Spássían - 2010, Blaðsíða 15

Spássían - 2010, Blaðsíða 15
15 fyrst og fremst þau að auka raunsæið. En hvers vegna er svo mikilvægt að hafa ekki bara allar persónur heldur umhverfið og lýsingar á samfélaginu sem raunsæjastar? Að baki liggur meðal annars hugmyndin um að bókmenntir eigi að einhverju leyti að vera spegill samtímans. Að þegar við gluggum í bækur sjáum við raunveruleikann jafnvel skýrar en við gerum í amstri daglegs lífs. Í Hringnum lokað reynir breski höfundurinn Michael Ridpath til dæmis að lýsa Íslandi á sem nákvæmastan hátt en hann fer einnig þá leið að horfa á það með auga gestsins, sem oft er talið veita ferska sýn. Ein helsta hvötin til að spegla samtímann er þörfin til að koma á framfæri einhvers konar samfélagslegri gagnrýni og hana er víða að finna í íslenskum glæpasögum. Glæpirnir sjálfir eru oft birtingarmynd einhvers sjúkleika í samfélagsgerðinni en misjafnt er hversu mikla áherslu höfundar leggja á þennan þátt sögunnar. Samfélagsleg ádeila virðist rík innan norrænu krimmahefðarinnar en íslenskar spennusögur sækja ekki síður í bandaríska afþreyingarmenningu þar sem hasarinn ýtir oft öðrum áherslum til hliðar. Ýkjusögur Þar með erum við komin á slóðir byssubardaga og fjöldamorða þar sem söguhetjan sleppur ítrekað úr lífsháska og helst á sem ótrúlegastan hátt. Harðsoðni töffarinn ræður hér lögum og lofum en konur skiptast í þægar og auðsveipar stúlkur eða kynæsandi glæpakvendi. Fléttan er ekki endilega meginatriði, hún getur verið sáraeinföld og fyrirsjáanleg. Áhuga okkar er viðhaldið á annan hátt, með því að ganga sífellt lengra í spennuatriðunum. Það má segja að við séum á vissan hátt aftur komin á slóðir Fimmbókanna, nema að hér er ekki slakað á yfir veisluborði á milli bílaeltingaleikja heldur spennan losuð í kynlífssenum. Þessi tegund glæpasagna hefur fyrst og fremst blómstrað í kvikmyndum en áhrifanna gætir víða í íslenskum samtímabókmenntum. Æ oftar er viðruð sú skoðun að senur í bókum minni á senur úr bíómyndum (og stundum má lesa á milli línanna að myndin hafi verið betri). Við höfum fyrir löngu samþykkt að glæpasögur geti verið sannfærandi í íslensku samhengi. Áherslan gæti því að einhverju leyti verið að færast af því að hamra á því og yfir á hreint afþreyingargildi í anda Hollywoodmynda; hasar og fjör. Dularfull sakamál og reimleikar Eitt af því sem raunsæislegar glæpasögur gera er að upplýsa dularfull mál sem við fyrstu sýn gætu stafað af yfirnáttúrulegum orsökum og sýna fram á að þau eiga sér eðlilegar skýringar. Hér kemur Enid Blyton enn á ný sterk inn með Dularfullu bækurnar sínar. Daðrið við mystíkina hefur löngum heillað börn sem fullorðna og á eflaust stóran þátt í að DaVinci lykillinn varð svo vinsæll sem raun ber vitni og tókst að móta um stund nýja tegund ráðgátubóka. Margar þeirra bóka sækja í dulúðuga fortíð, gömul handrit og galdrasagnir til dæmis. Yrsa Sigurðardóttir virðist hins vegar vera að taka æ skýrari stefnu í átt að hinu draugalega og hrollvekjandi. Kannski er það vísbending um að íslenskir glæpasagnahöfundar séu nú tilbúnir að teygja sig út fyrir raunsæið. Vísindatryllirinn á leiðinni? Hrollvekjur hafa hingað til ekki verið áberandi í íslenskri bókmenntahefð en íslenskir höfundar, hvort sem þeir skrifa glæpasögur eða ekki, virðast vera að kanna ný mið. Fantasíubækur hafa lengið nagað þröskuld íslenskra bókmennta og ekki ólíklegt að þær sæki í sig veðrið. Önnur grein sem hefur átt erfitt uppdráttar hér á landi er vísindaskáldsagan en hún tengist á margan hátt spennusagnahefðinni, ekki síst í kvikmyndum. Má þar nefna nýlegt dæmi, hina umtöluðu mynd Inception. Arnaldur Indriðason, sem á stóran þátt í að festa íslenska krimmann í sessi, daðraði reyndar við vísindaskáldskapinn í fyrstu glæpasögu sinni, Synir duftsins, árið 1997. Væri ekki bara nokkuð viðeigandi að við færum heilan hring og könnuðum þann byrjunarreit frekar? 1 Ragnar Jónasson, „Morð með jólasteikinni. Kynni íslenskra lesenda af Agöthu Christie“, Þjóðmál, vetur 2005, 18. 2 Lilja Sigurðardóttir, Fyrirgefning, Reykjavík, Bjartur, 2010, 18. 3 Ævar Örn Jósepsson, Blóðberg, Reykjavík, Mál og menning, 2005, 12-13. 4 Blyton, Enid, Fimm í skólaleyfi, þýð. Kristmundur Bjarnason, Reykjavík, Forlagið Iðunn, 1965, 54. 5 Blyton, Enid, Ævintýradalurinn, þýð. Sigríður Thorlacius, Reykjavík, Draupnisútgáfan, 1952, 55-57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.