Spássían - 2010, Blaðsíða 52

Spássían - 2010, Blaðsíða 52
 52 kom til sögunnar og sífellt fleiri listamenn fengu áhuga á tölvum og tileinkuðu sér forritunarmál. Þessir listamenn litu á hugbúnaðinn sem miðil og sáu fyrir sér að þekking á forritun myndi skapa þeim aukið svigrúm til sjálfstæðrar listsköpunar. Þannig kæmust þeir hjá því að nota tilbúinn hugbúnað sem gefur tóninn fyrir fagurfræði verksins. Það ætti því ekki að koma á óvart að opinn hugbúnaður og forritunarmál urðu snemma vinsæl meðal listamanna sem kenndu sig við miðla. Hugbúnaðurinn var í hugum þeirra hinn nýi miðill. Lab-ið og hátíðarnar Undir lok síðustu aldar þegar stór hluti hins vestræna heims var orðinn nettengdur voru nýmiðlar á allra vörum. Listamenn sem vildu vinna með nýmiðlana hópuðu sig saman og um Vesturlönd fór æði sem kenna má við „media lab“ eða miðlastofur. Miðlastofan eða „labið“ var oftar en ekki stofnað af frjálsum félagasamtökum sem sóttu um styrki til að reka starfsaðstöðu fyrir listamenn sem höfðu áhuga á að tileinka sér hina nýju miðla. Menntastofnanir sem höfðu innan sinna vébanda frumkvöðla á sviði miðlalista tóku einnig við sér og gamlar vídeó- og raflistadeildir breyttust í nýmiðladeildir með tilheyrandi rannsóknarstofum. Með tilkomu netsins varð auðveldara fyrir listamenn en áður að mynda þverþjóðleg tengslanet og skiptast á upplýsingum. Þörfin fyrir að sýna sig og sjá aðra var þó ekki langt undan og þar sem listheimurinn með söfnum sínum og galleríum lét sér fátt um finnast fyrst í stað spruttu upp hátíðir víðsvegar um Evrópu. Þær voru vettvangur listamannanna til að hittast, sýna verk sín og ræða þau. Sumar þessara hátíða lifðu í skamman tíma en aðrar hafa vaxið og dafnað. Ein elsta hátíðin í Evrópu sem enn er starfandi, Ars Electronica í Linz, var stofnuð árið 1979 og var lengi vel helsti samkomustaður frumkvöðla á þessu sviði í álfunni. Um miðjan níunda áratuginn var síðan sett á laggirnar í Hollandi hátíð sem ekki er bundin við ákveðið land en hefur þeim mun meira vægi þegar kemur að því að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í grasrótinni. Hér er verið að vísa í I.S.E.A.- International Society for Electronic Arts - sem í sumar var haldin í Ruhr héraði í Þýskalandi og sló þar öll met í þátttöku. Stafræna byltingin Fyrirmynd media labsins er að finna hjá M.I.T. háskólanum í Bandaríkjunum sem lengi hafði rekið slíkt lab en þegar leið undir lok síðustu aldar var orðið ljóst að aðrir þurftu að bregðast við breyttum áherslum. Listaháskólar beggja vegna Atlantshafsins sáu sína sæng upp reidda og stofnuðu hver á fætur öðrum sérstakar nýmiðlalistadeildir sem flestar hafa í dag glatað forskeytinu „ný“. En í hverju var nýjungin fólgin? Í stuttu máli var það stafræna tæknin sem skilgreindi nýjungina og aðgreindi nýju rafrænu miðlana frá þeim gömlu sem voru hliðrænir. Nú er ekki lengur hægt að segja að stafræna tæknin tilheyri aðeins nýju miðlunum þar sem hún hefur tekið yfir gömlu miðlana allt frá ljósmyndum til kvikmynda, vídeós, tónlistar og hljóðs. Stafræna tæknin telst nú, í lok fyrsta áratugar 21. aldarinnar, ekki lengur ný. Hún litar allt okkar umhverfi, ekki aðeins tölvuna og farsímann heldur einnig sjónvarpið, viðskiptin, ferðalögin, heimilistækin, landbúnaðinn, fiskveiðarnar og sjúkrahúsin. Um aldamótin, á meðan ennþá var nýjabrum af stafrænu tækninni í heimi listanna, slógu þeir sem fylgdust með um sig með umræðu um nýjar listgreinar sem byggðu á