá breysku fólki. Talsvert púður fer í að lýsa samskiptum Magnúsar við samstarfsmenn hans hjá íslensku lögreglunni. Næsti yfirmaður hans er ekki sáttur við að fá skyndilega „erlendan“ sérfræðing til sín og hefur lítið álit á þeirri innsýn sem hann kemur með í rannsókn morðmálsins. Aðrir lögreglumenn eru mun samvinnuþýðari og er öllum lýst sem starfi sínu vaxnir, mismikið þó. Þegar á líður fléttast ástarsaga inn í sakamálasöguna og er hún öll með hefðbundnu, ef ekki klisjukenndu, sniði. Magnús verður ástfanginn af stúlku sem er vitni í málinu og verður hún til þess að styrkja taugar hans til Íslands. Það er erfitt að segja til um hversu vel aðdáendur Hringadróttinssögu taka í að verið sé að leika sér með uppruna hennar og jafnvel fá lánaðan söguþráðinn að hluta, því fljótlega kemur upp úr krafsinu að til staðar er raunverulegur hringur líkt og í þeirri sögu. Ridpath gengur aldrei svo langt að ljá honum mystíska eiginleika en leyfir þess í stað lesendum að gera upp við sig hvort slíkur hringur hafi raunverulega skaðleg áhrif eða hvort hann sé einungis táknmynd þeirrar græðgi og illsku sem blundar í manninum. Og þá aðallega karlmanninum. Þær konur sem koma við sögu virðast allar hafnar yfir svo lágkúrulegar tilfinningar. Óþarflega upphafnar kvenpersónur er þó auðvelt að fyrirgefa því kostir sögunnar vega meira en gallarnir. Hringnum lokað er fyrsta sagan í nýrri seríu Ridpaths um lögreglumanninn Magnús Jonson sem kallast Fire & Ice en áður hafði hann skrifað spennusögur sem gerðust í fjármálaheiminum. Bók númer tvö er væntanleg og er hann þegar byrjaður að leggja drög að þeirri þriðju. Það verður spennandi að sjá hvaða svið íslenskrar menningar hann tæklar næst. Ásta Gísladóttir Hringurinn eini og Ísland ekki hesthúsað eggin og fleskið að vild? Eða ætti ég kannski að hefja glímuna við eggin og fleskið? „Hér er úr vöndu að ráða,“ sagði Jonni, „og er ég í sömu klípunni og þú. Annars held ég, að mér sé hentugast að taka nú til við eggin og fleskið, alltaf má fylla í holurnar með grautnum! En mikið erum við annars gráðug. Og ekki er nema von, að lystin sé góð eftir slíka föstu.“iv Það væri þó synd að segja að persónusköpunin skipti sköpum í bókum Blyton. Börnin í Fimmbókunum og Ævintýrabókunum eru nær alveg eins, meira að segja nöfnin eru endurnýtt í íslensku þýðingunni. Í báðum seríum má finna Önnu (í matseljuhlutverki) og Jonna. Börnin eru afar staðlaðar persónur, fyrir utan Georgínu sem lifir í minningunni sem þrjóska strákastelpan. Strákarnir sjálfir eru hins vegar svo óeftirminnilegir að þeir renna saman og varla er nein leið að muna hvað greindi Júlla frá Jonna eða Finni (nema kannski sú staðreynd að einn Jonninn átti kjaftfora páfagaukinn Kíkí). Matarneyslan í bókum Blyton þjónar einhverju öðru hlutverki, hún gefur reglulega hvíld frá spennunni, veitir öryggi þegar hættur virðast við hvert fótmál. Hún hjálpar þannig til við að byggja upp söguþráð þar sem spenna stigmagnast, nær hámarki og fellur svo um stund. Lesandinn fær í átsenunum ráðrúm til að slaka aðeins á þar til spennan fer að vaxa að nýju. Allt átið og matartalið gæti líka átt að hjálpa börnum að setja sig í spor hinna annars óljósu sögupersóna en þá er nokkuð ljóst að Blyton hefur álitið að öll börn væru í hjarta sínu átvögl. Spegla sjúkt samfélag Matarlýsingar íslenskra höfunda gætu sannarlega stafað af ómeðvituðum áhrifum frá Fimmbókunum en áhrifin eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.