Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 28

Íþróttablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 28
Kári Árnason, Í.B.A., Hermann Gunnarsson, Val, Ellert Schram, K.R., Karl Hermannsson, l.B.K. Þetta var leiðinlegur leikur, leik- inn við erfiðar aðstæður, og ísl. liðið náði sér aldrei á strik. Frakkar sigr- uðu með 2—0 og skoruðu eitt mark í hvorum hálfleik. Landsmótin. Stjórn K.S.l. hafði yfirumsjón með framkvæmd allra landsmóta og Bik- arkeppni á liðnu starfsári. Mótanefnd K.S.Í. var þannig skip- uð: Jón Magnússon, formaður, Ingv- ar N. Pálsson, gjaldkeri og Sveinn Zo-ga, ritari. Nefndin skipulagði alla leiki í um- ræddum mótum og sáu um fram- kvæmd þeirra í samráði við viðkom- andi knattspyrnuráð. Leikir fóru yfirleitt fram á tilsett- um tíma, samkvæmt leikjaskrá nefndarinnar, þó varð að færa til nokkra leiki vegna utanferða félaga og landsleikja. Er það hið mesta vandaverk að raða niður öllum þeim f jölda leikja, sem fram eiga að fara á hinu stutta keppnistímabili okkar. Alls tóku 23 aðilar þátt í mótum þessum með samtals 99 liðum. Svo virðist sem það sé að verða hefð, að Islandsmótinu í knattspyrnu 1. deild, ljúki með aukaleik milli efstu liðanna. Og að þessu sinni þurfti tvo aukaleiki til að fá úrslit í mótið. Valur og Keflavík voru jöfn að stigum eftir leikina 10 með 14 stig hvort félag — og eftir jafntefli í fyrri leiknum, þar sem Val tókst að jafna á síðustu mínútunni í fram- lengingu — sigraði Valur í síðari aukaleiknum og hlaut þar með sæmd- arheitið „Bezta knattspyrnufélag Is- lands 1966“, og eru 10 ár síðan Val- ur hélt síðast þeim titli. Nokkuð voru deildar skoðanir um hvort betra lið- ið sigraði í þessum aukaleikjum. En eitt er víst. Valur átti bezta liðinu á að skipa framan af í mótinu — og náði þá öruggri forustu. Hins vegar virtist sem þátttaka liðsins í Evrópu- bikarkeppni bikarhafa hefði slæm áhrif á leikmenn og einkum þó löng utanför í sambandi við síðari leik Vals, en Valur lék gegn Standard Liege, Belgíu, og vissulega máttu Valsmenn þakka fyrir jafntefli í fyrri leiknum gegn Keflvíkingum. Keppnin í I. deild var mjög jöfn, svo jöfn, að 4 af 6 liðum deildarinn- ar höfðu möguleika á því að vinna íslandsmeistaratitilinn, þegar aðeins 3 leikjum var ólokið. Margir eru á því, að Keflvíkingar hafi fremur átt sigur skilið í mótinu, og er þá haft til hliðsjónar, að Keflavíkur-liðið sótti mjög í sig veðrið síðari hluta keppninnar eftir frekar slaka byrj- un. En ekki ráða síðustu leikir móts- ins frekar úrslitum en fyrri leikir. Valsliðið stóð sig mjög vel framan af og sýndi oft á tíðum skínandi góða leiki, og á af sömu forsendum góðar einkunnir skilið. En því verð- ur ekki neitað, að heppni var fylgi- fiskur Vals undir lokin. 1 hinum slaka fyrri úrslitaleik á móti Kefla- vík var það vissulega heppni Vals að jafna metin á síðustu mínútu, þegar enginn átti von á. Um það, hvort heppni hafi verið með í spilunum, að Keflavík skyldi ekki skora úr vítaspymunni undir lokin, má deila. Valur á afburðamarkvörð, þar sem Sigurður Dagsson er. Það var vel af sér vikið af Sigurði að verja víta- spyrnuna, þó svo, að það sé stað- reynd, að hún hafi ekki verið nógu vel framkvæmd af Sigurði Alberts- syni. Eftirtektarvert í sambandi við Is- landsmótið að þessu sinni er það, hve frammistaða KR var tiltölulega léleg. 