Spássían - 2010, Blaðsíða 6

Spássían - 2010, Blaðsíða 6
 6 Ritstýrur Spássíunnar skelltu sér á eitt slíkt kvöld og komust að því að þar er tilvalið að slaka á yfir bjórglasi, hlusta á gamla og nýja tónlist og hlæja að þeirri áráttu okkar að þurfa alltaf að flokka fólk eftir fyrirfram gefnum stöðlum, til dæmis sem „streit“ eða „hinsegin“. Konurnar sex sem standa fyrir kvöldunum segja að í raun liggi tvær hugmyndir að baki kvöldunum: Að breyta þeirri einhæfu tónlistar- og afþreyingarsenu sem er í boði fyrir konur sem skilgreina sig ekki sem rammgagnkynhneigðar, og að ráðast gegn þröngum hugmyndum um kynja- og kynhlutverk. „Við föllum ekki alveg inn í „út úr skápnum og inn í diskókúlu“ stemninguna sem er í raun það eina sem Reykjavík býður upp á. Okkur langar til að skapa fjölbreyttari vettvang, hleypa stelpunum og öðruvísi tónlist að í hinsegin menningunni, ekki bara YMCA og diskóljósum. En kvöldin okkar eru líka hápólitískur vettvangur þar sem sjálfsmyndir eru teknar til skoðunar.“ Faldir gullmolar Adda Ingólfsdóttir, Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir, Björg Sveinbjörnsdóttir og Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir tóku sig fyrst til fyrir einu og hálfu ári og héldu tónlistarkvöld á Dillon þar sem þær sáu sjálfar um skemmtiatriðin. Þær voru ánægðar með stemninguna sem myndaðist og ákváðu ári síðar að gera þetta að reglulegum viðburði og taka skýrari stefnu. Þá hafði Íris Ellenberger slegist í hópinn. Hófst nú leitin að fleiri konum til að taka þátt og segir Íris að í fyrstu hafi þær hreinlega þurft að giska á það hverjar gætu verið til í slíkt. „Við komumst að því að ótrúlegustu konur eiga tónlist í fórum sínum sem þær eru ekkert endilega að spila fyrir fólk. Oft er kvartað yfir því hve fáar konur séu í tónlist en þær eru greinilega fleiri en við höldum.“ Eva Björk bendir á að strákar byrji oft snemma í hljómsveitum og fái ungir reynslu af því að koma fram. „Konur hafa verið að skapa sér vettvang, en það er gaman að geta búið til senu fyrir tónlist sem er ekki spiluð þarna úti.“ Adda bendir á sem dæmi að Aðalbjörg Árnadóttir, sem spilaði á októberkvöldi, hafi aldrei komið Myndir: Eydís Björk Guðmundsdóttir Ó Engin/n ætti að skammast sín fyrir að vilja stundum vera bæði svona og hinsegin, eða hvorki né en þó jafnvel allt í senn. Fyrir að vilja fara með ámálað skegg í barnaafmæli eða fyrir að vera kona en gleyma því svo. Þessi spaklegu orð má finna í auglýsingu frá farandklúbbinum Skyndilega greip mig óstjórnleg löngun sem heldur regluleg „queer kvöld“ á skemmtistaðnum Barböru í vetur. Þar eru tónlist og uppistand notuð til að rífa niður landamæri hins eðlilega og óeðlilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.