Íþróttablaðið - 01.12.1986, Síða 12

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Síða 12
Jón Páll ÚR MYRKRINU í LJÓSIÐ Það munaði ekki miklu að Jóni Páli tækist að vinna titilinn „Sterkasti mað- ur heirns" sama ár en sú keppni fór fram á Nýja Sjálandi. Geoff Capes vann með eins og hálfs stigs mun en Jón Páll vann þó fleiri greinar en þessi „fjandvinur" hans. Þriðji varð Simon Wulfse sem vann Evróputitilinn. — Ég sá fljótlega að þetta var eins og að koma úr myrkrinu í ljósið. Ég var vanur því að keppa frammi fyrir fáum áhorfendum í kraftlyftingunum en þarna var fullt af áhorfendum og sjón- varpsvélar á hverju strái, segir Jón Páll en skemmtileg og lífleg framkoma hans á kraftamótunum varð fljótlega til þess að hann vann hug og hjörtu þeirra sem fylgdust með. — Framkoman. Er þetta eitthvað sem þú hefur æft sérstaklega eða er þér þetta í blóð borið ? — Þetta kom bara af sjálfu sér. Ég er bara ég sjálfur en ég neita því ekki að ég þarf kannski að hafa aðeins meira fyrir hlutunum þegar ég keppi erlendis. Ég hef yfirleitt farið einn á þessi mót og hef þá ekki haft stuðning íslendinga. Sennilega veitist mér þó léttara en mörgum öðrum að fá fólk á mitt band, því ég hef yfirleitt verið yngstur keppenda og mjóstur og því líkastur þeim sem á þessi mót horfa. Ég hef verið í hlutverki Davíðs í keppni við Golíata og sem betur fer hafa úrslit- in oftast orðið eins og í sögunni, segir Jón Páll og glottir rosalega. STERKASTIMAÐUR HEIMS Það var svo í Mora í Svíþjóð að Jón Páll hafði í fyrsta sinn sigur í keppn- inni „Sterkasti maður heims“. Mótið var haldið í janúar 1985 en titillinn gilti fyrir árið 1984. Keppt var í hörkufrosti og miklum snjó og hélt Capes því fram eftir keppnina að aðstæður hefðu verið ákjósanlegar fyrir „ísmanninn" - Jón Pál. Þetta hefði verið eina leiðin fyrir Jón Pál til þess að vinna titilinn. — Það kom aldrei annað til greina hjá mér en að vinna. Ég æfði gífurlega vel fyrir þessa keppni og kuldinn hafði ekkert að segja. En ég skil gremju Capes mæta vel. Hann gerði sér grein fyrir þvi að „Kóngurinn" væri fallinn og minn tími væri runninn upp, segir Jón Páll og hlær. Þeir Capes eru miklir mátar og Jón Páll segist fyrstur manna viðurkenna að þessi 37 ára gamli kúlu- varpari sé sennilega besti kraftakastar- inn í heiminum í dag og hann njóti sín einkar vel á Hálandaleikunum sem haldnir eru víðs vegar um Skotland á hverju sumri. — Sjáðu til. Capes er búinn að vera í þessum kraftaíþróttum í ein sjö ár en áður var hann kúluvarpari á heims- mælikvarða um árabil. Hans tími er lið- inn og hann hefur lýst því yfir að hann verði ekki með á fleiri mótum um titil- inn Sterkasti maður heims. Ég er hins vegar nýorðinn 26 ára og ég tel mig geta haldið þessum titli næstu árin ef ég kæri mig um og stefni að því, segir Jón Páll og er alvara í hug. AUGLÝSENDUR HAFA GRÆTT MEIRA Á MÉRENÉGÁÞEIM Talið berst nú að fjármálum. Margir halda að Jón Páll sé orðinn moldríkur á þessum keppnum, en hvað segir kappinn sjálfur ? — Það er ekki mikið upp úr þess- um keppnum að hafa. Það eru auglýs- ingasamningar sem gefa pening í aðra hönd en ég hef ekki verið á samning