Spássían - 2010, Page 47

Spássían - 2010, Page 47
47 Í Bók fyrir forvitnar stelpur! fjalla systurnar Kristín og Þóra Tómasdætur í ellefu köflum um allt milli himins og jarðar – sjálfrækt, kynhneigð, tattú, sparnað, vini, skóla, áfengi og ýmislegt fleira. Allt er þetta eitthvað sem allar stelpur, og örugglega margir strákar, hafa áhuga á að vita og fræðast um. Stelpur hafa áhuga á strákum, fötum, útliti og förðun og þessu öllu eru gerð góð skil í bókinni. Þær eru líka forvitnar um kynlíf, getnaðarvarnir, sjálfsfróun, tóbak og áfengi og um þetta er líka fjallað á hispurslausan og fræðandi hátt. Þetta eru málefni sem krakkar og unglingar eru oft feimnir að tala um við foreldra eða annað fullorðið fólk. Í bók Kristínar og Þóru er ekki að finna neina feimni eða tepruskap en þær eru meðvitaðar um hversu viðkvæm þessi málefni geta oft verið og tekst að fjalla um þau án þess að tala niður til ungra lesenda. Þessi viðfangsefni eru þau sömu og gjarnan er fjallað um í unglingatímaritum og á vefsíðum og raunar sömu viðfangsefni og oft er að finna í unglingabókum. Systurnar stoppa hinsvegar ekki þarna, enda vita þær að stelpur eru forvitnar um margt fleira en það sem hér hefur verið upp talið. Í bókinni er að t.d. að finna kafla um áhugamál, vini, fjölskyldu og ofbeldi auk þess sem aftast er að finna upplýsingar sem fengnar eru frá umboðsmanni barna um réttindi ungmenna. Þó svo að stúlkur vilji t.d. vita hvernig og hvort eigi að raka píkusvæðið og hvernig eigi að farða sig vilja þær líka vita hvernig maður á að haga sér þegar einhver nákominn manni hefur misst ættingja sinn, hvernig maður eignast nýja vini, hvernig á að taka á einelti og hvað sifjaspell er – svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er vegleg bók, heilar 328 síður, enda margt undir og ýmislegt sem stelpur eru forvitnar um. Kápa bókarinnar er mjög falleg og umbrotið sömuleiðis en ég saknaði þess þó að engar myndir eru í bókinni til að brjóta ansi massífan textann svolítið upp. Skýringarmyndir, til dæmis í kaflanum sem fjallar um kynlíf, hefðu oft getað sagt meira en mörg orð. Bókin veitir ekki tæmandi upplýsingar um hvert og eitt málefni, enda varla ætlunin í svona yfirlitsriti, en í lok hvers kafla er listi þar sem hægt er að finna nánari upplýsingar um viðfangsefnið. Á stöku stað hefði mátt þjappa textanum betur saman og hann mætti flæða betur en þetta er ekki það sem skiptir mestu máli. Það sem máli skiptir er að bók Kristínar og Þóru er ánægjuleg og þörf viðbót við allar þær bækur, tímarit og vefsíður sem markaðssettar eru með stúlkur í huga. Helga Birgisdóttir Allt um íslenska samtímahöfunda · greinar um verk höfunda · pistlar frá höfundum · verðlaun og viðurkenningar · ritaskrár Sími 411 6100 borgarbokasafn.is Borgarbókasafn um alla borg Fréttir úr bókmenntalínu og margt eira Lestu um nýju bækurnar á og allt þar á milli Tattú, sjálfsrækt, sparnaður, heilsa Kristín og Þóra Tómasdætur. Bók fyrir forvitnar stelpur! Veröld. 2010.

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.