Spássían - 2010, Blaðsíða 30

Spássían - 2010, Blaðsíða 30
 30 Skammt er stórra högga á milli hjá Máli og menningu sem sannarlega rís undir nafni þessi árin. Í fyrra komu Ummyndanir Óvíds og núna sjálfur Gleðileikurinn guðdómlegi eftir Dante í heild sinni, en hann hefur aldrei verið til nema í brotum á íslensku og eru þó sjö aldir frá því hann var saminn. Bókin er líka í einhvers konar ritröð með Óvíd því frágangur og upplegg eru mjög svipuð, einnig myndskreytingar Gustaves Dorés sem fengnar eru úr nítjándu aldar útgáfu. Vitanlega er stórkostlegur fengur að þessu verki sem telst til höfuðrita vestrænnar menningar yfirleitt og til er í mörgum þýðingum hjá stærri þjóðum. 1968 komu reyndar út 12 kviður af 33 úr Vítisljóðum sem Guðmundur Böðvarsson nefndi svo og þýddi hann þær á bundið mál. Ekki má heldur gleyma skemmtilegri endurritun Sölva Björns Sigurðssonar á Vítisljóðunum fyrir nokkrum árum í Gleðileiknum djöfullega. En nú hefur Erlingur E. Halldórsson tekið sig til og bætt einu stórvirkinu við þýðingarverk sitt sem ekki var auðvelt toppa, ef svo má að orði komast; fyrir voru á fleti Petróníus, Boccaccio, Rabelais og Chaucer svo þeir stóru séu nefndir. Dante er ekki aðeins lykilhöfundur vestrænnar menningar vegna þessa stórvirkis síns, heldur er hann, eins og ég hef annars staðar rakið, eiginlega höfundur og kenningarsmiður þeirrar sérkennilegu hugmyndar á miðöldum að yrkja á móðurmálinu eða þjóðtungunni. Vissulega hafði það verið gert í riddarasögum og alþýðukveðskap, en Dante skrifaði um það lærða ritgerð hvernig yrkja bæri háleitan kveðskap á þjóðtungunni í kveri sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu Kristjáns Árnasonar undir heitinu Um kveðskap á þjóðtungu. Hann sýndi svo í verki að það er vel hægt og grundvallaði með því í raun nútíma þjóðvæðingu Vesturlanda þar sem á næstu öldum var tekið að nota móðurmálin á æ fleiri sviðum uns þau urðu að hornsteini þjóðríkjanna í mörgu tilliti. Það er því vonum seinna að Íslendingar fái sinn Dante, en um leið gleðilegt og kannski ekki óviðeigandi á meðan okkur finnst við vera að ganga í gegnum a.m.k. hreinsunareld eigin synda; Paradís er þá vonandi framundan. Þýðing Erlings er sem íslenskur texti ákaflega læsileg og kannski örlar á því að hún sé eitthvað tengd stíl Íslendinga sagna, enda finnur þýðandinn, með vísan til Einars Ólafs Sveinssonar, samsvörun í Njálu og Sturlungaöld við þá tíma sem Dante lifði og lýsti að sumu leyti í verki sínu. Þessi í raun geðþóttalega tenging sýnir hversu mikils virði Dante er vestrænum bókmenntum, menn upphefja ekki eigin bókmenntir með samanburði við aukvisana. Þýðingin er á hinn bóginn prósaþýðing og merkilegt er að Erlingur gefur engar skýringar á því. Kannski má segja að prósaþýðingar á söguljóðum heimsbókmenntanna séu einhvern veginn hefðbundnar eftir þýðingar Sveinbjarnar Egilssonar á Hómerskviðum, en ég er ekki sannfærður um það. Sveinbjörn reyndi líka fyrir sér með þýðingar í bundnu máli þótt ekki væri það hinn forni bragarháttur frumtextans, heldur fornyrðislag í anda þýðinga Jóns á Bægisá. Odysseifs- kvæði hans sýnir líka takmarkanir þess bragarháttar að mörgu leyti; hið breiða fljót sexliðaháttarins verður einhvern veginn að dálítið minni og mjórri á, þótt straumharðari sé kannski á köflum. Vissulega hafa