Spássían - 2010, Blaðsíða 35

Spássían - 2010, Blaðsíða 35
35 á tónlist sem hljómar of vel eða er of vel upp tekin og framleidd. Að mínu viti heitir þetta lífstíll en ekki tónlistarsmekkur og væri svo sem sök sér ef þessir sömu einstaklingar þrifust ekki á því að gera lítið úr mér og þeim sveitum sem eru of „útvarpsvænar“. Þannig setja þeir sig á háan hest, sem helst er talsvert hærri en mín meginstraumsbrokkandi trunta, og tala um „sell out“ og „peningahugsjón“ án þess að minnast einu orði á tónlistina. Þarna er auðvelt að nefna hina svokölluðu svörtu plötu frá 1991; þar náði Metallica fyrir alvöru eyrum almennings, en gallharðir aðdáendur sveitarinnar þangað til sneru hins vegar við þeim baki. Nú má ekki mistúlka orð mín. Vitanlega geta hljómsveitir og tónlistarmenn breyst til hins verra og útgefið efni stenst misvel tímans tönn. Það sem ég er að reyna að horfa á með (mis)gagnrýnu hugarfari eru allar hinar ástæðurnar fyrir því að fólk hættir að hlusta og bölsótast út í efni sem öðrum finnst gott. Mín kenning er sú að þarna ráði tónlistarsmekkur ekki alltaf för heldur duttlungar okkar sjálfra, löngun til að skera okkur frá fjöldanum og vita betur. Og þetta á svo sem örugglega við um lífið í heild sinni, hvort sem um ræðir tónlist, húsagerðarlist eða hvað annað. „Óperuhúsið í Sidney? Hefurðu séð...?“ er ókláruð setning sem heyrist örugglega reglulega í réttu umhverfi. Þegar ég hlusta á tónlist er mér sama hversu miklir peningar fóru í upptökur, við hvaða útgáfu bandið samdi, hvort lagið fær spilun á FM957 eða ekki. Tónlist er góð ef hún er góð. Og að því sögðu finnst mér Nevermind með Nirvana ennþá ein besta hljómplata sem út hefur komið enn þann dag í dag og Nirvana fannst mér varla stíga feilspor á ferlinum ... ... þangað til þeir gáfu út Unplugged plötuna 1994. Ég meina fokking MTV! Snæbjörn Ragnarsson *Hákon Hrafn Sigurðsson, núverandi dósent við Heilbrigðisvísindasvið HÍ og eigandi www.rokk.is. **Aðalstef „Come As You Are“ af Nevermind-plötu Nirvana þykir svipa mjög til stefsins úr laginu „Eighties“ með Killing Joke. Stemningin sem skapast kringum jólabókaflóðið tekur á sig ýmsar myndir. Ekki bara sölulistar og biðlistar, gagnrýni og viðtöl við höfunda um allt frá smákökubakstri til pólitískrar fagurfræði, heldur umræður milli fólks úti um allan bæ. Höfundar þeytast um og lesa upp úr verkum sínum út um allar koppagrundir. Stundum gefa þeir innsýn í vinnuna og hugsunina á bak við verkin í umræðum á eftir. Í Bókasafn Mosfellsbæjar, sem á 120 ára afmæli á þessu ári, mættu hátt á annað hundrað manns á árlegt upplestrarkvöld sem mörgum finnst marka upphaf aðventunnar. Það finnst að minnsta kosti Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra sem hefur séð um að stýra þar umræðum um árabil og segist ekki ætla að hætta því í bráð. Yfirleitt er reynt að safna saman sem fjölbreyttustum hópi höfunda og í þetta sinn voru mætt til leiks þau Bragi Ólafsson, Gerður Kristný, Einar Kárason, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, Halla Gunnarsdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir, með skáldsögur, ljóð, æviskáldsögur og ævisögu. Meðal þess sem bar á góma eftir upplestur úr verkunum var hversu mikið höfundarnir hleyptu lesendum að sínu innra lífi, sem reyndist afar misjafnt. Guðrún hleypir þeim inn á gafl í ævisögu sinni en Einar heldur þeim í með kímni og brögðum skáldskaparins. Gerður Kristný sagði frá því að Skírnismál hefðu lengi fylgt henni áður en hún spann úr þeim eigin ljóðabálk um nöfnu sína og Hugrún gaf innsýn í þá vinnu sem liggur að baki fyrsta skáldverki höfundar. Bragi upplýsti að nýjasta bók hans, Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson, væri ekki aðeins sjálfstætt framhald af Sendiherranum heldur væri von á nokkrum bókum í viðbót um sama fólkið þar sem vænta mætti þess að lausir endar úr þessum tveimur bókum yrðu teknir upp aftur og spunnir eitthvað áfram. Þá kom fram að rithöfundarnir þekktust allir meira eða minna, höfðu unnið saman og gátu rifjað upp ýmsar sögur af fyrri samskiptum. Það má því segja að þetta kvöld hafi eins konar míkrókosmós af íslenska bókmenntaheiminum tekið á sig mynd um stund. Auður Aðalsteinsdóttir í pakkannkík t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.