Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Qupperneq 4

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Qupperneq 4
bandalags Akraness, í tilefni 20 ára afmælis lA og forystu hans þar um langt árabil. Gullmerki ÍSl hlaut: Sigurður P. Björnsson, bankastjóri, Húsavík, í tilefni af miklu og góðu starfi fyrir íþróttasamtökin á Húsavík. Heiðursskjal ISl hlaut Bæjarstjórn Akraness fyrir góða framgöngu í byggingu íþróttamannvirkja. Heiðursgjafir hlutu: Sigurður Greipsson, Geysi, Biskupstungum, var gefin úrvalsútgáfa á verkum Einars Benediktssonar í tilefni þess, að i janúar 1966 lét hann af störfum sem formaður Héraðssambandsins Skarp- héðins eftir 45 ára forustustarf. — Leo Frederiksen, fyrrv. formanni danska íþróttasambandsins, var gefin áletruð bréfpressa úr hvaltönn- um í tilefni 70 ára afmælis hans. — J. W. Rangel, fyrrv. form. finnska ríkisíþróttasambandsins, var gefin áletruð préfapressa úr hvaltönnum í tilefni 70 ára afmælis hans. Erindrekstur. Erindrekstur var meiri af hálfu framkvæmdastjórnar ISl á þessum starfstíma heldur en nokkru sinni áður. Forseti Isl, Gísli Halldórsson, og framkvæmdastjóri ISl mættu á öllum þeim ársþingum héraðssam- banda ISl, sem tök voru á að ferð- ast til og tilkynnt var um til skrif- stofu ISl. Þá mættu sömu menn á flestum ársþingum héraðssambanda og auk þess nokkrum formannafundum hér- aðssambanda. Ýmsir aðrir úr fram- kvæmdastjórn ISl mættu á nokkrum þingum héraðssambanda og sérsam- banda. Jens Guðbjörnsson, formaður Iþróttamerkjanefndar ISl, heimsótti mörg héraðssambönd og héraðsskóla og flutti þar erindi um Iþróttamerki ÍSl. Framkvæmdastjórnin réði Höskuld Goða Karlsson til þess að fara um landið sumarið 1966 í þeim tilgangi að ræða við forustumenn iþrótta- samtakanna, flytja erindi um störf ISl og leiðbeina í hinu félagslega starfi. Höskuldur Goði Karlsson hóf störf sin sem sérlegur erindreki Iþrótta- sambandsins 1. júlí. Ferðaðist hann um Norðurland, Vestfirði, Snæfells- nes og víðar og var í því starfi röska tvo mánuði. Vann hann að miklum ötulleik og er það einróma álit allra sem hann heimsótti, að hann hafi unnið mikið og gott verk. Landshappdrætti ISl. Komið var á landshappdrætti ISl, því þriðja í röðinni, undir stjórn Baldurs Jónssonar. Stóð það yfir frá ágúst til des. Vinningar voru 10 talsins, að verð- mæti 600 þúsund krónur. Sú breyting var frá fyrra fyrir- komulagi til þess að auka fjáröflun- armöguleika aðila ISl, að sölulaun voru hækkuð verulega og fóru hækk- andi eftir því sem fleiri miðar voru seldir. Árangur varð líka sá að meira seldist af happdrættismiðum en nokkru sinni áður. íþróttamiðstöðvar. Vetraríþróttamiðstöð á Akureyri. Að loknum undirbúningsumræðum við viðkomandi aðila, samþykkti framkvæmdastjórn Isl á fundi sin- um að íþróttamiðstöð fyrir vetrar- íþróttir yrði staðsett á Akureyri, svo og var samþykkt að lána úr lána- og framkvæmdasjóði ISl kr. 500.000, 00 til þess að koma upp fullkominni skíðalyftu við skíðahótelið í Hlíða- fjalli við Akureyri. Sumaríþróttamiðstöð á Laugar- vatni. Unnið var að því að reist verði sumaríþróttamiðstöð á Laugarvatni, Framh. á bls. 39. 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.