Spássían - 2010, Blaðsíða 23

Spássían - 2010, Blaðsíða 23
23 Þetta er meðal þess sem kom fram á málþingi um háskólastarf og samfélagslegt hlutverk háskóla sem EDDA - öndvegissetur og Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar HÍ, efndu til undir yfirskriftinni „Háskólinn í Krísu?“ þann 20. nóvember síðastliðinn. Á málþinginu var fjallað um hlutverk háskóla fyrr á tímum og í samtímanum, sem og vandamálin sem þeir standa nú frammi fyrir, til dæmis stofnanavæðingu og markaðsvæðingu. Því var haldið fram að ytra og innra taumhald hefði átt sinn þátt í því að háskólafólk streittist lítið gegn markaðsvæðingunni. Sumir töldu því að háskólafólk hefði brugðist í aðdraganda hrunsins, að hugmyndafræði markaðarins hefði tekið yfir samfélagið og háskólinn hefði smitast af henni. Aðrir bentu á að eitt hlutverk háskóla væri að undirbúa nemendur undir atvinnulífið og það færi eftir deildum innan háskóla hvernig gagnrýni væri sett fram. Þótt allir væru sammála um að eðli háskólastarfs gengi út á gagnrýna hugsun á öllum fræðasviðum þjónuðu greinar mismunandi samfélagshlutverki. Það félli oft í skaut hugvísinda að viðra andófskenndar hugmyndir og fannst sumum það gerast á of afmörkuðum vettvangi. Predikun trúarbragða Segja má að spurningin hvort íslenskir háskólar séu í raun „vígi gagnrýninnar hugsunar“ hafi verið meginviðfangs- efni málþingsins. Í þessu samhengi var eftirfarandi skilgreining Páls Skúlasonar heimspekings dregin fram í fleiri en einum fyrirlestri: „Gagnrýnin er sú hugsun sem fellst ekki á neina skoðun eða fullyrðingu nema hún hafi fyrst rannsakað hvað í henni felst og fundið fullnægjandi rök fyrir henni.“1 Páll Skúlason hélt sjálfur erindi og sagði þar meðal annars að háskólar væru einu stofnanirnar þar sem gagnrýnin hugsun eigi að liggja allri starfseminni til grundvallar. Hins vegar kom fram í máli hans og annarra að sú væri ekki ávallt raunin, háskólafólk prediki stundum hugmyndafræði eins og það telji sig hafa höndlað allan sannleikann. Guðni Elísson bókmenntafræðingur lýsti því þannig að trúfræðileg sjónar- mið hafi verið ráðandi í kennslu í viðskiptafræði og hagfræði við íslenska háskóla undanfarin ár. Þetta leiddi til þess að kennslan yrði eins konar boðunarfræði þar sem kreddur hagfræðinnar væru predikaðar. Þetta eru dauð vísindi, sagði hann, og kennisetningin um endalausan hagvöxt er sérlega hættuleg, því hún felur í sér rökvísi krabbameinsfrumunnar. Og þrátt fyrir að íslenskt viðskiptalíf hafi hrunið til grunna halda sömu hagfræðingarnir áfram eins og ekkert hafi í skorist; beita sömu aðferðum og predika niðurstöðurnar í fjölmiðlum. Viðar Hreinsson, bókmenntafræð- ingur og framkvæmdastjóri Reykjavíkur- Akademíunnar, benti einnig á að kirkjan Háskólafólk krefst frelsis Háskólafólki finnst mörgu hverju að háskólasamfélaginu sé ógnað, utan frá og innan, að frelsi þess til rannsókna og tjáningar sé skert og raunverulega gagnrýnin hugsun eigi undir högg að sækja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.