Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 65

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 65
Ámi Þór HaUgrímsson TBR — Nýr Broddi??? Árni er einn af yngstu landsliðsmönnum í greininni og á eftir að láta af sér kveða í framtíðinni. FÆÐINGARD.OG ÁR: Fæddist 10.03.1968 á Skaganum, bjó þar til 1984. HÆÐ: 192 cm. ÞYNGD: 90 kg. NÁM/STARF: Húsasmíðanemi — Iðnskólinn eftir áramót. GÆLUNAFN: Sumir andstæðingar segja; Leftuxi. AF HVERJU BADMINTON: Skemmtilegasta íþróttin. VARSTU EKKI í ÖÐRUM ÍÞRÓTTUM: Jú, varð íslandsmeistari í fótbolta með 5.fl. ÍA og var jafnframt fyrirliði flokksins það ár — 1980. Hætti í fótbolta þegar ég flutti í bæinn. Ég æfði líka golf og handbolta á Skaganum. ÆFIRÐU MIKIÐ: Líklega 3-4 sinnum í viku — 100 mín. í hvert sinn. Það stendur til bóta því að TBR er að byggja nýtt 12 valla hús með gólfflötinn jafnstóran og í Höllinni. Fyrsta skóflustungan var tekin í sumar en húsið verður tilbúið í janúar - held ég að þar hafi verið slegið byggingahraðamet á hinu nýja húsi Valsmanna. Eða hvað fmnst þér? TITLAR í BADMINTON: 25 sinnum íslandsmeistari í unglingaflokkum og 9 sinnum íslandsmeistari í einliðaleik í röð til 18 ára aldurs. Einnig varð ég 2 sinnum íslandsmeistari í A-flokki. LANDSLEIKIR: 24 Unglingalandsleikir U-18 ára. 13 A-landsleikir. HVERT STEFNIRÐU: Til Kína næsta vor á heimsmeistaramótið. FYRIRMYND í SPORTINU: Morten Frost og Lius Phongo. BESTUR Á ÍSLANDI: Geri ekki upp á milli þeirra bestu. MESTU VONBRIGÐI: Ég verð svekktur þegar Skaginn og Southampton tapa í fótbolta og voru vonbrigðin mikil þegar mér var sagt að fjölskyldan væri að flytja til Reykjavíkur frá Akranesi. _ <,■■**** MESTA GLEÐI: Þegar ég varð íslandsmeistári f fót' og þegar ég var valinn i landsliðið í badminton. HJÁTRÚARFULLUR: Nei, það get ég ekki sagt, ERFIÐASTIANDSTÆÐINGUR: Þessir gulu Kínverjar. HELSTIVEIKLEIKI ÞINN: „Droppin“ á badmintonvellinum — stundvísi utan hans. ÆÐSTI DRAUMUR: Komast erlendis að æfa og keppa. BESTA SJÓNVARPSEFNI: íþróttir. BESTA ÚTVARPSEFNI: Við rásmarkið með Sigga Sverris. SKEMMTILEGASTA TÓNLIST: Hlusta á allt. BESTA LAG: Skagamenn, Skagamenn skoruðu mörkin. Við viljum boltann í mark Skagamenn. When the Saints og Wasted years með Iron Maiden. UPPÁHALDSPLATA: The number of the beast og Somewhere in time — báðar með Iron Maiden. LEYNDARMÁL: Það er nú það. FLEYGUSTU ORÐ: Úti - og góður þessi. FALLEGASTIKVENMAÐURINN: Allt of erfið spurning. HVAÐ HEITIR KÆRASTAN: Hún er ófundin ennþá. ÁHUGAMÁL: íþróttir. HVAÐ VILTUI' JÓLAGJÖF: Hjólkoppa áiflinn. LÝSING Á SJÁLFUM ÞÉR: Stór, þéttur ojfcrvhentur

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.