Spássían - 2010, Blaðsíða 34

Spássían - 2010, Blaðsíða 34
 34 Árið er 1991 og sennilega er desember. Ég er þrettán ára gamall fyrirmyndarnemandi í Borgarhólsskóla á Húsavík, kominn í íþróttafötin og á leið inn í íþróttasal því það er leikfimitími framundan. Á móti mér kemur tónlist, svo sem ekkert í frásögur færandi, stóru strákarnir voru oft með geisladiska með sér og settu í tækið í salnum en það varð samt alltaf að slökkva á henni áður en tíminn hófst. Ég var búinn að spila á gítar í að verða tvö ár og vera í hljómsveit síðan í janúar. Ég hlustaði mikið á tónlist, helst þá þungt rokk og pönk, fylgdist vel með kreðsunni en þarna heyrði ég eitthvað sem ég hafði aldrei heyrt áður. Eitthvað sem var þess virði að grennslast fyrir um. Ég fikraði mig nær einum af stóru strákunum, Konna*, sem ég vissi að væri með þetta á hreinu. „Á hvað eruð þið að hlusta?“ spurði ég. „Nýju plötuna með Nirvana, Nevermind“ svaraði hann. Tíminn var að byrja og okkur (já eða þeim, stóru strákunum) því gert að slökkva á tónlistinni. Ég fann um leið að þetta var eitthvað sem ég þurfti að kanna nánar. Ég ruslaði leikfiminni af og hljóp út í plötubúð og síðan þá hefur Nirvana verið í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér. Og mörgum öðrum. En ekki öllum. Þetta er sagan af því. Nirvana var þarna í miðjum klíðum við að endurskrifa tónlistarsöguna og allir voru með þeim í liði. En svo gerðist það sem alltaf gerist, tónlistarspekúlantarnir (sjálfskipaðir langflestir) tóku að hafa skoðanir. Ekki misskilja, auðvitað er bæði hollt og gott að sem flestir hafi skoðun og sitt sýnist hverjum, en það er eins og það sama gerist í hvert skipti sem hljómsveitir ná ákveðnum vinsældum. Besservisserarnir hlaupa til og keppast við að finna eitthvað „betra“. Því leið ekki á löngu áður en ég fór að fá athugasemdir þegar ég lét sjá mig í Nirvana-peysunni minni, yfirleitt sagðar með miklum þjósti þar sem greinilegt mátti vera að ég vissi minna en viðmælandinn. „Nirvana? Hefurðu ekki heyrt í Mudhoney? Miklu betra band.“ Eða... „Þúst, Killing Joke voru búnir að gera þetta allt saman löngu áður, Nirvana stálu meira að segja lagi** frá þeim sko...“ Eða einfaldlega... „Gítarleikarinn í Pearl Jam er miklu betri en Kurt Cobain.“ Ég, óharðnaður unglingurinn, velti því fyrir mér hvort það gæti verið að ég væri að misskilja þetta eitthvað. Fannst mér Nirvana kannski ekki svona skemmtileg hljómsveit? Mér reyndist erfitt að kyngja því. Það var sama hversu oft ég hlustaði, ég gat ekki fundið gallana sem aðrir voru svo uppteknir við að benda mér á. Síðan hef ég veitt þessu mikla eftirtekt. Vissulega er það þannig að Bylgjubolurinn hlustar á það sem fyrir hann er lagt án þess að spyrja flókinna spurninga. Það sem Heiðar Austmann spilar hlýtur bara að vera skemmtilegt. Ég tilheyri hópi fólks sem lifir og hrærist í tónlist og hef því kannski skýrari skoðun á því hvað mér finnst skemmtilegt og/eða gott. Já eða öllu heldur hvers vegna mér finnst eitthvað skemmtilegt og/eða gott. Vissulega hljómar þetta hrokafullt en þegar við skoðum þessi mál ofan í kjölinn er það ekki endilega svo. Berum í þessu samhengi saman húsagerðarlist og tónlist. Ég tel mig hafa vit á öðru en varla nema áhuga á hinu og því er það svo að mér líður vel í húsum sem eru þokkalega hlý og björt. Heitt rennandi vatn og tvöfalt gler eru hlutir sem skipta mig miklu máli og svo þykir mér mjög til bóta að hafa lyftu í háhýsum og síma/tölvutengla í sem flestum herbergjum. Meira fer ég í raun ekki fram á, meðan alvöru áhugamenn um fagið hafa eitraða skoðun á því hvort húsið fellur að umhverfinu og húsum í kring, hvort ákveðnum stílum sé fylgt og hvort hlutföll séu fagurfræðilega rétt. Þarna er ég bolurinn sem trúir því bara sem mamma mín sagði, að Guðjón Samúelsson sé fremsti húsalistamaður Íslands fyrr og síðar. En sem sagt, fólk eins og ég, tónlistarlúðarnir, við viljum ekki láta Einar Bárðar segja okkur hvað er gott. Ekki frekar en arkitektinn vill ekki láta segja sér að blokkirnar í Æsufellinu séu fallegar. Við þykjumst hafa meira vit og þess vegna skoðun á hlutunum og tilhneigingin er að leita að einhverju sem er gott og helst betra en það sem við höfum áður heyrt. Sem er gott. En mig grunar að ástæðurnar séu fleiri og margar eiga ekkert skylt við tónlist heldur spilar þar mannlegt eðli stærstu rulluna. Við viljum öll vera merkilegri en maðurinn við hliðina á okkur. „Nirvana? Hefurðu ekki heyrt í Mudhoney? Miklu betra band...“ þýðir því í rauninni: „Ég hef vitneskju um eitthvað sem þú veist ekkert um.“ „Þúst, Killing Joke voru búnir að gera þetta allt saman löngu áður, Nirvana stálu meira að segja lagi frá þeim sko...“ þýðir: „Ég var byrjaður/byrjuð að hlusta á þessa sömu tegund tónlistar löngu á undan þér.“ „Gítarleikarinn í Pearl Jam er miklu betri en Kurt Cobain...“ útleggst þá: „Ekki nóg með að ég hafi merkilegri skoðun en þú heldur er greinilegt að ég hef eytt miklu lengri tíma í að kynna mér málið.“ Þetta má sennilega heimfæra á langflestar hljómsveitir og tónlistarmenn sem hafa náð vinsældum af þessu tagi, orðið ofurstjörnur, og nægir þar að nefna (í engri sérstakri röð) Bítlana, Duran Duran, Elvis, Sálina, Metallica og Kalla Bjarna. Já Kalla Bjarna segi ég, því enda þótt hann sé ekki, og verði væntanlega aldrei, jafn vinsæll og Duran Duran náði hann ofurstjörnustatus hjá ákveðnum hópi fólks á sínum tíma og ég fullyrði að ofangreint hefur örugglega átt sér stað í afmörkuðum hópum. „Kalli Bjarni? Hefurðu heyrt Fimmhundruðkallinn taka „Við eigum samleið“?“ Málið er að þetta gerist sennilega allsstaðar og í öllum geirum tónlistar. Undirritaður er í dag talsvert innviklaður í þyngri jaðartónlist og þar er þetta viðmót sérstaklega áberandi. Sennilega er ástæðan sú að áhangendur slíkrar tónlistar eru vanir að synda á móti straumnum, og um leið og sveitir úr þessum geira ná eyrum almennings og fá að fljóta með meginstraumnum snýr fólk mjög gjarnan baki við þeim á þeim forsendum einum og sér. Vinsældirnar eru svartur blettur. Sumir ganga svo langt að vilja helst ekki hlusta „Óperuhúsið í Sidney? Hefurðu séð...?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.