Spássían - 2010, Blaðsíða 38

Spássían - 2010, Blaðsíða 38
 38 hreyfingarnar og látbragðið. Hinu talaða/sungna orði var þannig ýtt út úr danssköpuninni en sjónræn umgjörð dansins, byggð á myndlist og hönnun, skipaði áfram veglegan sess og það hvarflaði heldur ekki að nokkrum manni að dansa án tónlistar. Þessi samblanda listformanna, dansins, hönnunar, myndlistar og tónlistar var umgjörð meistaraverka 19. aldar eins og Giselle, Svanavatnsins og Þyrnirósar og er í raun algeng blanda í mörgum verkum enn í dag. Samstarf þeirra styrktist síðan enn, innan ballettsins þegar 20. öldin gekk í garð og eru sýningar Ballet Russes besta dæmið. Samkvæmt hugmyndum Serges Diaghilevs, stjórnanda flokksins, voru myndlistin, hönnunin og tónlistin ekki aðeins sjálfsögð umgjörð dansins heldur sjálfstæð listform. Í samvinnu við dansinn sköpuðu þau listviðburð sem var eitthvað annað og meira en bara dansverk. Diaghilev lagði áherslu á að fylgja nýjustu straumum innan listgreinanna allra og fékk fólk á borð við Beonis, Picasso, Cocteau, Miro og Matisse til að gera sviðsmynd og leiktjöld, Leon Bakst og Coco Chanel til að gera búninga og Stravinsky, Satie, Prokofiev, Auric og Paulanc til að semja tónlist. Á tímabili var áherslan á myndlistina og hönnunina slík að ytri umgjörð verkanna bar dansinn ofurliði. Búningarnir urðu til dæmis sjálfstæð listaverk og hlutverk dansaranna aðeins það að ljá þeim hreyfingu. Ekki voru allir danshöfundar og dansarar sáttir við þessa þróun og settu spurningarmerki við mikilvægi myndrænnar umgjarðar við sköpun dansverka. Rétt eins og danshöfundar 18. aldar ýttu töluðu máli út úr danssköpuninni þótti ástæða til að ýta til hliðar myndlist og hönnun. George Balanchine, sem hóf feril sinn hjá Ballet Russes, var skýrt dæmi um þessar hugmyndir. Hann dró smám saman úr vægi búninga og sviðsmyndar í verkum sínum þannig að hreyfingar dansaranna fengju að njóta sín án truflunar frá öðrum sjónrænum þáttum á sviðinu. Hann lagði áherslu á tæknilega færni dansaranna og fegurðina sem bjó í dansinum sjálfum. Hann hélt aftur móti fast í tengslin við tónlistina og notaði hana sem uppsprettu sköpunarinnar. Í módern dansi, sem fæðst hafði í byrjun 20. aldarinnar og náði að skapa sér sess sem nýtt listdansform samhliða ballettinum á millistríðsárunum, var einnig lögð áhersla á mannlega hreyfingu sem grunnþátt dansverka. Hver danslistamaður skyldi finna sína persónubundnu leið til líkamlegrar tjáningar og var látbragðið þar með látið lönd og leið. Myndlistin og hönnunin þurftu að láta undan síga í baráttunni um athygli í dansverkum þó að þær hyrfu aldrei alveg. Isadora Duncan dansaði til dæmis í lausum kyrtli í grískum stíl og með blá tjöld í grunninn. Þegar hér var komið mátti jafnvel tónlistin fara að vara sig. Í Þýskalandi gerðu bæði Laban og Wigman tilraunir með danssköpun án tónlistar. Þau leituðu að hrynjandi hreyfinganna sjálfra og dönsuðu stundum í þögn. Í sköpun margra módern dansara var tónlistin við dansverkin gerð eftir á til að hreyfingin lyti eigin lögmálum og hlutverk tónlistarinar væri að styðja en ekki stýra danssköpuninni. Eftir miðja 20. öld var skrefið í að gera dansinn að sjálfstæðu listformi tekið til fulls. Póstmódern kynslóðin svokallaða lagði til að takmarka ætti danssköpun við grundvallaratriði dansins, hreyfinguna, og skilgreindi dansverk sem hreyfingu í sýningarrými. Póstmódernískir danshöfundar gagnrýndu eldri dansstíla fyrir notkun á ofurtækni, persónusköpun, tjáningu, frásögn og sjónrænni umgjörð eins og búningum og sviðsmynd og gerðu þannig hlutverk annarra listforma í danssköpun að engu. Þeir héldu því reyndar einnig fram að ekki þyrfti fagurfræðilegar hreyfingar til að gera dansverk. Allar hreyfingar, hversu hversdagslegar sem þær voru, væru nothæfar í danssköpun; sem og kyrrstaða. Naumhyggjan átti þó ekki langa lífdaga. Áhorfendur langaði að sjá eitthvað meira en hversdagslegar athafnir í hversdagslegu rými og dansarana þyrsti í að nýta hæfileika sína og menntun. En þegar búið er að hreinsa allt út úr herbergi skapast rými til að raða inn aftur á nýjan hátt og jafnvel endurnýja eitthvað af mublunum. Tilraunir póstmódern kynslóðarinnar opnuðu því fyrir nýjum möguleikum í danssköpun og endurskilgreiningu á eðli dansins sem og tenslum hans við aðrar listgreinar. Eftir hreinsunina miklu bankaði leiklistin aftur á dyr dansheimsins. Næsta kynslóð danshöfunda sótti aftur í tjáningu og leikræna nálgun þar sem persónusköpun var í hávegum höfð. Dansverkin voru þó ekki endilega byggð upp á frásögn settri fram í tímaröð heldur samsafni atriða sem áhorfandinn þurfti sjálfur að setja saman í merkingarbæra heild. Margir gengu svo langt í notkun leikhústækni í dansuppfærslum að skilin milli listformanna brustu og úr urðu nýir stílar eins og líkamlegt leikhús („physical theatre“) og dansleikhús („dance theatre“). Sjálfsmynd sumra danshöfunda breyttist einnig að því leyti að þeir vildu kalla sig leikhúslistamenn frekar en danshöfunda. Tilraunir með samstarf dans- og leikhúsformsins voru þó ekki alveg nýjar af nálinni því strax í upphafi 20. aldar lagði Laban á það áherslu að dansinn væri leikhúslist og skoða skyldi tengsl dans, tónlistar og leiklistar út frá þeirri hugmynd að orð, hljóð og hreyfing væru þrenning jafnvægra þátta. Vangaveltur Labans snérust því annars vegar um að fá dansinn, í hans tilviki módern dansinn, viðurkenndan sem leikhúslistform og hins vegar að dansinn ætti sér sjálfstæða tilveru innan leikhússins. Kurt Jooss, lærisveinn Labans, hélt þessum hugmyndum hans á lofti og lagði áherslu á Úr verki Steinunnar Ketilsdóttir Superhero sem einnig var sýnt á Reykjavík dansfestival 2009 ©Bryndis Frid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.