1 upphafi keppnistímabilsins virtist ekkert lið eins sigurstrang- legt. Þá var KR nýbúið að fá til liðs við sig hinn snjalla kappa af Akranesi, Eyleif Hafsteinsson. Byrj- unin var slök hjá KR, en aðeins rof- aði til undir lokin. Tap á móti Kefla- vík í báðum leikjunum réði úrslitum um það, að KR hlaut aðeins fjórða sæti í mótinu. Frammistaða Akureyringa, sem hrepptu þriðja sæti, var að mörgu leyti góð. Sýndi liðið nú jafnari leik en í undanförnum mótum, og vant- aði aðeins lítið á, að liðið blandaði sér í lokabaráttuna. Aðstaða Akur- eyringa er að mörgu leyti verri en liðanna sunnan Holtavörðuheiðar að því leyti, hve seint þeir komast á æfingavöll á vorin. Það var því snjallt ráð þeirra norðanmanna að bregða sér í keppnisför út fyrir landsteinana rétt fyrir mótsbyrjun, en eins og menn muna fór liðið til Noregs og lék þar nokkra leiki. Hafði þessi för mjög góð áhrif og vann upp aðstöðumuninn að miklu leyti. Skagamenn höfnuðu í 5. sæti og mega muna sinn fífil fegri, því þetta var eitt lélegasta knattspyrnusumar þeirra, og máttu þeir raunar þakka fyrir að halda sæti sínu í deildinni. Liðið samanstóð af nokkrum „gull- aldarmönnum", þ.á.m. Ríkharði og Jóni Leóssyni, og hins vegar ungum leikmönnum sem komið hafa inn í liðið smátt og smátt. Þessa ungu leikmenn skortir flesta knattleikni. Þróttur hafnaði í botnsætinu og var þessi útkoma mikið áfall fyrir reykvíska knattspyrnu, því horfur voru á því, að Þróttur myndi nú loksins rétta úr kútnum. Gaf ágæt frammistaða í Reykjavíkurmóti til- efni til slíkrar vonar. En allan bar- áttuvilja vantaði í Islandsmótinu, og því fór sem fór. Leikmenn Þróttar eru margir hverjir leiknir, og senni- lega gætu þeir, hver í sínu lagi, fyllt stöður hjá hinum I. deildar liðunum, án þess, að það veikti þau, en það er önnur saga. Aðsókn að I. deildinni í ár var frekar dræm að undanskildum auka- úrslitaleikjunum, milli Vals og Kefla- víkur, sem fjárhagslega verða mikil björg í bú, en brúttótekjur af þeim voru um 880 þúsund. Lokastaðan í 1. deild: L U J T Mörk S Keflavík 10 6 2 2 21-10 14 Valur 10 6 2 2 20-12 14 Akureyri 10 4 4 2 20-17 12 KR 10 4 2 4 19-13 10 Akranes 10 2 3 5 13-21 7 Þróttur 10 0 3 7 7-27 3 Aukaleikir Vals og Keflavikur 1:1 og 2:1 fyrir Val. 1 2. deild bar Fram sigur úr být- um — fyrst eftir harða keppni við Vestmannaeyjar í riðlinum, en hins vegar var úrslitaleikurinn í deildinni, við Breiðablik, Kópavogi, léttur fyrir Fram, sem sigraði með 3—0. Fram hefur því öðlazt sæti í 1. deild að nýju eftir eitt ár í 2. deild — og vissulega á Fram heima í 1. deild og hvergi annars staðar. Félagið á ungum, efnilegum leikmönnum á að skipa, og verður fróðlegt að fylgjast með liðinu í 1. deild að ári. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.