Spássían - 2010, Blaðsíða 25

Spássían - 2010, Blaðsíða 25
25 Við höfum vanrækt lýðræðið. Ákvarðanir eiga að vera teknar af almenningi með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Kjarni lýðræðisins er að hver og einn hafi jafn mikið um málefni samfélagsins að segja, jafn mikil áhrif. Það er ekkert annað í stöðunni en að færa valdið, sem þjappast hefur saman á fárra hendur, til almennings. Eitt atkvæði á mann, flóknara er það ekki. Þessi regla þarf að gilda á öllum sviðum samfélagsins, í efnahagslífi jafnt sem stjórnmálum. Það þarf að lýðræðisvæða fyrirtækin. Á stjórnmálasviðinu þarf að draga úr flokksræði, til dæmis með því að innleiða slembival og persónukjör. Við eigum bara eina jörð en göngum á auðlindir hennar líkt og við ættum margar. Haldi ofnýting auðlinda áfram verða náttúruhamfarir ekki umflúnar. Eina ráðið er að krafan um hagvöxt víki fyrir sjálfbærni. Ef fagið er í krísu þurfum við á gagnrýninni stjórnunarkenningu að halda, sagði Njörður, fagmennsku í stað tæknihyggju. Við þurfum að setja hlutina í víðara samhengi, tengja fræðin við raunveruleikann og snúa okkur að kjarna málsins; eðli fagsins. Þjófóttur fræðatrúður og stærra samhengi Hin neikvæðu viðbrögð við viðleitni Njarðar til að opna umræðuna eru vitanlega til þess fallin að bæla niður gagnrýna umræðu. Hann er ekki eini fræðimaðurinn sem fundið hefur fyrir slíku viðmóti og það einskorðast ekki við fræði sem tengjast viðskiptum og efnahag né við skammir fyrir neikvæðni. Í umræðum kom fram að háskólafólk sér oft skýr tengsl milli þess að spyrja „óþægilegra“ spurninga og að missa styrki til að stunda fræðastörf. Irma benti einnig á að óttinn við pólitískt vald hefði haft áhrif á innri ákvarðanir háskólayfirvalda. Augljóst var að sú ákvörðun rektors Háskóla Íslands að veita Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor í stjórnmálafræði, ekki formlega áminningu eftir að hann hafði verið dæmdur sekur um ritstuld í ævisögu Halldórs Laxness er enn aumur blettur innan háskólasamfélagsins. Viðar Hreinsson nefndi til dæmis að „þjófóttur fræðatrúður“ léki lausum hala í Háskóla Íslands og Háskólinn í Reykjavík ræki fólk fyrir kjafthátt. Hann notaði þetta sem dæmi um að seint myndu þessar stofnanir stuðla að nýrri hugsun sem máli skipti, þótt hún geti þrifist á jaðri þeirra. Í umræðum eftir fyrirlestrana var spurt hvort ekki væri tímabært að hætta að einblína á einstök mál sem þessi og horfa frekar á stærra samhengi. Á máli annarra mátti hins vegar skilja að beinast lægi við að byrja á að hreinsa til í eigin ranni. Hér hefur aðeins verið fjallað um hluta af því sem rætt var á málþinginu, enda héldu níu fræðimenn þar erindi og fleiri létu til sín taka í umræðum. Þó má segja að upp úr standi áherslan á mikilvægi þess að líta annars vegar gagnrýnum augum inn á við, á afmörkuð atriði í nánasta umhverfi, og hins vegar að hafa hið víðara samhengi alltaf í huga, hina alþjóðlegu og samfélagslegu hlið. