Spássían - 2010, Blaðsíða 31
31
Íslenskar samanburðarsýningar
Á undanförnum misserum hefur borið nokkuð á „saman-burðarsýningum“
í íslenskum sýningarsölum. Skemmst er að minnast sýningar á verkum
Þorvalds Skúlasonar og Sigtryggs Bjarna Sigtryggssonar undir yfirskriftinni
ÁR: málverkið á tímum straumvatna, sem nýlega lauk í Listasafni Árnesinga
í Hveragerði, Thomsen & Thomsen í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar
sem Pétur Thomsen ljósmyndari átti í samtali við ljósmyndir afa síns og
nafna, og sýningarinnar Rím í Ásmundarsafni í Sigtúni en þar voru ellefu
verk samtímalistamanna sýnd innan um verk Ásmundar Sveinssonar.
Tveir módernistar var haldin í Hafnarborg fyrir tveimur árum en þar
voru til sýnis verk eftir Sigurjón Ólafsson og Þorvald Skúlason, og á fyrri
hluta árs 2007 gat að líta verk Ásgríms Jónssonar í samræðu við átta
listamenn samtíðarinnar á sýningunni Að flytja fjöll í Listasafni Árnesinga.
Ári fyrr efndi Þjóðminjasafnið til sýninga á ljósmyndum frá ferðalögum
Þjóðverjans Alfreds Ehrhardts og Englendingsins Marks Watsons um
Ísland sumarið 1938 undir yfirskriftinni Ísland. Það var Watson sem af
miklum höfðingsskap færði Þjóðminjasafninu að gjöf á annað hundrað
mynda eftir W.G. Collingwood – og þar stendur nú yfir samræða Einars
Fals Ingólfssonar við Collingwood á sýningu sem einnig tengist ferðalögum:
Sögustaðir – í fótspor W. G. Collingwoods.
Þessar metnaðarfullu sýningar eru ekki venjulegar samsýningar enda er
í öllum tilvikum a.m.k. einn sýnenda látinn og verk hans móta valið á þeim
verkum eftir núlifandi listamenn sem einnig eru sýnd. Tvær sýninganna,
Tveir módernistar og Ísland, fela hins vegar í sér síðbúið „samtal“ látinna
listamanna, annars vegar í endurliti og úrvinnslu á módernisma í íslenskri
listasögu, hins vegar með því að tefla saman mismunandi túlkunum á landi.
„Picasso var nú bara hreint enginn
kóloristi“ flaug í gegnum huga minn
fyrir um níu árum þegar ég var stödd
á sýningunni Matisse Picasso í Tate
Modern-safninu í Lundúnum. Fram
að því hafði ég ekki leitt hugann
sérstaklega að færni Picassos í
beitingu lita. Það blasti við í samanburði
safnsins á verkum þessara tveggja risa
nútímalistarinnar, eins og þeir eru
stundum kallaðir, að Picasso (sem var
nú enginn aukvisi í litanotkun) komst
ekki með tærnar þar sem Matisse hafði
hælana í litameðferð.
Listræn
stefnumót
Samanburðarsýningar og
samræða við listasöguna
Á sýningunni var ekki aðeins efnt
til einstakrar sjónrænnar veislu og
merkilegs samtals milli verka þeirra
með því að hengja þau hlið við hlið
á veggi safnsins, heldur einnig
dregin fram samræða
listamannanna í lifanda
lífi, samræða sem átti sér bæði
stað í þróun verkanna og á
reglulegum fundum þeirra í
París.
Davíð Örn Halldórsson málar á veggi í Ásmundarsafni,
skúlptúrverk eftir Ásmund Sveinsson í forgrunni.
Ljósmynd: greinarhöfundur.