Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 27
Karl Gauti Grétarsson formaður Kar-
atesambands íslands.
Næsta stórmót sem við verðum þátt-
takendur í verður Evrópumeistaramót-
ið í Glasgow í maí. Enn er óákveðið
hversu margir íslenskir keppendur
verða sendir — fer það allt eftir íjár-
hagsstöðu sambandsins. Þegar líður
að stórmóti er töluvert álag á væntan-
legum keppendum því auk þess að æfa
með sínu félagi bætast landsliðsæfing-
ar við og álagið eykst. Einnig er það
mjög einstaklingsbundið hvernig æft
er en áhugi okkar landsliðsmanna er
mjög mikill. Árangur okkar á síðustu
Evrópumótum hefur verið þokkalegur
— Árni náði 10. sæti í kata 1985 og 11.
sæti síðastliðið vor. Hann hefur alla
burði til þess að ná enn betri árangri á
næsta móti. Annars eigum við mjög
góða möguleika gegn mörgum Evr-
ópuþjóðum og gefur árangur á Norð-
urlandamótum ekki rétta mynd af
stöðu karate á íslandi miðað við aðrar
Evrópuþjóðir. Norðurlandamótin eru
gífurlega sterk á heimsmælikvarða og
eru Svíar og Finnar mjög framarlega.
ÆSKILEGTAÐ SENDA
SVEIT í KEPPNI
Það sem er töluvert mikilvægt þegar
keppt er á stórmóti sem Norðurlanda-
móti er að keppa í sveit. Þá eru 5 menn
í hverri sveit, öll lönd keppa innbyrðis
og hver maður fær þrjá bardaga. í ein-
staklingskeppninni er hins vegar um
útsláttaríyrirkomulag að ræða og falla
þá margir út eftir eina viðureign. Marg-
ir keppendur ná því aldrei að komast í
gang því þeir fá bara eina keppni. Við
áttum þess ekki kost að senda sveit á
Norðurlandamótið sökum fjárskorts
og vildum við gefa þeim sem á uppleið
eru tækifæri til þess að vera með. Það
er ekki eingöngu hægt að hugsa um þá
sem eru lengra komnir.
í framtíðinni ætlum við að leggja
mikla áherslu á landsliðið og reyna að
vera með á öllum stórmótum. Tak-
markið er að senda 3-4 keppendur á
Evrópumeistaramótið — en draumur-
inn er síðan að eiga keppanda á heims-
meistaramóti. Ef Árni er í 10. sæti í sín-
um þyngdarflokki í Evrópu í kata á
hann hæglega að geta náð sama ár-
angri á heimsmeistaramóti.
VIRÐING AÐ AUKAST
FYRIR LANDSLIÐINU
Landsliðshópurinn hefur saman-
staðið af 5 einstaklingum og eru
nokkrir aðrir ekki langt frá því að
vinna sér sæti í hópnum. Við höfum
haft það markmið að taka ekki marga
inn í landsliðið, heldur byggt það á
fáum góðum einstaklingum. Þannig
fáum við virðingu fyrir landsliðinu og
iðkendum þykir eftirsóknarvert að
komast í landsliðið. Atli landsliðsþjálf-
ari hefur staðið sig sérstaklega vel
hvað þetta varðar og hefur honum tek-
ist að fá fólk til að leggja sig fram og
sýna metnað til þess að standa sig fyrir
íslands hönd. í framtíðinni ætlum við
að reyna að fá landskeppni við hinar og
þessar þjóðir sem standa okkur helst
ekki framar. Það er ekki ánægjulegt að
vera sífellt að etja kappi við þjóðir sem
eru okkur sterkari", segir Karl Gauti.
Áhugi fyrir karate á íslandi er alltaf
að aukast og eru iðkendur íþróttarinn-
ar um 1000 talsins. Um 14 karatefélög
eru starfrækt á Iandinu en aðeins 8-10
þeirra eru mjög virk. Á íslandi er iðkað
Shotokan karate og Goju Ryu. Munur-
inn felst í því að í Goju eru hreyfingar
hægar og snöggar á víxl en í Shoto-
kan byggist íþróttin á snöggum og
sterkum hreyfíngum. Áhugi fyrir
íþróttinni er mestur á suðvesturhorni
landsins en það sem stendur íþróttinni
fyrir þrifum úti á landi er skortur á
hæfum þjálfurum. Iðkendur karate á
íslandi eru á aldrinum sex ára til
sextugs og hafa allir jafngaman af
íþróttinni.
Við bjóðum verðlaunapeninga
fyrir allar íþróttagreinar, og sér
hannaða verðlaunapeninga fyrir
hverskyns tækifæri og tímamót.
Einnig hverskyns minnis-
peninga, barmmerki, lyklakippur.
Höfum einnig ávallt til sölu
mikið úrval bikara og verð-
launagripi.
Þegar met falla
skulu verðlaun veitt
íf n>on Ht
AUÐBREKKU4
- 200 KÓPAVOGUR SÍMI 4 32 44
27