Spássían - 2010, Blaðsíða 10

Spássían - 2010, Blaðsíða 10
 10 Íslenskir lesendur voru augljóslega móttækilegir, loksins þegar glæpasagan varð að viðurkenndri bókmenntagrein hér á landi. Forlögin hafa svo sannarlega tekið við sér og hafa til dæmis verið dugleg að dæla í okkur krimmum frá hinum Norðurlöndunum allan ársins hring. Íslenskir glæpasagnahöfundar leita einnig víða fanga og eru hvergi farnir að slaka á í leit sinni að bestu leiðinni til að hræða okkur og gleðja. Syndir feðranna Árni Þórarinsson. Morgunengill. JPV. 2010. Morgunengill er sjöunda bókin um blaðamanninn Einar sem leysir glæpamál samhliða því sem hann leitar að forsíðufréttum. Í þessari bók leitar Einar að morðingja póstburðarkonu og reynir að komast til botns í ráni á barni útrásarvíkings. Bækur Árna Þórarinssonar hafa þann kost sem góðar afþreyingarbókmenntir verða að hafa, að atburðarásin hefst fljótt og dregur lesandann örugglega inn í fléttuna. Eins og áður segir er um fleiri en einn glæp að ræða sem lesandinn veltir fyrir sér hvort eða hvernig tengjast alveg til enda. Aðalþræðirnir eru tveir en þeir eru skrifaðir inn í sitt hvora glæpasöguhefðina. Frásagnaraðferð barnsránsins er í ætt við bandarískar spennu- sögur þar sem spennan er byggð upp með því að lesandinn fylgir samhliða bæði fórnarlambinu og þeim sem leitar þess. Í þess háttar sögum felst spennan í því hvort glæpamennirnir náist og fórnarlambinu verði bjargað áður en harmleikurinn nær hámarki. Hér tekst Árna vel að virkja samúð lesandans nægilega til að örlög fórnarlambsins skipti hann máli, ekki síst með því að lýsa glæpnum frá sjónarhóli fórnarlambsins en ekki glæpamannsins. Þar með verður einnig ógnin óræðari og óvissan meiri. Morðið á blaðberanum á Akureyri er meira í ætt við „Hver er sá seki” („Whodunit“) glæpasöguformið. Þar felst fléttan í því að raða saman vísbendingum hægt og rólega. Framrásin í þessari fléttu var ágætlega trúverðug þó að kannski hefði verið meira spennandi að hafa fleiri persónur sem grunur gæti beinst að til skiptis áður en lausnin kom í ljós. Sagan öll tekst á við samtímann og vandamál hans eins og glæpasögur leitast gjarnan við og því eru kreppan, hrunið og útrásarvíkingarnir miðlæg atriði í frásögninni. Einnig er tekist á við klassísk vandamál í nútímasamfélagi, einmanaleika og einangrun, sambandsleysi foreldra og barna, dýrkun yfirborðsins, karlmennskuímyndina og samskipti kynjanna. Persónurnar eru yfirleitt hvorki flóknar né marglaga en sú mynd sem dregin er upp af föðurnum, útrásarvíkingnum, er þó ekki einföld. Fyrst og fremst vegna þess að lesandi kemur að þessari persónu með atburði síðustu ára á bakinu. Árni gerir myndina flóknari með því að draga fram þá staðreynd, sem í miðri fordæmingunni getur orðið mjög óþægileg, að höfuðskúrkar hrunsins eru menn með fjölskyldur sem búa í næsta nágrenni við okkur. Barnið er saklaust fórnarlamb en faðirinn er sekur. En að hve miklu leyti vegur sekt föðurins upp á móti því að hann verður líka fórnarlamb? Árni vekur athygli á því að útskúfun og félagsleg einangrun er ein versta refsing sem samfélög geta beitt og í sögunni er hún grunnforsenda þess að barnsránið getur átt sér stað. Það er þó einnig í kringum hrunið og kreppuna sem textinn, sem yfirleitt er hnökralaus og átakalítill, höktir og verður stífur og jafnvel predikunarkenndur. En til allrar hamingju er það lítill ljóður á nokkuð spennandi glæpasögu þar sem Árna tekst ágætlega að vinna með þessar tvær frásagnaraðferðir. Ásdís Sigmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.