Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 69

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 69
EKKERTMÁL! — heimsókn í fimleikadeild Garðabæjar Texti: Halldóra Guðrún Sigurdórsdóttir Myndir: Grímur Bjarnason haldin mai s.l., þær eiga unglingameist- ara í 13-14 ára, C-liðið fékk bronsið á Bikarmótinu og þær urðu í þriðja sæti á gólfi í Unglingamótinu. Stjarnan hef- ur aldrei tekið þátt í íslandsmótinu en stefnt er að því að senda stelpur í Unglingameistaramótið í frjálsum æf- ingum. í dag eru sex þjálfarar sem þjálfa fimleikastúlkurnar; Sigríður Björns- dóttir, Ragnheiður Friðriksdóttir, Dóra Óskarsdóttir en hún er sú eina sem æfir fimleika, Anna Borg, Kristín Ragna Pálsdóttir og eini karlmaðurinn í þjálfaraliðinu er Guðni Sigfússon. Hann hefur þjálfað frá 1969, var hjá Ármanni en hefur síðast liðin tvö ár verið þjálfari hjá Stjörnunni. Aðspurð- ur sagðist hann vera íþróttakennari að mennt en fimleikar er það eina sem hann kennir í ár. Blaðamaður og ljósmyndari íþrótta- blaðsins lögðu leið sína í Garðabæinn með það fyrir augum að fylgjast með æfíngum fimleikahópsins og við spjöll- uðum í leiðinni við þær Kristínu og Önnu Borg. AÐSTÖÐULEYSIÐ FYRIR NEÐ AN ALLAR HELLUR Það er ekki úr vegi að fá þeirra skoðun á því hvers vegna íslendingar séu ekki betri í fimleikum en raun ber vitni. 69

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.