nokkur íslensk skáld reynt sig við sexliðaháttinn í eigin kveðskap, en ekki þekki ég neinar markverðar þýðingar undir þeim hætti. Kristján Árnason sýndi í formála sínum að Óvíd að hann getur vel þýtt þannig og birtir þar upphafsorð Óvíds undir þeim hætti, en þýðir verkið sjálft svo í prósa. Skýringin mun vera sú að stuðlun að íslenskum hætti sé sá steinn sem á steytir og sýnir það kannski betur en margt annað að sá siður að nota stuðla og höfuðstafi í erlendum bragarháttum geti verið til tjóns að því leyti að menn veigri sér við að nota þá. Þar kann einnig að vera komin skýring á prósaást þýðenda á verkum sem þessum. Erlingur segir næsta fátt um þríhendu Dantes og afgreiðir hana fullhratt fyrir minn smekk í formála sínum. Þessi bragarháttur hefur jú verið notaður af íslenskum skáldum í frumortum kvæðum allt frá Gunnarshólma Jónasar og einnig í þýðingu Guðmundar Böðvarssonar svo það mætti kannski ætla að lesendur fengju svo sem eina röksemd þýðanda fyrir ákvörðun sinni; „skýrt og einfalt“ er engan veginn nóg. Prósi Erlings býr hins vegar yfir ljóðrænum þokka sem helgast af því að hann virðist ekki aðeins reyna að þýða orðin í textanum heldur einnig ljóðrænu hans, þótt ekki felist það beint í hrynjandinni sem þó er vel merkjanleg og er dæmigerð fyrir ljóðleifina í þýðingarprósanum. Þessari aðferð beitti fyrstur með markverðum hætti Skotinn James Macpherson í víðfrægum Ossíanskvæðum sínum og rauf hann þar með vald hins bundna máls á sagnakveðskap og opnaði þannig upp nýjar víddir fyrir prósaskrif yfirleitt. Líklegt þykir mér að einmitt þýðing Sveinbjarnar Egilssonar á Hómerskviðum sé að einhverju leyti innblásin af verkum Macphersons sem allir lásu og þekktu á þeim tíma, Jónas Hallgrímsson líka. Ég staldra hins vegar við formið vegna þess hvað það segir um getu íslenskunnar til að beita upphöfnum háttum eins og sexliðahætti og þríhendu í lengri kveðskap. Vel kann að vera að stuðlunin virki vel í styttri kvæðum undir þessum háttum eins og t.d. Gunnarshólma, þar sem Jónas Dante Alighieri. Gleðileikurinn guðdómlegi. Þýðandi Erlingur E. Halldórsson. Mál og menning. 2010. leikur sér reyndar með hinar hefðbundnu reglur, að mínum dómi til þess að sliga ekki kvæðið algjörlega, en ég hugsa að 14 þúsund ljóðlínur, rammstuðlaðar með fastri hrynjandi og rími í þokkabót myndu hreinlega bera bæði ljóð og lesanda ofurliði. Við erum því kannski, bæði vegna þessa og þess að um er að ræða fyrstu þýðingar á flestum slíkum verkum, á frumstigi þýðinga sem Goethe skilgreindi á sínum tíma með nokkuð hegelsku sniði. Hann hélt því fram að á frumstigi hefðu þjóðir áhuga á hinum framandi verkum á eigin forsendum, á því næsta á forsendum hins framandi og þriðja lokastigið væri samþætting beggja hinna fyrri. Við erum þannig á því stigi núna að vilja kynnast Dante á okkar eigin forsendum og það er fyllilega í lagi og reyndar alveg nauðsynlegt, en kannski verður líka einhvern tíma þörf á því að kynnast verkum hans á þeirra eigin forsendum og þurfa glíma við það sem er raunverulega framandi og annarlegt í þeim. Það verður spennandi verkefni fyrir síðari tíma þýðendur, en á meðan má vel njóta fallegrar og áhrifamikillar þýðingar Erlings E. Halldórssonar. Gauti Kristmannsson ante á okkar forsendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.