Spássían - 2010, Blaðsíða 27

Spássían - 2010, Blaðsíða 27
27 Hetjur Kári flytur Bárðarsögu fyrir áhorfendur eins ítarlega og hægt er og kemur víða við í mann- og tröllalýsingum sínum. Áhorfendur kynnast líka leikaranum Kára, eða þeirri útgáfu sem birtist á sviðinu, og væntingum fjölskyldunnar til leikarastarfsins. Kári er, eins og segir á bloggsíðu verksins, sonur nuddarans Viðars Gylfasonar og kaupkonunnar Drífu Skúla.1 Samskiptum sínum við föður sinn fléttar hann inn í sögu Bárðar, örlög Helgu Bárðardóttur og ævintýri sonarins Gests, en samband þeirra feðga, Bárðar og Gests, er ansi brokkgengt. Bárðarsaga er gamansöm ýkjusaga um samskipti trölla og manna, ævintýraferðir og kvennafar. Uppsetningin ber þessu vitni og er frjálsleg og fjörug í umgjörð sinni og stíl. Hetja sækir í sams konar brunn og verkin Mr. Skallagrímsson og Brák, sem sýnd voru á sama sviði, og er Kári mjög meðvitaður um allan væntanlega samanburð. Hann bendir þó áhorfendum kankvís á að hann noti leikmuni sem geri þetta að allt öðruvísi sýningu. Hetja er fjörug og fyndin sýning í takt við efniviðinn þótt fjörið keyri stundum fram úr hófi. Kári djöflast á sviðinu í rúman klukkutíma og segir þessi sögu frá öllum hugsanlegum hliðum með hoppum, klifri, brúðum, hundi, hárkollum og útvarpi. Hann bregður sér í óteljandi hlutverk, stundum mörg í einu, og gefur ekkert eftir. Kára tekst best upp þegar hann tekur fyrir lúða- eða lufsulega karla en kvenpersónurnar hans verða frekar einsleitar og lítið meira en skopmyndin „karl að leika konu“ með tilheyrandi drafandi rödd og dillandi mjöðm. Elsta dóttir Bárðar, Helga, stúlkan sem rak á ísjaka til Grænlands og gerðist þar frilla Skeggja nokkurs, er reyndar skemmtileg undantekning og ein áhugaverðasta persónan sem dúkkar upp í verkinu. Hún er ákveðin og stolt og saga hennar í senn gamansöm og harmræn. Kári gerði hana að lifandi persónu og hefði verið gaman að sjá jafnvel meira af henni. Meira mæðir á Gesti Bárðarsyni sem rembist við að uppfylla skyldur sínar og standast erfiðar væntingar sérlundaðs föður. Hann er bara venjulegur ungur maður að gera sitt besta og auðvelt er að afskrifa slíkar persónur sem einfaldar. Kári nær góðu sambandi við Gest og kemur örvæntingu hans vel til skila. Persónan „Leikarinn Kári“, þessi sem nöldrar í ljósamanninum og bölvar nuddaranum föður sinum, er vandasamari í meðförum og hættir til að verða gaursleg og pirrandi. En þessi innskot eru stutt því fljótlega er skipt um gír og farið út í hið kómíska, fjöruga og jafnvel innilega. Það er látið liggja milli hluta hver hin sanna hetja sýningarinnar Hetju er. Er það Bárður sem fór sínar eigin leiðir, Helga sem krafðist jöfnuðar eða Gestur sem reyndi að standast væntingar föður síns en samt fyrst og fremst bara að lifa af? Eða er það kannski leikarinn Kári sem ræðst út í svo metnaðarfullt verkefni í byrjun ferils síns? Hetjur er þær persónur sem skilja eftir sig verðugar sögur og á það við í öllum tilvikunum fjórum. Ásta Gísladóttir 1 http://einleikur.blogspot.com/ Landnámssetrið í Borgarnesi er eitt af athyglisverðustu leikhúsum landsins. Þar hafa um árabil farið fram sýningar á einleikjum sem tengjast fornbókmenntunum, við fádæma vinsældir. Um þessar mundir sýnir Kári Viðarsson verk sitt Hetju sem unnið er upp úr Bárðarsögu Snæfellsáss og leikstýrt af Víkingi Kristjánssyni. Sýningin var upphaflega sett upp á Rifi sumarið 2010. á Vesturlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.