Spássían - 2010, Blaðsíða 8

Spássían - 2010, Blaðsíða 8
 8 dálítið fræðilegar. Að leyfa sér að vera með kynusla án þess að vera þar af leiðandi lesbía eða hommi. Að skilja á milli hugmynda um eðli og sjálfsmynd og leika sér með kynhlutverk og kynhneigðir því það hafa allir gaman að því að stíga aðeins út fyrir rammann. Þetta gengur ekki bara út á kynhneigð og snýst um svo allt annað og meira en að sofa hjá einhverjum með ákveðna tegund kynfæra.“ Þær benda á að hinsegin pólitísk barátta hefur að miklu leyti gengið út á það að berjast fyrir því að fá að ganga inn í samfélagið eins og það er. „Við viljum ekki aðlaga okkur að samfélaginu, heldur breyta samfélaginu. Við erum ekki að biðja um umburðarlyndi heldur krefjast þess að fá að vera eins og við viljum.“ Íris orðar það þannig að hinsegin pólitísk barátta hafi stundum virst ganga út á það að berjast fyrir því að fá að vera plebbi, að fá að vera „streit“. „Stór hópur homma og lesbía er mest streit fólk sem fyrirfinnst á þessu landi og hefði gott af því að stunda smá kynusla með okkur.“ Adda ítrekar að streit í þessu samhengi merki að ganga inn í kapítalíska fjölskyldumunstrið og hinar taka undir og segjast vilja berjast gegn dýrkuninni á fjölskyldunni sem upphafi og endi alls. „Það er sífellt talað um fjölskyldurnar í landinu og fjölskyldugildi. Hvað með einstaklingana? Við erum á móti því hvernig allt miðast við upphafningu fjölskyldunnar, þeirri hugsun að þú sért ekki fullkomin nema með trúlofunarhring og sért á rangri braut ef þú átt ekki börn. Sumar okkar langar til að eignast fjölskyldur, aðrar kannski ekki, en fólk má vera alls konar.“ stefna á að breyta heiminum Í ljós hefur komið að markmið þessara tónlistarkvölda er öðrum þræði að bylta samfélaginu, hvorki meira né minna, þótt grunnt sé á húmornum og þær geti hlegið að sjálfum sér. Þær grínast með það að hvert atriði þurfi helst að breyta heiminum og að fólk þurfi að svara spurningalista þegar það mæti á svæðið. Adda flýtir sér þó að árétta að þær séu ekkert strangar. „Við þurfum ekkert að skilgreina allt í köku og leyfum fólki líka að vera með alveg ópólitísk atriði.“ Þegar viðtalið var tekið var undirbúningur að hefjast fyrir jólakvöld 9. desember. „Þetta verður jólaqueer“, upplýsa þær. „Jólin eru yndisleg og kærleiksrík og við viljum hafa jólastemningu en ekki þessa þvingandi köfnunartilfinningu sem fylgir líka stundum jólunum“, segir Adda. „Kannski verða queer piparkökuskreytingar og hugsanlega munu Lostrósir troða upp.“ Markmiðið segja þær að „queera upp“ fasta punkta eins og jólin, deitböll, páskana, árshátíðir, kvennakvöld, Þorrablót og barnaafmæli. „Samt erum við ekkert strangar á þemanu“, ítreka þær að lokum. „Það er miklu skemmtilegra að hafa þetta opið, þá komast allar hugmyndir á flug.“ Smáauglýsing Farandklúbburinn Skyndilega greip mig óstjórnleg löngun auglýsir eftir konum (í sem víðustum skilningi) til að vera með tónlistaratriði (í sem víðustum skilningi). Öll listform koma til greina, til dæmis ljóðalestur, upplestur og gjörningar, og allt fólk sem langar til að koma fram á hinsegin kvöldi. Áhugasamir sendi póst á addaingolfs@gmail.com. Prentsmiðjan GuðjónÓ hlaut umhverfisvottun fyrst árið 2000 hjá Norræna umhverfismerkinu Svaninum og getur því umhverfismerkt allar vörur sínar sem koma frá fyrirtækinu. GuðjónÓ ætti því að vera fyrsti valkostur þeirra fyrirtækja sem vilja að allir þættir rekstursins séu umhver svænir. Áratuga reynsla af Svaninum segir allt! Sími 511 1234 • w w w.gudjono.is Göngum hreint til verks! Auður Aðalsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.