Spássían - 2010, Blaðsíða 31

Spássían - 2010, Blaðsíða 31
31 Íslenskar samanburðarsýningar Á undanförnum misserum hefur borið nokkuð á „saman-burðarsýningum“ í íslenskum sýningarsölum. Skemmst er að minnast sýningar á verkum Þorvalds Skúlasonar og Sigtryggs Bjarna Sigtryggssonar undir yfirskriftinni ÁR: málverkið á tímum straumvatna, sem nýlega lauk í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, Thomsen & Thomsen í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar sem Pétur Thomsen ljósmyndari átti í samtali við ljósmyndir afa síns og nafna, og sýningarinnar Rím í Ásmundarsafni í Sigtúni en þar voru ellefu verk samtímalistamanna sýnd innan um verk Ásmundar Sveinssonar. Tveir módernistar var haldin í Hafnarborg fyrir tveimur árum en þar voru til sýnis verk eftir Sigurjón Ólafsson og Þorvald Skúlason, og á fyrri hluta árs 2007 gat að líta verk Ásgríms Jónssonar í samræðu við átta listamenn samtíðarinnar á sýningunni Að flytja fjöll í Listasafni Árnesinga. Ári fyrr efndi Þjóðminjasafnið til sýninga á ljósmyndum frá ferðalögum Þjóðverjans Alfreds Ehrhardts og Englendingsins Marks Watsons um Ísland sumarið 1938 undir yfirskriftinni Ísland. Það var Watson sem af miklum höfðingsskap færði Þjóðminjasafninu að gjöf á annað hundrað mynda eftir W.G. Collingwood – og þar stendur nú yfir samræða Einars Fals Ingólfssonar við Collingwood á sýningu sem einnig tengist ferðalögum: Sögustaðir – í fótspor W. G. Collingwoods. Þessar metnaðarfullu sýningar eru ekki venjulegar samsýningar enda er í öllum tilvikum a.m.k. einn sýnenda látinn og verk hans móta valið á þeim verkum eftir núlifandi listamenn sem einnig eru sýnd. Tvær sýninganna, Tveir módernistar og Ísland, fela hins vegar í sér síðbúið „samtal“ látinna listamanna, annars vegar í endurliti og úrvinnslu á módernisma í íslenskri listasögu, hins vegar með því að tefla saman mismunandi túlkunum á landi. „Picasso var nú bara hreint enginn kóloristi“ flaug í gegnum huga minn fyrir um níu árum þegar ég var stödd á sýningunni Matisse Picasso í Tate Modern-safninu í Lundúnum. Fram að því hafði ég ekki leitt hugann sérstaklega að færni Picassos í beitingu lita. Það blasti við í samanburði safnsins á verkum þessara tveggja risa nútímalistarinnar, eins og þeir eru stundum kallaðir, að Picasso (sem var nú enginn aukvisi í litanotkun) komst ekki með tærnar þar sem Matisse hafði hælana í litameðferð. Listræn stefnumót Samanburðarsýningar og samræða við listasöguna Á sýningunni var ekki aðeins efnt til einstakrar sjónrænnar veislu og merkilegs samtals milli verka þeirra með því að hengja þau hlið við hlið á veggi safnsins, heldur einnig dregin fram samræða listamannanna í lifanda lífi, samræða sem átti sér bæði stað í þróun verkanna og á reglulegum fundum þeirra í París. Davíð Örn Halldórsson málar á veggi í Ásmundarsafni, skúlptúrverk eftir Ásmund Sveinsson í forgrunni. Ljósmynd: greinarhöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.