Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 16

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 16
r ISLENSK KNATTSPYRNA - rætt við Víði Sigurðsson um bókina ÍSLENSK KNATTSPYRNA. Víðir Sigurðsson er án efa einn virtasti íþróttafréttaritari landsins og afkasta- mikill í þokkabót. Hér heldur hann á afkvæmum sínum þetta árið — Sögu Ars- enal og íslenskri knattspyrnu 1986. Um þessar mundur er bókin ÍS- LENSK KNATTSPYRNA að koma út í sjötta sinn. Bókhlaðan réðst upphaf- lega í útgáfu bókarinnar árið 1981 og skrifaði Sigurður Sverrisson fyrsta bindið. Þeir Sigurður og Víðir Sigurðs- son skrifuðu síðan í sameiningu um ís- lenska knattspyrnu árið eftir en um Qögur síðustu bindi hefur Víðir Sig- urðsson séð einn. í upphafi var bókin soðin saman á stuttum tíma og lýsti knattspyrnuviðburðum frá degi til dags - í dagblaðsformi. Nú orðið eru kaflaskipti í bókinni og sér umfjöllun um hverja deild. Bókina íslensk knatt- spyrna vinnur Víðir nú orðið jafnt og þétt allt árið um kring og hefur því vakandi auga fyrir því sem er að gerast. í formála íslenskrar knattspyrnu 1986 segir Víðir m.a.:„Bókin er með sama sniði og í fyrra, sama kaflaskipting nema hvað kvennadeildirnar eru nú sín í hvoru lagi. Sú uppstokkun sem gerð var á bókinni 1985 hefur mælst vel fyr- ir og hún þykir öll aðgengilegri en áður. Hver deild er tekin fyrir sig, yngri flokkar, bikarkeppni, önnur mót, lands- leikir o.s.frv. Annar hlutinn af sögu knattspyrnunnar á íslandi fjallar um árin 1935-1946 en í bókinni 1985 var rakinn gangurinn til ársins 1934. Næsta ár verður væntanlega tekið íyrir tímabilið 1947-1955 og þannig haldið áfram þar til allt er skráð, til ársins 1981 þegar þessi bókaflokkur hóf göngu sína. En þótt bókin sé í sama formi og síð- ast hefur ýmsu verið bætt við. Fram kemur hvaða lið hafa hafnað í þremur efstu sætum hverrar deildar frá upp- hafi og hjá hverjum einstökum leik- manni i öllum deildum karla er skráður landsleikjafjöldi, auk fjölda l.deildar- leikja. í hverjum deildarkafla er listi yfir þá sem skoruðu 3 mörk eða fleiri í leik á tímabilinu. í kaflanum um bikar- keppnina eru skráðir allir bikarúrslita- leikir og markaskorarar í þeim frá upp- hafi. Um þá íslensku leikmenn sem leika erlendis eru nákvæmar upplýs- ingar um aldur, leikjafjölda o.fl. Aftast í bókinni er listi yfir þá leikmenn sem skiptu um félög frá 1. júli þar til í nóv- ember, þeir sem hefja næsta keppnis- tímabil í leikbanni eru tilgreindir og þar er einnig dagatal yfir landsleiki á árinu 1987. í heild hefur miklu upplýs- ingamagni verið bætt við bókina með það að markmiði að í henni sé að finna sem víðtækastan fróðleik um íslensk 16

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.