Spássían - 2010, Blaðsíða 40

Spássían - 2010, Blaðsíða 40
 40 Skrímsli sem alltaf er í felum rétt undir yfirborðinu en aldrei sýnilegt er aldrei hægt að kveða niður. Hryllingurinn sem það vekur með okkur nærist á áminningunni um óvissuna og stjórnleysið sem stýrir veröldinni. Það hefur þó reynst þrautin þyngri að fanga slíkan óhugnað í kvikmyndaformi. Óræður hryllingur Stilla úr kvikmyndinni The Fall of the House of Usher í leikstjórn Roger Corman. Þarna er hryllingurinn óskilgreindur, skrímslið er húsið sjálft - það er ekki hægt að henda reiður á hryllingnum, hann umlykur persónurnar og er gott dæmi um vinstri-skiptingu Carpenters Stilla úr Hammer útgáfunni af Dracula, með Christopher Lee í aðalhlutverki. Þarna er hryllingurinn auðskilgreindur, fullur af röð og reglum um hvernig á að drepa og kveða niður, sem sendir skrímslið beint til hægri Hægri, vinstri, snú Í sjónvarpsþættinum Horror Café (1990), þar sem nokkrir þekktir hryllingshöfundar ræða fag sitt yfir kvöldverði, skiptir leikstjórinn John Carpenter hryllingsmenningu niður í tvo meginflokka – hægri og vinstri.1 Hann kemur með dæmisögu um hóp fólks sem situr í kringum varðeld og hlustar á sögumann segja hryllingssögu. Hægri flokkurinn snýst um að við sem áhorfendur séum einn hópur og óvinurinn standi þar fyrir utan. Sögumaðurinn við varðeldinn bendir út í skóg og segir: „Þarna úti er skrímsli sem við hræðumst, en saman getum við sigrað það.“ Hið illa eru „hinir“, það er óvinur sem hægt er að skilgreina, ráðast gegn og yfirbuga. Dæmi um þennan flokk eru langflestar skrímslamyndir, þ. á m. Alien (1979) – skrímsli sem er hrein og bein ógn, algjör djöfull sem tætir okkur í sig miskunnarlaust. Allt mannfólk getur sameinast gegn óvininum, sama af hvaða þjóðerni og úr hvaða þjóðfélagshóp það er. Við tökum höndum saman og skjótum skrímslinu út úr skipinu. Málið leyst, ógnin dauð. Í vinstri flokknum er dæminu hins vegar snúið inn á við. Þá situr sögumaðurinn og segir: „Skrímslið er nú þegar hér í hópnum.“ Hryllingurinn er innra með okkur, það er ekkert einfalt skrímsli sem við getum bent á og skilgreint, og þá er erfiðara að glíma við ógnina. „If it bleeds we can kill it,“ sagði Arnold um andstæðing sinn í Predator (1987) á sínum tíma. En skrímslinu innra með okkur blæðir ekki. Við getum aldrei drepið það. Vinstri flokkurinn er allt öðruvísi hryllingsflokkur en sá hægri. Einfaldar skrímslamyndir geta svínvirkað, verið ógnvekjandi og ógurlegar, jafnvel mikil meistaraverk, líkt og Alien, en hryllingsverk þar sem skrímslið er óskilgreinanlegt og óljóst bera með sér allt aðra merkingu, allt öðruvísi heimsmynd. Dæmi um slíka mynd er annar geimverutryllir, The Thing (1982), þar sem skrímslið á sér ekkert eiginlegt form, getur breytt sér í hvað sem er, verið hver sem er í hópnum, og enginn veit hvernig á að útrýma því. Sjónlínur og blindir blettir Það er miklu betra að geta skilgreint, að fá skýr svör, að henda reiður á óvininum – það er friðþægjandi að hugsa um gott og illt, það einfaldar heiminn og auðveldar lífið. Við erum góð, þeir eru illir, við drepum þá áður en þeir drepa okkur. En heimurinn er ekki svo einfaldur, sama hversu heitt við þráum að trúa því. Hryllingur vinstri flokksins felst í því að uppgötva að veruleikinn er ekki kerfisbundinn og að heiminum er ekki stjórnað af röð og reglu. Glundroði og tilviljun stýra veröldinni og við gerum okkar besta til að þola það með því að búa til sögur, færa heiminn inn í frásagnarkerfi, atburðarásir og undirflokka. Við ímyndum okkur að það sé höfundur á bak við tilvist okkar, örlög, framtíð og fortíð, en af og til kemur sprunga í þessa tálsýn – við upplifum eitthvað sem minnir á að allt er hverfult og kaótískt, og það er einmitt í þessum sprungum sem ein áhugaverðasta uppspretta hryllings liggur. Í óvissunni, í stjórnleysinu, eða öllu heldur í áminningunni um óvissuna og stjórnleysið. Slavoj Žižek hefur unnið með hugmyndir Jacques Lacans úr sálgreiningunni og fært yfir í kvikmyndafræðina, hugmyndir sem minna á vinstri skilgreiningu Carpenters. Í greininni „I Hear You With My Eyes; or, The Invisible Master“ (1996) fjallar Žižek m.a. um hina mennsku þörf til að skapa merkingu úr óreiðunni, úr raunveruleikanum sem umkringir okkur, með því að skera út okkar eigin sjónlínu.2 Við sjáum það sem við viljum sjá, til að geta höndlað umheiminn án þess að tryllast frammi fyrir glundroðanum. Oftast nær heldur sjónlína okkar velli og merkingarleysan helst á sínum stað – á blinda blettinum. En þegar blindi bletturinn brýtur sér leið inn á sjónarsviðið, þá ruglast allt kerfið. Þá myndast svæði þar sem hryllingsmyndir geta grasserað. Þær tengja okkur við óreiðuna, sýna okkur hvernig heimurinn er í raun og veru, minna okkur á vefina sem umkringja okkur og hversu auðvelt það er að festast í einum þeirra. Hryllingsmyndir sem snúast um stjórnleysi, um skrímsli sem varla er hægt að sjá og aldrei hægt að kveða niður, eru allar rótaðar í vinstri flokki Carpenters . Þær brjóta upp tálsýnina og sögumaðurinn við varðeldinn tryllir okkur þegar hann segir: „Við getum ekki drepið skrímslið, það er alltaf nærri, alltaf í felum, rétt undir yfirborðinu, reiðubúið að skera sér leið í gegn og klóra okkur.“ Kvikmyndagerð Davids Lynch er gott dæmi um einmitt þetta, þar sem hefðbundin frásagnartækni er teygð og sveigð, gjarnan innan hversdagslegs samhengis. Ímynd hins fullkomna borgarveruleika, hin yfirborðslega bandaríska úthverfamenning, hefur alltaf verið áberandi í listsköpun Lynch – Twin Peaks (1990) er þar gott dæmi – og stór hluti mynda hans snýst einmitt um að sprauta þangað inn óreiðu, gera veruleikann óstöðugan, og auðvitað útskýra sem allra, allra minnst (og skilja áhorfendur eftir með lítinn, blindan blett í auganu). Myrkrahöf óendanleikans Fáir hryllingshöfundar falla þó betur að þessu hugmyndakerfi en rithöfundurinn Howard Phillips Lovecraft. Flestar þekktustu sagna hans eiga rætur að rekja til heimsmyndar þar sem mannfólk er einungis lítið brot af mun víðara samhengi, þar sem ókunnir guðir og fornar vættir ráða ríkjum. Ógurleg öfl eru á fullu að vinna á bak við tjöldin (eða þá sofandi að bíða þess að snúa aftur) og veröld mannkynsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.