Spássían - 2010, Blaðsíða 32

Spássían - 2010, Blaðsíða 32
 32 Samtal Þorvalds Skúlasonar og Sigtryggs Bjarna Sigtryggssonar í Listasafni Árnesinga. Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson. Í fyrrnefnda tilvikinu eru það módernísk viðhorf og einurð í vinnubrögðum beggja listamannanna – og auðvitað sameiginlegir sjónrænir þættir verkanna – sem gefa tilefni til samanburðar, og í því síðara er það viðfangsefnið (Ísland) og miðillinn (ljósmyndin). Ljósmyndir Watsons og Erhardts – annars vegar natúralískar staðarlýsingar með rómantísku ívafi, hins vegar formsterkar myndheildir sem leika á mörkum hins óhlutbundna – eru svo ólíkar að það felst viss ögrun í samanburðinum, sem áhugavert er að velta fyrir sér í samhengi íslenskrar landslagsljósmyndunar og landslagslistar. Markviss samanburður, hvort sem um er að ræða tvo látna listamenn eða verk genginna listamanna við hlið verka núlifandi fólks, felur ávallt í sér samræðu og endurmat á listasögunni. Slíkt endurmat á arfleifðinni, og þá gjarnan í samhengi íslensks módernisma, hefur verið áberandi undanfarið. Framangreindar sýningar eru dæmi um gróskuna í slíku sýningarhaldi, því það sem hefur einkennt þær eru óvenjuleg og fersk sjónarhorn. Samanburður er raunar analýtísk tækni sem sundurgreinir og varpar ljósi á eiginleika verka, hvernig ákveðnir þættir eru líkir eða ólíkir. Og með samanburði má laða fram nýja merkingarþætti verka. Vel til fundið samspil getur því leitt ýmislegt áhugavert og óvænt í ljós, ekki aðeins hvað snertir viðkomandi listamenn, heldur einnig í stærra listsögulegu samhengi. Túlkun í málverki eða ljósmynd Í bókinni Cézanne: Landscape into Art, fjallar Pavel Machotka um togstreitu milli ljósmyndaðs og málaðs landlags með því að gera samanburð á málverki eftir Paul Cézanne af fjallinu Mont Sainte-Victoire (1902-06) og ljósmynd af sama myndefni, tekinni af John Rewald á 4. áratug síðustu aldar. Ljósmyndin var tekin frá sambærilegu sjónarhorni og sést í málverkinu og á sama tíma dags og á sömu árstíð. Niðurstaða rannsóknarinnar varpar ljósi á þróun módernismans, en að mati Matchotka nær ljósmyndin ekki að skrásetja hina flóknu reynslu sem samband Cézanne við fjallið felur í sér. Reynslu sem Cézanne myndgerir í kviku, dýnamísku samspili litaflata.1 Malcolm Andrews ræðir þetta nánar í Landscape and Western Art og bendir á að Machotka leiði í ljós að skilningur Cézanne á náttúrunni – sem byggir á nákvæmri athugun á návígi við náttúruna – hafi í för með sér fráhvarf frá raunsæislegri túlkun og leiði til óhlutbundinnar túlkunar, eða meiri myndrænnar afstraksjónar. Samanburðurinn sýni fram á að með staðfræðilegri ljósmynd sé ekki unnt að skrá hið huglæga samband listamanns við náttúruna og að hún miðli ekki tilfinningu fyrir náttúrunni sem lifandi ferli.2 Spenna milli hins frysta augnabliks ljósmyndarinnar og flöktandi virkni mannsaugans varð kveikjan að ljósmyndaverkum breska listamannsins Davids Hockneys á 9. áratugnum. Hvert verk er samsett af mörgum ljósmyndum í tilraun til að endurspegla mannlega skynjun með því að sýna hlutina frá mörgum sjónarhornum í senn, og ekki sem eitt augnablik heldur ferli sem gerist í tíma.3 Þarna má jafnframt koma auga á skemmtilega úrvinnslu á módernisma í samtímanum. Á sýningunni Sögustaðir – í fótspor W. G. Collingwoods má einnig bera saman málaðar landslagsmyndir Collingwoods og ljósmyndir Einars Fals. Myndir Collingwoods voru raunar í anda þeirrar akademísku landslagshefðar sem Cézanne vildi slíta sig frá og að sumu leyti endurnýja, og verk Einars Fals eru mótuð af viðhorfum í samtímamyndlist. Á milli þeirra er meira en öld, en báðir sækjast eftir ákveðnu jafnvægi myndheildarinnar. Flestar ljósmyndirnar eru teknar frá svipuðu sjónarhorni og ríkir í vatnslitamyndum (og einnig teikningum og ljósmyndum) Collingwoods sem gerir það að verkum að myndbygging þeirra mótast að einhverju leyti af hefðbundnum myndrænum stöðlum 19. aldar verkanna. Samanburðurinn minnir að því leyti á tengsl hins myndræna (the picturesque), ferðalaga og ljósmyndahefðarinnar. Raunsæislegar ljósmyndirnar varpa jafnframt ljósi á hvernig Collingwood hagræðir veruleikanum til að láta hann falla að myndrænum sniðum. Þau lúta m.a. að dökkum forgrunni, ljósara sviði fyrir miðju og hæfilega máðum fjöllum í bakgrunni, og gjarnan „vængjum“ í formi ávalra hæða eða fjalla út við myndjaðrana – og stundum ýkir hann stærð fjalla. Stefnumót Einars Fals við Collingwood varpar á margan hátt ljósi á mótandi þætti (landslags)sýnar og myndsköpunar, svo sem hefðir og áhugasvið. Hvort sem um er að ræða rómantíska innlifun á borð við þá sem gerir myndir Collingwoods jafn einstakar og raun ber vitni, eða íhugun og lunknar athugasemdir um tengsl mannsins við umhverfi og tiltekna staði, myndir og tíma, frá sjónarhorni samtímans, í tilviki Einars Fals. Endurnýjandi endurlit Þær breytingar á ásýnd landsins sem sjást í samtali 19. og 21. aldar á Sögustaðir – í fótspor W. G. Collingwoods, sem m.a. stafa af mannavöldum og tengjast heimildagildi skrásetningarinnar, eiga sér vissa hliðstæðu í samtali tveggja ljósmyndara, afa og sonarsonar á sýningunni Thomsen & Thomsen. Verk beggja fjalla um umhverfi mannsins, umhverfi sem hann hefur mótað á einhvern hátt: Borg tekur á sig mynd við byggingarframkvæmdir, fólk skapar sér daglegt heimilisumhverfi og athafnasemi mannanna setur mark sitt á landið. Á sýningunni öðlast heimildaljósmyndun Péturs eldri nýtt líf í samhengi hugmyndalegra áherslna og fagurfræði í myndverkum Péturs yngri. Heimildagildi fyrrnefndu verkanna gefur sýningunni sögulega vídd sem í samspili við nýrri verkin spannar hátt í 60 ár og vekur áleitnar hugrenningar um íslenskt þjóðlíf. Verk myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar eru vissulega börn síns tíma – það sást vel þegar verkum eftir 11 samtímalistamenn var stillt upp innan um verk hans í Ásmundarsafni á sýningunni Rím. En eins og yfirskriftin gefur til kynna, þá hafa verkin vissa hugmyndalega og sjónræna eða jafnvel formræna samsvörun þótt forsendur séu ólíkar. Módernískar áherslur Ásmundar á „Þessi samanburður var sérlega vel heppnaður; þarna varð til einhvers konar symbíósa þar sem verk beggja listamannanna nærðust hvert á öðru um leið og þau stóðu fyllilega fyrir sínu“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.