Spássían - 2010, Blaðsíða 39

Spássían - 2010, Blaðsíða 39
39 sterk tengsl dansins og leikhússformsins. Pina Baush, nemandi Jooss, gekk síðan alla leið í sameiningu listformanna í verkum sem hún skapaði fyrir Wuppertal Tanztheater í Þýskalandi. Á sjöunda og áttunda áratugnum fór myndrænn veruleiki dansverka einnig að breytast. Að nýju birtust einkenni þess tímabils þegar myndlistin yfirkeyrði dansinn og dansararnir hurfu í sviðsmynd og búninga. Hönnun sviðsmyndar og búninga gerði ráð fyrir að dansararnir gæfu þeim líf með hreyfifærni sinni en stæðu ekki í forgrunni. Á svipuðum tíma komu fram miðlar sem gerðu sviðsmyndina, þ.e. myndlistarhluta dansverka, að meira en bakgrunni. Kvikmynda- og myndbandstæknin skapaði möguleika á hreyfingu innan sviðsins sem ekki var framkölluð af dönsurunum sjálfum, og þegar tölvutækni hafði náð sér á strik gátu dansarar dansað við sínar eigin eftirmyndir á sviðinu. Myndræn umgjörð verkanna bauð þannig upp á eins konar viðbótar „dansara” sem „venjulegu” dansararnir gátu verið í samræðu við. Tónlistin tók líka miklum breytingum samfara nýrri tækni og nýjum hugmyndum um hvað væri tónlist og hvers konar hljóð mætti nota í tónlist. Tónlist, eins og leiklist og myndlist, varð aftur mikilvægur þáttur í danssköpun og þá ekki aðeins sem hljóð í bakgrunni heldur sem mikilvægur samstarfsaðili. Í mörgum tilvikum var tónlistarfólki boðið upp á svið sem sýnilegum hluta dansverksins. Gjörningalist óx fiskur um hrygg á sjöunda og áttunda áratugnum og hjálpaði til við niðurbrot aðgreiningar milli listforma. Þannig jókst ekki aðeins samstarf á milli listforma heldur nýttu listamenn og danshöfundar sér önnur listform til eigin sköpunar. Mannslíkami í hreyfingu varð hluti af myndlistarverki, orð og frásögn urðu þáttur í dansverkum og dansarar sömdu og fluttu eigin tónlist. Íslenskur dansheimur endurspeglar nú vel margbreytileikann í dansinum eftir 1960 þegar allt varð leyfilegt, enda skil á milli listforma veik og ekki lengur við lýði skilgreining á því hvaða hreyfingar væru danshreyfingar. Samruni og samstarf listanna sést hvarvetna í danssköpuninni. Í verkinu Superhero talar Steinunn Ketilsdóttir við áhorfendur á milli þess sem hún dansar. Hönnun búninga og sviðsmyndar í verkinu Transaquania – Into thin Air gerir ráð fyrir að dansarinn renni saman við sjónræna umgjörð verkanna og gefi henni líf, og í verkinu Pretty Bassic ganga Saga Sigurðardóttir og Margrét Bjarnadóttir svo langt að bjóða upp á dansverk sem snýst um að þær spila á bassa upp á sviði. Á vissan hátt má segja hvað varðar stöðu listgreinanna innan dansverka að þróunin sé komin í hring. Dansverk snýst um samspil allra listformanna rétt eins og á tímum Loðvíks 14. Frakkakonungs, þó í breyttu formi sé, og því verður athyglisvert að sjá þróunina. Munu danslistamenn leggja aftur af stað í leitina að innsta eðli dansins eða munu þeir vaxa og dafna í þverfaglegu umhverfi listanna? Sesselja G. Magnúsdóttir Uppheimar | 511 2450 | uppheimar@uppheimar.is | www.uppheimar.is stjörnum prýddar ljóðabækur BLINDHÆÐIR Ari Trausti Guðmundsson MOLDARAUKI Bjarni Gunnarsson VETRARBRAUT Kjell Espmark, Njörður P. Njarðvík íslenskaði. Tilnefning til Íslensku þýðingaverðlaunanna Njóttu þess að lesa Úr verkinu Pretty Bassic sem Saga Sigurðardóttir og Margrét Bjarnadóttir sýndu á Reykjavík dansfestival 2009 Póstmódernískir danshöfundar gagnrýndu eldri dansstíla fyrir notkun á ofurtækni, persónusköpun, tjáningu, frásögn og sjónrænni umgjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.