Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 53

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 53
Valur Ingimundarson Valur í góðum höndum lærisveina sinna. STIGAMET í ÚRVALSDEILDINNI SÍÐUSTU4ÁR Áður en þetta keppnistímabil hófst hafði Valur leikið um 300 deildarleiki með UMFN á 7 árum. í þessum leikjum hafði hann skorað rétt tæp 2500 stig samtals. Valur hefur verið stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar síðustu 4 árin. Og sett stigamet í öll skiptin. Ótrúieg velgengni hjá honum og UMFN-liðinu sem hefur verið íslandsmeistari mörg síðustu ár. í haust gerðist það síðan að Valur var beðinn um að taka að sér þjálfun Njarvíkurliðsins. Hann þvertók fyrir það í byrjun en gaf sig svo. En hvernig hefur svo gengið? „Þetta hefur gengið mjög vel. Vissu- lega er þetta erfiðara, að vera bæði leikmaður og þjálfari en ég liðstýri ekki í leikjum og það munar mikið um það. Júlíus Valgeirsson, fyrrum leikmaður UMFN sér um þá hlið. Það er helst á æfingum sem þetta háir mér eitthvað. — Nú eru þetta mikið til strákar sem þú hefur leikið með síðustu ár. Hvernig taka þeir þér? „Þeir hafa tekið mér mjög vel enda voru það þeir sem óskuðu eftir því að ég tæki við þjálfun liðsins." — Hvað með gengi liðsins í úrvals- deildinni? „Ég er mjög ánægður með það. Við erum í efsta sæti ásamt Keflvíkingum og erum búnir að ná okkur á strik aft- ur eftir tvo tapleiki í röð, gegn Val og ÍBK. Ég verð að segja eins og er að mér fannst liðið fá óréttláta gagnrýni eftir þessi töp. „Ferlega eru Njarðvík- ingar orðnir slappir". Þetta fékk maður og heyra. Það er stundum eins og við séum aldrei góðir nema vera mörgum stigum yfir. En maður verður að taka þessu eins og öðru mótlæti og við verðum í baráttunni um íslandsmeist- aratitilinn ásamt Val og ÍBK. Það hefur verið mikill stígandi hjá Keflvíkingum en ég bjóst við þeim sterkum og þessi slæma byrjun þeirra kom mér einnig á óvart. En þeir eru í mikilli sókn.“ — Hvað með þig sem leikmann. Hefurðu breyst, gegnirðu sama hlut- verki og áður? „Ég hef ekki skorað eins mikið und- anfarin ár. Ósjálfrátt fær maður svona tilfinningu þegar maður er orðinn þjálfari. Nú hef ég meiri áhuga á að ná miklu út úr strákunum." Það er óhætt að segja að Valur sé óformlegur atvinnumaður því auk þess að þjálfa m.fl. er hann með 2„ 3., 4. og 5. flokk drengja. Og eins og í meistara- flokki gengur yngri flokkum félagsins einnig mjög vel. „Það er mjög skemmtilegt að vera með yngri strák- ana, áhuginn er geysimikill.“ SPRIKLAR I 4. DEILD- INNI í KNATTSPYRNU Á sumrin þegar hlé er gert á úrvals- deildinni hefur Valur tekið upp knatt- spyrnuskóna og spriklað með 4. deild- arliði Hafna í íslandsmótinu. „Ég lék með liðinu sumarið ’84 og ’85. Spilaði sem senter og gekk ágætlega. Reyndi svo fyrir mér hjá 2. deildarliði UMFN í sumar en lék aðeins 3 Ieiki. Meiddi mig á ökla og lék ekki meira með. Legg sennilega knattspyrnuskónum því ég tek ekki séns á því að meiða mig aft- ur.“ Framundan hjá Val Ingimundarsyni, yngsta þjálfara í úrvalsdeildinni er körfubolti og meiri körfubolti. „Það er mikil framför í íþróttinni en fyrirkomu- laginu í deildinni verður að breyta.“ Ég gat ekki truflað Val lengur. Klukkan var langt gengin í sjö en þá áttu leikmenn að hittast fyrir Ieikinn þetta kvöld. Ég spurði hann hvort hann væri aldrei kvíðinn fyrir leiki? „Jú, ég er yfirleitt kvíðinn fyrir þessa erfiðari leiki. En það hverfur um leið og maður kemur inn á. Það gæti þá orðið öðruvísi í kvöld því ég verð ekki í byrjunarliðinu. Ég hef nefnilega ekki tekið á af fullum krafti á æfingum síð- ustu daga vegna smávægilegra meiðsla sem hafa hrjáð mig. Ferlega harður þessi þjálfari maður.“... 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.