Spássían - 2010, Blaðsíða 53
53
sem horft var til, heldur framsetning
hreyfingarinnar í kúbíska málverkinu
Nakinn maður á leið niður stiga,
raunverulegar hreyfingar Rotorelief
verkanna og skákborðið sem viðmót.
Sé litið til sjöunda áratugarins voru það
ekki lengur Andy Warhol, Donald Judd
og Joseph Kosuth sem voru til umræðu
heldur Völvan eftir Robert Rauschenberg,
Níu kvöld E.A.T. samtakanna í New York
og sýning Jasiu Reichardts, Cybernetics
Serendipity, í London.
Óbein áhrif og sérstaða
Nýmiðlalistin eignaðist fljótt sínar eigin
kanónur. Mikilvægan þátt í að skapa þær
áttu Þjóðverjar, sem fyrstir þjóða í Evrópu
settu á stofn sérstakt miðlalistasafn,
Zentrum für Kunst und Medienteknologie,
eða ZKM, sem opnaði í Karlsruhe árið
1997. Því er nú stjórnað af Peter Weibel
fyrrum samstarfsmanni Vasulka hjónanna
við miðlalistadeild Buffalo háskólans
í New York fylki. Weibel, sem áður var
listrænn stjórnandi Ars Electronica,
hefur sett upp hverja stórsýninguna á
fætur annarri síðasta áratuginn í ZKM og
þannig tekið þátt í að rita sögu miðlalista.
Safnið á einnig verk frá níunda og tíunda
áratugnum sem minnst er á í öllum
uppflettiritum er gefin hafa verið út á
undanförnum árum um sögu þessara lista.
Þar á meðal eru gagnvirkar innsetningar
á borð við Handan við síðurnar eftir
Masaki Fujihata, Andlitsmynd nr. 1 eftir
Luc Courschesne, Lesanlegar borgir
eftir Jeffrey Shaw og Gagnvirk spretta
eftir Christu Sommerer og Laurent
Mignonneau.
Hver er þá staða miðlalista í
dag? Miðlarnir eru orðnir hluti af
meginstraumnum en ekki er þar með sagt
að orðið hafi endanlegur samruni milli
hans og miðlalistheimsins. Þetta kom vel
fram í pallborðsumræðum sem bandaríski
listfræðingurinn Edward Shanken efndi til
á Art Basel kaupstefnunni í sumar, en þar
ræddust við þeir Peter Weibel og Nicolas
Bourriaud. Báðir hafa haft gríðarleg áhrif
með skrifum sínum og sýningarstjórn og
báðir þekkja vel til beggja heimanna. En
hvar greinir á milli?
Sem fulltrúi meginstraumsins í
umræðunni sagði Bourriaud að áhrif
nýmiðlanna á list samtímans væri af sama
toga og áhrif ljósmyndarinnar á málverk
impressjónistanna, þ.e.a.s. óbein. Þessi
afstaða birtist í kenningum hans um
fagurfræði tengslanna sem hann byggir
á grundvallarhugmyndum internetsins.
Peter Weibel heldur því hins vegar
fram að afstaða Bourriauds sé ekkert
ósvipuð afstöðu þeirra sem neituðu að
samþykkja fyrir 100 árum að ljósmyndin
væri sjálfstæður listmiðill. Með sjálfstæði
miðilsins er átt við að miðillinn hafi
ákveðna eiginleika sem listamenn þurfa að
vera meðvitaðir um. Þetta getur átt við um
alla miðla, en þegar nýmiðlar eru annars
vegar þarf að hafa í huga að þeir eru ekki
upphaflega ætlaðir til listsköpunar. Það
þýðir að eiginleikar þeirra geta aldrei verið
hlutlausir og hljóta því alltaf að fela í sér
félagslega og pólitíska merkingu.
Kornax-hveiti er framleitt með mismunandi baksturseiginleika
í huga sem byggja á próteininnihaldi hveitisins.
Próteinríkt hveiti hentar t.d. vel í pizzur og brauð en hveiti sem
innheldur minna prótein hentar betur í kökur og kex.
Kornax framleiðir 2 gerðir af hveiti ásamt heilhveiti og rúgmjöli.
Á heimasíðu Kornax, www.kornax.is,
má finna ýmsan fróðleik, hollráð og uppskriftir
sem falla vel að bakstri úr Kornax-hveiti.
Veldu íslenska
gæðaframleiðslu!
Ferskasta hveitiÐ!
- alltaf nýmalaÐ
Kornax hveitimylla | Korngörðum 11 - 104 Reykjavík | Sími: 540 8700 | kornax@kornax.is | www.kornax.is
Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Courchesne:
Áhorfandinn getur átt
samræður við myndina af
Maire.