Spássían - 2010, Blaðsíða 16

Spássían - 2010, Blaðsíða 16
 16 Í bókum Ævars Arnar flakkar sjónarhornið á milli aðalpersónanna fjögurra, sem hafa afskaplega ólík viðhorf til þess sem gerist í samfélaginu. Hann segist þó ekki forðast að taka afstöðu. „Ég held að það skíni nú alveg í gegn hvoru megin mitt hjarta slær í ýmsum málum. Algjört hlutleysi er bara bull. Predikanir eru hins vegar eitt af því leiðinlegasta sem maður les í skáldsögum og ég reyni að forðast þær.“ Októbermótmælin lokuðu hring Bækur Ævars Arnar endurspegla svo sannarlega samfélagsleg málefni sem eru hæst á baugi hverju sinni. Hvítflibbaglæpir, virkjunarframkvæmdir og innflutningur á erlendu vinnuafli hafa til dæmis verið í bakgrunni nokkurra bóka og síðustu tvær sögurnar litast auðvitað af efnahagshruninu og krepputali. Ævar Örn leggur greinilega mikla áherslu á að skrifa um það sem er að gerast í núinu og náði til dæmis að skrifa mótmælin í október síðastliðnum inn í nýjustu bókina, Önnur líf. „Það munaði voða litlu að skjóta þessum línum inn á lokasprettinum“, segir Ævar og bætir við að í raun hafi verið hentugt fyrir söguna að fá þessi mótmæli. „Það lokaði ákveðnum hring sem hefst á mótmælunum 2009.“ Mótmæli á Austurvelli gefa þannig sögunni lauslegan ramma en í Öðrum lífum ganga aðalpersónurnar ýmist byltingarvaktina í lögreglubúningum eða mæta í sjálf mótmælin. Ævar Örn segist lýsa búsáhaldabyltingunni svokölluðu eins og hann upplifði hana. „Nú hafa örugglega margir upplifað hana allt öðru vísi, bæði þeir sem voru þarna og þeir sem horfðu á úr fjarska. En þetta er mín upplifun. Klukkan níu sá ég krakka dansandi í kringum eldinn og klukkan tíu voru þau komin inn á Kaffi París að drekka latte. Svo héldu þau dansinum áfram þegar þau voru búin að hlýja sér aðeins. Þetta finnst mér mjög íslenskt og eins þetta að rekast alltaf á Jón frænda eða Stebba í næsta húsi. Meira að segja löggan sem gengur vaktina er Kata frænka sem passaði þig þegar þú varst lítill.“ Ruglaðist stundum Í Öðrum lífum leikur Ævar Örn sér meira með söguþráðinn en áður. „Hingað til hef ég verið nánast alveg í línulegri frásögn í tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem ég bregð út af þeim vana. Það var ekki meðvituð ákvörðun að breyta um frásagnartækni, breyta forminu formsins vegna. Þessi saga kallaði bara á þessa uppsetningu og það er nú ekki eins og ég sé að finna upp neitt hjól. Ég vona samt að þetta rugli lesendur ekki jafnmikið og það ruglaði mig um tíma“, segir hann og viðurkennir að hann krefjist í þessari bók aðeins meira af sjálfum sér og lesandanum. Hann vill hins vegar alls ekki samþykkja að bókin endi í lausu lofti þótt einn angi sögunnar gæti virst ókláraður í bókarlok. „Þessi saga er fullkláruð“, segir hann. „En hún kallar vissulega á aðra.“ Ævar Örn er greinilega ekki kominn með leiða á sögupersónum sínum og hefur hugsað sér að fylgja þeim eitthvað áfram. „Hins vegar hafa orðið afar umfangsmiklar breytingar á ytri og innri högum allra persónanna. Þær lenda í því sem við lentum öll í hér á Íslandi, það fer allt einhvern veginn á hvolf og það þarf að vinna úr því.“ Þannig upplifi ég þessa þjóð Í Öðrum lífum fléttast saman tvær aðalsögur og Ævar Örn segir að bókin gangi mikið út á hvernig allt tengist í þessu samfélagi sem við búum í. „Allir tengjast öllum og í Öðrum lífum koma sömu karakterarnir við sögu í tveimur ótengdum málum. Þannig upplifi ég þessa þjóð. Mótmælandi fær far hjá löggu frá Austurvelli því Íslensk krimmaflóra er fjölbreytt að mati Ævars Arnar Jósepssonar sem hefur gefið út sex glæpasögur um rannsóknarlögregluteymið Árna, Katrínu, Stefán og Guðna, fjóreyki sem rataði einnig á dagskrá Ríkissjónvarpsins í þáttaröðinni Svartir englar. Ævar Örn telur mikilvægt að listamenn bregðist við því andrúmslofti sem við lifum og hrærumst í hverju sinni. Hins vegar hafi það fyrst og fremst verið glæpasagnahöfundar, leikhúsið og að einhverju leyti kvikmyndagerðarmenn sem hafi staðið þá vakt. Bregst við samtímanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.