Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 5

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 5
f Maðinu íslandsmótið í knattspyrnu Stærsta [þróttamót sem haldið er árlega hérlendis er íslandsmótið í knattspyrnu. Því er nú nýlega lokið með sigri Valsmanna, en Akurnesingar fylgdu þeim jafnan sem skuggi. Mótið var að venju mjög við- burðaríkt og skemmtilegt og fór þar margt á annan veg en ætlað var. íþróttablaðið fjallar um mótið, lið og leikmenn. Ragnar skrifar um golf Ragnar Ólafsson golfmaður skrifar þátt um golf og kemur þar víða við. Ragnar náði óvenjulega glæsi- legum árangri í sumar og varð í 5.—6. sæti í Evrópu- meistaramóti unglinga og var síðan valinn í Evrópulið, og er hann sennilega fyrsti íslendingurinn sem nær því marki. I grein sinni segir Ragnar m.a. að íslenzkir golfmenn séu nú í mikilli sókn, og telur að ekki líði á löngu unz þeir standa jafnfætis Norðmönnum og Dönum. Ronnie Petterson Grein er um sænska kappakstursmanninn Ronnie Petterson sem lézt af völdum meiðsla sem hann hlaut er bifreið hans lenti í árekstri á Monza brautinni á ítalíu ísumar. Brautþessi hefur jafnan verið talin mjög hættuleg, og voru vomur á kappakstursmönnunum að keppa. Þetta hörmulega slys hefur orðið til þess að víða er nú rætt um það að banna eigi kappakstur. ÍSÍ — íþróttahreyfingin íþróttaþing fSÍ var haldið fyrir skömmu og segir blaðið frá helztu samþykktum þingsins. Fjallað er einnig um iðkendafjölda hinna ýmsu íþróttagreina, en jöfn og þétt aukning íþróttaiðkenda hefur verið hin síðari ár. Þá er rætt við Sigurgeir Guðmannsson, fram- kvæmdastjóra íslenzkra getrauna, en mikill áhugi hefur verið á getraunastarfinu það sem af er starfs- árinu. Jóhann Ingi Viðtal er við Jóhann Inga Gunnarsson sem nú hefur tekið að sér landsliðsþjálfunina í handknattleik. Kemur Jóhann Ingi víða við í viðtalinu, lýsir hug- myndum sínum og þeim markmiðum sem hann telur að íslenzkir handknattleiksmenn eigi að stefna að. Stanley Matthews Sennilega er brezki knattspyrnumaðurinn Stanley Matthews einn bezti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið fyrr og síðar. í grein (þróttablaðsins er lýst keppnisferli þessa frábæra íþróttamanns, sem enn leikur knattspyrnu, þótt hann sé nú kominn á sjö- tugsaldurinn. Celtic Mikið má vera ef skozka liðið Celtic er ekki það brezkt knattspyrnulið sem flestir fslendingar fylgjast með, enda leikur íslenzki landsliðsfyrirliðinn Jóhannes Eð- valdsson með því. í greinum fþróttablaðsins um þetta fræga lið er saga þess rakin lauslega, og þeir leik- menn sem nú leika með því lauslega kynntir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.