Spássían - 2010, Blaðsíða 41

Spássían - 2010, Blaðsíða 41
41 er bara örstutt hlé á leik þeirra, ómerkilegur díll á alheiminum sem ekkert mál er að þurrka út. Hryllingur Lovecrafts er kosmískur og er líklega hvergi betur lýst en í upphafsorðum sögunnar „The Call of Cthulhu“ (1926): The most merciful thing in the world, I think, is the inability of the human mind to correlate all its contents. We live on a placid island of ignorance in the midst of black seas of infinity, and it was not meant that we should voyage far.3 Hin hefðbundna Lovecraft-söguhetja lendir í því að upplifa glefsur úr stóra samhenginu, að sjá út fyrir fáfræði mannfólksins og inn í hinn hræðilega stóra heim, þar sem við skiptum minna en engu máli. Oftar en ekki missir söguhetjan vitið í kjölfarið. H.P. Lovecraft hefur líklega haft meiri áhrif á hryllingsmenningu 20. aldar en nokkur annar höfundur, ekki ósvipað áhrifum Philips K. Dicks á heim vísindaskáldskapar – fjöldamörg verk standa í skuld við skrif þeirra, jafnvel þótt þau hafi ekki hugmynd um það sjálf. Lovecraft er þar að auki mikill áhrifavaldur Johns Carpenters, sem hefur markvisst nýtt sér hugmyndir hans um óreiðu heimsins og stjórnleysið sem fylgir mannskepnunni í sínum eigin myndum. Fyrrnefnd The Thing, eftir Carpenter, er gegnsýrð af anda Lovecrafts, og það sama má segja um In The Mouth of Madness (1995), einnig eftir Carpenter. Báðar byggja þær aðeins óbeint á verkum Lovecrafts, en komast engu að síður nær því að fanga kosmísku stemninguna en allar þær bókstaflegu aðlaganir sem ég hef séð gerðar eftir sögum hans. Besti hryllingurinn Lovecraft er nefnilega nánast ókvikmyndanlegur samkvæmt skilgreiningu. Lesendur fá aldrei að „sjá“ hryllinginn sem persónurnar sjá (annars myndum við missa vitið líka). Við getum ekki séð hann, því það er undirstöðuskilyrði hryllingsins að hann sé óséður. Um leið og hryllingurinn sést tapar hann kraftinum og það er einmitt það sem gerir hann hryllilegan – við getum ekki útskýrt eða skilið eðli hans. Hryllingurinn er sjálf óvissan. Verk Lovecrafts eru full af lýsingum sem ekki er hægt að lýsa – litum sem ekki eru til, formum sem ekki passa inn í þekkta rúmfræði, verum sem eru svo hræðilegar að það eru ekki til orð í neinu mennsku tungumáli til að lýsa þeim. Eftirfarandi textabrot er gott dæmi um þetta sérstaka stílbragð, þar sem Dr. Willet, persóna í nóvellunni The Case of Charles Dexter Ward (1927-8), ber veru augum sem er svo hryllileg að það er ekki hægt að færa hana í orð: It is hard to explain just how a single sight of a tangible object with measurable dimensions could so shake and change a man; and we may only say that there is about certain outlines and entities a power of symbolism and suggestion which acts frightfully on a sensitive thinker’s perspective and whispers terrible hints of obscure cosmic relationships and unnameable realities behind the protective illusions of common vision.4 Hvernig er hægt að kvikmynda slíka veru? Það hefur verið reynt, en útkoman getur ekki annað en misheppnast. Kvikmynd Dans O’Bannons, The Resurrected (1992), færir þetta atriði upp á skjáinn og tekst það næstum því. Í fyrstu sést veran aðeins hreyfast í skuggunum, hvert einasta skot er örstutt og gefur einungis til kynna að þar leynist eitthvað ógurlegt – en síðan ræðst hún fram í ljósið, skrímslið sést skýrlega, og hryllingurinn gufar umsvifalaust upp. Skrímslið hliðrast frá vinstri til hægri. Nú getum við drepið það, ekkert mál. Persónan í sögunni sér veruna og missir vitið tímabundið. Persónan í kvikmyndinni sér veruna, ræðst á hana og drepur hana. Senan er ekki lengur Lovecraft, ekki lengur kosmísk. Þær kvikmyndaaðlaganir á verkum Lovecrafts sem hafa virkað eru þær sem forðast með öllum tiltækum ráðum að sýna skrímslið – og þegar þær þurfa að sýna það, þá er það einungis gefið í skyn eða gert svo óskiljanlegt að áhorfendur geta ekki náð utan um merkingu þess. Skrímslið í The Thing er margbreytilegt og furðulegt, blanda af þúsund ólíkum lífverum sem kemur áhorfendum sífellt á óvart. Skrímslin í In The Mouth of Madness sjást aldrei nema brotakennt. Bæði tilvikin þjóna þeim tilgangi að gefa í skyn stjórnleysi og hrylling án þess að veita áhorfendum tækifæri til að henda reiður á því um hvað málið snýst, eða hvernig hægt sé að taka á því. Fjöldi kvikmynda hefur verið gerður eftir sögum Lovecrafts, en langflestar kolfalla þær um leið og skrímslin eru dregin fram í dagsljósið. Þrátt fyrir það er ekkert lát á tilraunum til að fanga kosmískan hrylling á hvíta tjaldið. Flestir aðdáendur Lovecrafts bíða nú í eftirvæntingu eftir næstu kvikmynd Guillermo del Toro, sem verður framleidd af James Cameron, en hún er aðlögun á nóvellunni At the Mountains of Madness (1931). Hvernig þeim mun ganga að stýra hryllingnum mun líklega ekki koma í ljós fyrr en árið 2013, en það gleður mig að þeir ætli að reyna, því þegar tekst að kvikmynda óvissuna og stjórnleysið, þá er það sá allra besti hryllingur sem völ er á. Gunnar Theodór Eggertsson 1 Horror Café, Leikstjóri: Janet Fraser Cook, Bretland, BBC, sjónvarpað 15. september 1990. 2 Žižek, Slavoj, „‘I Hear You With My Eyes’; or, The Invisible Master“, Gaze and Voice as Love Objects. Ritstjórar: Slavoj Žižek og R. Salecl. Durham, Duke University Press, 1996, bls. 10-103. 3 „Ég tel það hina mestu miskunnsemi hversu vanhæfur mannshugurinn er til að setja umheiminn í rétt samhengi. Við lifum á kyrrlátri eyju fáfræðinnar, umkringd myrku hafi óendanleikans, og okkur var ekki ætlað að ferðast langt.“ Lovecraft, H.P., „The Call of Cthulhu“. Í The H.P. Lovecraft Omnibus 3: The Haunter of the Dark and Other Tales. London, HarperCollins, 1994, bls. 61. 4 „Það er erfitt að útskýra hvernig stök svipmynd af áþreifanlegum hlut með mælanlegt umfang getur hrist upp í og breytt manni á slíkan hátt; við getum fátt annað sagt en að umhverfis ákveðnar útlínur og einingar sé til staðar máttur táknkerfis og tilvísana sem getur haft ógnvænleg áhrif á sjónarsvið hins viðkvæma hugsuðar og gefið í skyn hræðilegar vísbendingar um óskýr, kosmísk sambönd og ólýsanlegan veruleika sem liggur að baki ofvernduðu yfirborði sameiginlegrar hugsýnar.“ Lovecraft, H.P., The Case of Charles Dexter Ward. Í The H.P. Lovecraft Omnibus 1: At The Mountains of Madness and Other Novels of Terror. London, HarperCollins, 1999, bls. 268.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.