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur benti til dæmis á að sömu spurningar hlytu að vakna í háskólum í Grikklandi, Írlandi og víðar þar sem efnahagshrun blasti við. Æðsta skyldan að taka afstöðu Eins og Jón Ólafsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst, benti á undir lok málþingsins snýst málið ekki bara um það hvernig stofnun háskólinn sé heldur hvernig kerfi samfélagsins sé. Háskólamenn þurfi að hafa frelsi til að fara ótroðnar slóðir og geta dregið í efa eða gagnrýnt jafnvel grunnforsendur samfélagsgerðarinnar. Eitt dæmi um það væri viðleitni til að komast út úr þeirri hagrænu hugsun hámörkunarinnar sem stýrir pólitískri umræðu og leyfa sér að hugsa um samfélagið sem vistkerfi ekki síður en hagkerfi Til að umræða skapist um slík grund- vallaratriði þurfa fræðimenn hins vegar að hafa frelsi til að tjá sig og viðra skoðanir sínar án þess að innri eða ytri ritskoðun hafi þar áhrif á. Irma benti á þá kröfu franska félagsfræðingsins Pierres Bourdieus að menntamenn eigi ekki aðeins að beita sérfræðiþekkingu sinni heldur taka afstöðu óháð sérfræðisviði sínu. Þeir eigi að nota akademískt sjálfræði sitt til að tala frjálst og milliliðalaust til samfélagsins, án þess þó að leitast við að verða dægurhetjur í fjölmiðlum eða taka að sér að þjóna valdinu. Þannig væri sjálfsmyndin byggð á afskiptum af samtímanum, hvort sem það ætti við um pólitík, siðferði eða eitthvað annað. Háskólasamfélag þarf að gangast við þeirri ábyrgð sinni, sagði Irma, sem telur að það gerist þegar einstaklingurinn ákveður að taka persónulega áhættu í krafti eigin sannfæringar. Páll Skúlason tók undir þetta þegar hann benti á að fræðileg hugsun getur frestað því endalaust að komast að niðurstöðu. Fræðimenn beri hins vegar pólitíska ábyrgð. Æðsta skylda þeirra sé að standa upp og taka afstöðu sem manneskja. Reynslan hefur sýnt okkur að heimurinn breytist þegar einstaklingur ákveður að breyta samkvæmt sannfæringu sinni í stað þess að fylgja reglunum. En þá þarf að þora að standa upp og tala gegn valdinu. Auður Aðalsteinsdóttir 1 Páll Skúlason, Pælingar, Reykjavík, ERGO, 1987, 70. Vistkerfi í stað markaðar Á málþinginu var töluvert fjallað um eðli lýðræðisins sem við byggjum á og hvort hægt sé að breyta því. Kannski felst lausnin í því að hugsa um samfélagið eins og vistkerfi frekar en markað, sagði Jón Ólafsson en Guðni Elísson hafði áður bent á hugmyndir um samfléttun vistfræði og hagfræði. Í máli Guðna kom fram að út frá vistfræðilegu sjónarmiði sé hugmyndin um endalausan hagvöxt sérlega skaðleg. Hún feli í raun í sér að við göngum sífellt hraðar á náttúruauðlindir án tillits til þess hversu langan tíma tekur fyrir þær að endurnýjast. „Við erum til dæmis öll bensínfíklar“, sagði Guðni, „hvert og eitt okkar hér í salnum. Ef við lítum til þess tíma sem það tók olíubirgðir heimsins að myndast má ætla að við tæmum þetta forðabúr náttúrunnar á a.m.k. milljónföldum hraðanum sem það tók þær að myndast. Það sýnir hversu stjórnlaus og hættuleg dagleg neysla okkar er.“ Í lokin tók Jón Ólafsson upp þennan þráð aftur og bætti við að vistfræðileg áhersla krefjist þess að við stígum á bremsuna og innleiðum hugmyndina um hægfara hringrás í stað hugmyndarinnar um sífellt hraðari vöxt. Lýðræðisfélagið Alda Ljóst er að lýðræðiskerfið og leiðir til að bæta það eru mörgum ofarlega í huga þessa dagana. Sama dag og málþingið fór fram var Lýðræðisfélagið Alda stofnað, en grundvallarhugtök þess eru lýðræði og sjálfbærni. Stefnumið félagsins eru eftirfarandi: „Æðsta skyldan er að standa upp og taka afstöðu sem manneskja“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.