Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Qupperneq 5

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Qupperneq 5
f Maðinu íslandsmótið í knattspyrnu Stærsta [þróttamót sem haldið er árlega hérlendis er íslandsmótið í knattspyrnu. Því er nú nýlega lokið með sigri Valsmanna, en Akurnesingar fylgdu þeim jafnan sem skuggi. Mótið var að venju mjög við- burðaríkt og skemmtilegt og fór þar margt á annan veg en ætlað var. íþróttablaðið fjallar um mótið, lið og leikmenn. Ragnar skrifar um golf Ragnar Ólafsson golfmaður skrifar þátt um golf og kemur þar víða við. Ragnar náði óvenjulega glæsi- legum árangri í sumar og varð í 5.—6. sæti í Evrópu- meistaramóti unglinga og var síðan valinn í Evrópulið, og er hann sennilega fyrsti íslendingurinn sem nær því marki. I grein sinni segir Ragnar m.a. að íslenzkir golfmenn séu nú í mikilli sókn, og telur að ekki líði á löngu unz þeir standa jafnfætis Norðmönnum og Dönum. Ronnie Petterson Grein er um sænska kappakstursmanninn Ronnie Petterson sem lézt af völdum meiðsla sem hann hlaut er bifreið hans lenti í árekstri á Monza brautinni á ítalíu ísumar. Brautþessi hefur jafnan verið talin mjög hættuleg, og voru vomur á kappakstursmönnunum að keppa. Þetta hörmulega slys hefur orðið til þess að víða er nú rætt um það að banna eigi kappakstur. ÍSÍ — íþróttahreyfingin íþróttaþing fSÍ var haldið fyrir skömmu og segir blaðið frá helztu samþykktum þingsins. Fjallað er einnig um iðkendafjölda hinna ýmsu íþróttagreina, en jöfn og þétt aukning íþróttaiðkenda hefur verið hin síðari ár. Þá er rætt við Sigurgeir Guðmannsson, fram- kvæmdastjóra íslenzkra getrauna, en mikill áhugi hefur verið á getraunastarfinu það sem af er starfs- árinu. Jóhann Ingi Viðtal er við Jóhann Inga Gunnarsson sem nú hefur tekið að sér landsliðsþjálfunina í handknattleik. Kemur Jóhann Ingi víða við í viðtalinu, lýsir hug- myndum sínum og þeim markmiðum sem hann telur að íslenzkir handknattleiksmenn eigi að stefna að. Stanley Matthews Sennilega er brezki knattspyrnumaðurinn Stanley Matthews einn bezti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið fyrr og síðar. í grein (þróttablaðsins er lýst keppnisferli þessa frábæra íþróttamanns, sem enn leikur knattspyrnu, þótt hann sé nú kominn á sjö- tugsaldurinn. Celtic Mikið má vera ef skozka liðið Celtic er ekki það brezkt knattspyrnulið sem flestir fslendingar fylgjast með, enda leikur íslenzki landsliðsfyrirliðinn Jóhannes Eð- valdsson með því. í greinum fþróttablaðsins um þetta fræga lið er saga þess rakin lauslega, og þeir leik- menn sem nú leika með því lauslega kynntir.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.