Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Side 18

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Side 18
Það hefur lengi verið draumur þeirra forystumanna íslenzkrar íþróttahreyfingar, sem kynnzt hafa íþróttamiðstöðvum meðal er- lendra þjóða, að slík miðstöð mætti rísa hér á landi, og jafn- framt hafa menn verið almennt sammála um, að enginn staður á landi hér væri jafn vel til þess fallinn og Laugarvatn. A Laugarvatni er náttúra lands- ins bæði fögur og fjölbreytt. Þar er vatnið til sunds og siglinga, jarðhiti til baða, skógur og fjall til göngu- og hlaupaferða. Það var því öllum íþróttamönn- um og íþróttaunnendum til mik- illar ánægju, þegar framkvæmda- stjórn l.S.l. tilkynnti sl. vor á sambandsráðsfundi, að samningar hefðu tekizt við menntamálaráðu- neytið um aðstöðu fyrir íþrótta- hreyfinguna hjá Iþróttakennara- skóla Islands á Laugarvatni, jafn- framt sem samvinna sú, sem þá hófst, mundi stuðla að vexti skól- ans. Samningurinn um þessa sam- vinnu var undirritaður 26. maí 1967, og er hann birtur í heild í skýrslu framkvæmdastjórnar Í.S.l. á öðrum stað hér í blaðinu. Samkvæmt þeim samningi byggja I.S.I. og l.K.l. sameigin- lega heimavistarhús, sem þjóni skólafólki á vetrum, en fþrótta- hreyfingunni á sumrum. Framkvæmdastjórn l.S.l. fór til Laugarvatns 14. október í haust til þess hvort tveggja að skoða, hvað byggingu heimavist- arhússins hafði miðað áfram, og inna af hendi síðasta hluta þess 334

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.