Spássían - 2010, Blaðsíða 7
7
stjórnleg löngun
til að brjóta upp munstrið
fram áður, aðeins spilað í partíum en vakið
þar mikla lukku. „Hún sló alveg í gegn hjá
okkur en hefði ekki komið til okkar að fyrra
bragði. Það er gaman að finna svona falda
gullmola.“
Vilja auka fjölbreytnina
Þegar spurt er nánar út í pólitísku
markmiðin verður hins vegar ljóst að þau
eru enn til heitrar umræðu. „Geturðu spurt
um eitthvað annað?“ segir Adda en bætir
því við að þær verði af og til sammála. Eva
Björk tekur að sér að orða hlutina skýrt:.
„Við höfum tvö markmið. Annað er að
auka á fjölbreytileika þess sem er í boði
fyrir hinsegin fólk og þá á ég við hinsegin
fólk í öllum sínum myndum og í sem
víðustum skilningi. Þá sem vilja klæða sig
upp óhefðbundið, þá sem fara í aðgerð til
að breyta kyni sínu, þá sem vilja sofa hjá
sitt hvoru kyninu til skiptis, lesbíur og
homma og þar fram eftir götunum. Hitt
markmiðið er að skapa vettvang fyrir konur
til að koma fram með tónlist sína en þó
undir „queer“ eða „hinsegin“ formerkjum.
Og hér á ég líka við konur í sem víðustum
skilningi – til dæmis karla sem vilja brjóta
upp hefðbundna staðalímynd og teygja sig
yfir í anga kvennamengisins.“
Adda bendir á að undir niðri ólgi líka
reiði. „Eða kannski frekar pirringur og
endurtekin vonbrigði með einhæfa hinsegin
tónlistarafþreyingarsenu hér í Reykjavík
sem miðast frekar mikið við staðlaðar
hugmyndir um neyslumenningu homma.“
Hinar taka undir þetta. „Við heyrum lagið
„It‘s Raining Men“ aftur og aftur á hverri
einustu uppákomu, kannski í mismunandi
rímixútgáfu. Það eru allir orðnir þreyttir
á því en þessi menning gengur bara á
einhverri sjálfstýringu. Okkur langaði til
að búa til öðruvísi senu, meira indí og með
meiri tónlist eftir konur. Og skapa ekki bara
tónleikapláss heldur kaffihúsaandrúmsloft
þar sem við getum spilað tónlist sem við
fílum á undan tónleikunum og eftir. En það
tekur smá tíma að venja fólk á að hlusta á
eitthvað annað en „It‘s Raining Men“.“
Adda segir þær spila mikið af góðri tónlist
eftir konur, með hinsegin áherslu. Þær leika
sér líka með rómantísku, gagnkynhneigðu
ástina sem kemur fram í hefðbundinni
dægurtónlist og kynhlutverkin sem þar
koma fram. Svokallað „Húsband“ hefur
einu sinni troðið upp með lög dæmigerðra
strákahljómsveita og sýndi þar með í verki
hvernig þau lög breytast þegar stelpur fara
að syngja þau. Einnig að hægt er að finna
ógrynnin öll af hinsegin tilvísunum í lögum
Justins Timberlakes og Metallicu, svo dæmi
séu nefnd. „Þessar tilvísanir eru venjulega
faldar undir ýkt túlkaðri karlmennsku,
groddalegri rödd og testósteróni. En svo
er textinn kannski djúpur og fjallar um að
vera eins og maður er“, segir Adda.
Fyrir og eftir atriðin er meiri barstemning
og seinni DJ-inn er oft með dansvæna
tóna. Ekkert er bannað og má heyra allt
frá smellum frá tíunda áratugnum, sem
sumum finnst að ekki megi gleymast, til
sveitatónlistar með Dolly Parton og laga
Stjórnarinnar.
DJ Grýttar
Eva Björk og Eva Rún segjast einu sinni
hafa reynt að fara „hefðbundnari“ leið og
spila á lesbíuballi fyrir hinsegin daga. „Við
komum bara með okkar tónlist og héldum
aldeilis að það yrðu einhverjar glaðar
lesbíur þarna úti, eða tvíkynhneigðar, eða
trönsur, semsagt að hinsegin konur sem
yrðu á ballinu myndu kunna að meta það
að við spiluðum ekki „It‘s Raining Men“ og
„YMCA“. En kvöldið endaði næstum uppi
á slysó. Við fengum bara hnefahótanir:
„Hvernig dirfist þið að koma hingað og
vera ekki með Eurovisionlög?“ Bandillar
lesbíur hópuðust að okkur og stóðu yfir DJ-
borðinu. Það endaði með því að við hlupum
út með tölvurnar okkar og settum Bylgjuna
á. Þá róuðust þær aðeins og við náðum að
flýja.“
„Nýja nafnið þeirra er DJ Grýttar,“
skýtur Adda inn en Eva Björk lætur sig
dreyma: „Stelpur, kannski, ef kvöldin
okkar skila árangri, verum bara raunsæjar
og gefum okkur tíu ár í þetta, þá geta DJ
Grýttar mætt á ball án þess að vera grýttar.
Þá kunna kannski einhverjar að meta okkar
tónlist.“
Þær eru reyndar nokkuð sáttar við
viðtökurnar og hafa ekki verið grýttar á
tónleikakvöldunum. „Það er greinilega
markaður fyrir þetta en það hefur alltaf
verið ein ráðandi nánast þvinguð hinsegin
menning. Það eina sem er í boði hefur verið
að fara út úr einum skáp og inn í annan
og styrkja þannig aðgreininguna „við“ og
„hinir“.“
ENGA skápa
„Queer er ekki kynhneigð í okkar meðförum
heldur fremur afstaða gegn því að þú sért
annað hvort þetta eða hitt, að þú sért annað
hvort inni í skáp eða komin út úr honum“,
segir Adda. „Við teljum að kynhneigð geti
verið flæðandi. Þetta snýst þá líka um að
brjóta upp staðalímyndir um kvenleika
og karlmennsku og staðalímyndir hins
gagnkynhneigða forræðis, ef við gerumst
„Þetta gengur ekki bara út
á kynhneigð og snýst um
svo allt annað og meira en
að sofa hjá einhverjum með
ákveðna tegund kynfæra“
Ó