möguleikum hennar ásamt hugtökum sem fæstir í listheiminum höfðu heyrt um áður. Netlist varð sérstakt fyrirbæri, á meðan gagnvirkar innsetningar, sýndarveruleiki og fjarnávist voru hluti af orðaforða þeirra er fengust við stærri og dýrari verkefni. Leikjafræði, sjónrænir gagnabankar, samskynjun, rafsegulbylgjur og gervigreind urðu einnig hluti af orðræðunni sem skilgreindi hinar fjölmörgu birtingarmyndir nýmiðlalistanna. Önnur listasaga Í byrjun 21. aldar voru fartölvur og nettengingar jafn sjálfsagður hluti af lífinu og ljósastaurar. Þessi tækni varð ósýnilegur hluti hins daglega lífs líkt og einkabíllinn og síminn, en um leið ómissandi. Á sama tíma og nýmiðlarnir urðu hversdagslegir og forskeytið „ný“ datt af þeim fór að koma í ljós sístækkandi samfélag fræðimanna sem gerði miðlalistir og menningu þeirra að viðfangsefni. Gagnrýnendur og fræðimenn sem höfðu fylgst með þróuninni og tekið þátt í henni höfðu áttað sig á að þrátt fyrir aukna útbreiðslu og almenna notkun nýmiðlanna var eins og gagnrýnin umfjöllun um listaverk unnin í þessa miðla passaði ekki inn í hefðbundnar aðferðir listasögunnar. Þeir fóru því að endurskoða þær áherslur sem verið höfðu við lýði í listfræðunum og leita nýrra aðferða við að skoða og skilja samband lista, tækni og vísinda. Í fyrstu var þetta gert til að setja ný verk sem þóttu framandi og ólistræn í sögulegt samhengi. Það var talið nauðsynlegt til að afla þeim viðurkenningar innan listheimsins. Til að geta sýnt fram á að miðlalistin ætti sér forfeður var farin sú leið að endurmeta rannsóknaraðferðir listfræðinnar. Þetta endurmat átti sér fyrirmyndir í skrifum manna á borð við Walter Benjamin og Marshall McLuhan. Hún leitaði í átt að þverfaglegri nálgun þar sem saman voru skoðuð saga lista, tækni, vísinda og iðnaðar. Við þetta varð til endurmat á listasögu fortíðarinnar og hún tengd við sögu tækni og miðla. Farið var að skrifa inn í hana frásagnir af tilraunum sem áður var talið að ættu ekki þar heima. Þannig var ekki hægt að tala um sýndarveruleika án þess að þekkja til vinsælda panorama málverkanna á 19. öld, ekki hægt að tala um samskynjun og samruna mynda og tóna án þess að þekkja sögu Clavilux eftir Thomas Wilfred og Piano-Optophonic eftir Vladimir Barranoff-Rossiné eða tilraunakvikmyndir Hans Richters og Lens Lyes. Hugmyndir Richards Wagners um heildarlistaverkið voru endurvaktar og tengdar margmiðlunartækninni og nauðsynlegt þótti að þekkja sögu Turing- vélarinnar og kenningar Vannevar Bush. Viðmiðin voru ekki lengur málverk Picassos og Matisse heldur List hljóðsins eftir Luigi Russolo, Minnismerki Vladimirs Tatlins, Símamálverk og Light Space-Modulator eftir Lazslo Moholy- Nagy og hvíta stefnuyfirlýsingin hans Lucios Fontanas. Marcel Duchamp, sem oftast er vísað til sem forföður harðkjarna konseptlistar, stóð þó af sér þessa endurskoðun enda mat sumra að beint samband sé á milli konseptlistar og kerfisfræðanna sem tengjast tölvutækni. En nú var það ekki lengur klósettskálin Shaw: Hér stígur áhorfandinn á þrekhjól og byrjar að hjóla en við það fer myndin á tjaldinu á hreyfingu og hann getur hjólað eftir götum Manhattan, Amsterdam eða Karlsruhe að eigin vali. Borgirnar eru gerðar eftir götukortum en meðfram götunum eru stafir sem mynda orð og setningar. Fujihata: Stafrænni myndabók er varpað á borð. Áhorfandinn getur flettir bókinni með penna sem líka má nota til að hreyfa myndirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.