við stórfyrirtæki erlendis fram að þessu, þó reyndar sé ég að velta einu tilboði fyrir mér núna. Ég á frekar von á því að það gerist eitthvað í málunum eftir að sjónvarpsmyndin frá keppninni á dögunum hefur verið sýnd. Það er að segja, ef mér hefur gengið vel á mót- inu, segir Jón Páll, strákslegur á svip. — Hvað með stuðning fyrirtækja hér á landi ? — Það má alveg koma fram að Flugleiðir hafa verið mér einstaklega hjálplegir og fyrirtækið á þakkir skyld- ar fyrir stuðninginn. Ég set mig heldur aldrei úr færi við að auglýsa þá upp og oft hef ég þurft að hafa talsvert fyrir því. Það eru mjög strangar reglur um auglýsingar á þessum mótum, en ég þyki klókur við að hafa mitt fram. Þetta er auðvitað bara sjálfsbjargarvið- leytni og mótið núna er t.d. ein alls- herjar Svala- auglýsing!, segir Jón Páll og skellir upp úr. Hann bendir á að hann hafi drukkið Svala við öll mögu- leg tækifæri og það komi vel fram í myndinni. — Það hvað svo rammt að þessu að Capes var farinn að kvarta yfir því að ég gæfi honum aldrei Svala. Ég sá aumur á honum og gaf honum einn og þá vann hann bílveltugreinina. Ég gaf honum ekki fleiri, segir Jón Páll og spáir því að mikil aukning verði á sölu á þessu drykk í Bretlandi eftir að myndin verður sýnd. Það muni hafa góð áhrif á Tjallann að sjá að tveir af sterkustu mönnum heims drekki Svala. Jón Páll er með fastan auglýsinga- samning við Sól hf. en sá samningur rennur út í byrjun næsta árs. Jón Páll vill ekkert segja til um hvort samning- urinn verði endurnýjaður og það eina sem hann fæst til þess að gefa upp er að Davíð Scheving Thorsteinsson þurfi ekki að kvarta yfir árangririum. — Davíð er í takt við tímann og það gætu margir lært mikið af honum. Ég get lært af honum, því hann hefur tví- mælalaust grætt meira á mér en ég á honum, segir Jón Páll og enn breikkar brosið. — Hvað með Hófí ? Nú hefur þú komið fram með henni. Megum við eiga von á meira samstarfi ? — Ég hef sáralítið unnið með Hófí en það var gaman að koma fram í Hagaskólanum með henni. Þetta var gott tækifæri því erlendar sjónvarps- stöðvar tóku þetta upp og ég dró meira að segja trukk fyrir eina þeirra. Capes hafði frétt eitthvað af þessu og það fyrsta sem hann spurði mig að þegar ég kom til Nice, var hvort ég hefði dregið trukk fyrir þá Reagan og Gorbasjov. Þannig hafði sagan spunnið dálítið upp á sig. LIÐIÐ ÆTLAÐI AÐ HLÆGJA SIG MÁTTLAUST Jón Páll hefur ekki verið við eina Qölina felldur í íþróttunum en senni- lega vakti hann einna mesta athygli er hann kom, sá og sigraði á íslandsmót- inu í vaxtarrækt 1984. — Vaxtarrækt hefur alltaf verið það sem Bretar kalla „last minute check in“. Ég hef alltaf æft mjög alhliða, til þess að verða sterkur. Ég lít því þokkalega út og hef getað smellt mér í vaxtarræktina án nokkurs fyrirvara. Annars var það fyrir tilviljun að ég var með á mótinu 1984. Ég æfði á sama stað og nokkrir vaxtarræktaramenn og þeir buðust til þess að aðstoða mig í vaxtarræktinni. Það hefur sennilega verið hugmyndin að þetta gæti verið gott skemmtiatriði, að hafa feitan kraftlyftingamann með í keppninni 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.