Spássían - 2010, Blaðsíða 42

Spássían - 2010, Blaðsíða 42
 42 Á dögunum sá ég stuttmyndina Líf á Facebook eftir Maxime Luère. Myndin gerist öll inni á félagsmiðlinum fræga – strákur stofnar reikning, strákur skrifar status, hleður upp myndum, kynnist stúlku, hættir með stúlku, kynnist stúlku, hættir með stúlku, kynnist stúlku, hættir með stúlku, verður geeeeeðveikt ástfanginn af stúlku, giftist henni, þau eignast barn og svo skyndilega er hann orðinn 170 ára og deyr (og loggar sig út). Ljóð Antons Helga og Christophes Tarkos gerast þarna í millibilsástandinu eftir barneignir en fyrir dauða. Þegar ljóðmælendur hafa uppfyllt náttúrulega skyldu sína við heiminn – uppfyllt drauminn um klisjuna, fjölgað sér – og bíða þess eins að deyja. Þeir hafa glatað markmiðinu, með því að þjónusta líffræðilegar kenningar um tilgang, og lulla áfram í taugaveikluðum, grautarlegum hægagangi. Hver status er svipaður þeim á undan: Tilraun til þess að gæða merkingarlaust líf nýrri merkingu. Ljóðmælandafjöldinn dæsir. Andvarpar. Æpir. Angistin er fullkomin. Þú vilt ekki deyja, en þú veist að þú ert dauður strax við getnað. I Svo leyfir þetta helvíti sér að ríða mér á stofugólfinu. (Anton, 42) Þegar ég var átján ára ætlaði ég að verða Anton Helgi Jónsson. Ég vissi reyndar ekki að hann ynni á auglýsingastofu. Ég hélt hann væri ljóðskáld. Hélt að menn ynnu bara við það. En það er svona. Ég segi ykkur þetta svo þið gerið ykkur grein fyrir því að ég er ekki hlutlaus. Ég er að upplýsa ykkur um eitthvað. Afstaða mín er fyrirfram jákvæð. Þetta er ekki krítík, þetta eru húrrahróp. Tæplega hálfa ævi mína hef ég tilbeðið ljóðskáldið Anton Helga. Og ég er ekkert að fara að hætta því. Ekki einu sinni þótt ykkur finnist það eitthvað óþægilegt. Ég skil reyndar ekki hvað þetta kemur ykkur við. II Eðlilegur hvítur, uppréttur maður. Hann stendur alveg eðlilega. Hann hefur það fínt. Það er verið að ríða honum í rassgatið. Hann var undir það búinn. Hann stendur uppréttur. Hann er kominn yfir fertugt og rasskinnar hans eru ekkert alltof fallegar. Venjulegur nakinn maður með buxur úr fínu efni, jakka, skyrtu, bindi, flottur. (Tarkos, 14) Ég veit ekkert um þennan Frakka, Christophe Tarkos, nema að hann (líkt og Anton Helgi) keyrir á ágengum persónufornöfnum – oftast fyrstu persónu, eintölu – og beinni ræðu. Í eftirmála bókarinnar Ég greiði mér (Jag kammar mig, í sænskri þýðingu Kristoffers Leandoer) segir þýðandinn (eða túlkurinn, ef við beinþýðum úr sænsku) að Christophe Tarkos vilji helst ekki gefa upp fæðingarár sitt og hafi tekið að skrifa sig C. Tarkos til þess að forðast kynslóðavísbendingar nafnsins. Hann vilji ekki að neinn viti neitt um sig. Komist að neinu um sig. Hann, sem hamrar á þessu þunga persónufornafni, ég, vill ekki að ókunnugir kannist við hann. Leandoer gefur reyndar upp fæðingarár hans í eftirmála, en ég ætla að halda því fyrir sjálfan mig og reyna að gleyma því. Það er okkur öllum fyrir bestu. Við skulum ekki gúggla honum. Það skiptir engu máli hvenær maður er fæddur. III Margir strákar skemma hann á sér með vitlausu fikti; þegar þeir hitta stelpur þá verða þær ekki hrifnar. Þú ættir ekki að drekka kók. Það fer illa með eistun. (Anton, 46) „Ég held raunar að hann sé stórskáld, og þið megið trúa því að þau eru sjaldséð“1 segi ég og hef eftir Jóni Kalmani um Hannes Pétursson – (ég get ekki hætt! getur enginn stöðvað mig?) – og treð mér þannig óboðinn inn í hefð sem krefst þess að yngri reðurberinn dásami eldri reðurberann; taki þannig við reðrinum, hrifsi til sín feitan böllinn sem borist hefur niður aldirnar frá Hómer í gegnum Sapfó og Einar Ben. Jón þurfti reyndar bara að bíða í þrettán ár eftir nýrri ljóðabók frá Hannesi – ég hef mátt þola nítján ára eyðimerkurgöngu (ef frá er talinn eilítill vatnsdreitill í limrusafni fyrir fjórum árum, sem hélt í mér lífinu). Ég vissi ekki einu sinni að ég væri að bíða eftir Tarkos. Það eru komin þrjátíuogtvö ár sem ég vissi það ekki. Við erum svo fáránlega hómóerótískir hér í sæðispollinum – ég biðst velvirðingar – en það er kannski líka bara ágætt. Við meinum vel. Nú er ég sannkallaður reður og aðrir svo gott sem dauðir. IV Maður getur ekki verið óhamingjusamur, maður er hamingjusamur, þegar maður er óhamingjusamur þá borðar maður ekki, þegar maður borðar ekki horast maður upp og þegar maður horast upp deyr maður, maður er dauður, maður er ekki óhamingjusamur […] (Tarkos, 32) Ég greiði mér er gefin út af sænska forlaginu Pequod, sem er mikið fyrirmyndar forlag – það sérhæfir sig í þýddri Á meðan við bíðum dauðans Um bækurnar Ljóð á ættarmóti eftir Anton Helga Jónsson og Ég greiði mér eftir Christophe Tarkos Fororð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.