Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Side 76

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Side 76
Borðtennis áherslu á orð sín. Það þarf gífurlegan andlegan styrk til að standast það álag að leika kannski 4-5 leiki á dag. En vissulega er það ekki nóg maður þarf að vera í góðri líkamlegri þjálfun eins og í öllum öðrum íþróttum. Að mínu mati er það snerpan sem er hvað mikil- vægust í fari þess sem leggur stund á borðtennis ef ég á að draga eitt út úr. Eins og í öðrum íþróttum er það þjálfunin sem ræður úrslitum um hve langt þú nærð. MARKVISSAR ÆFINGAR — Hvernig æfið þið? — Venjulega æfum við 4-5 stundir á dag. Þar af fer 1 1/2 til 2 stundir í „teknískar" æfingar við borðið. Síðan eru líkamsæfingar; mikil hlaup og leik- fimi. Þjálfunin hjá Iiðinu mínu í Sví- þjóð er fyrsta flokks og gerist ekki betri í Evrópu. Auk þessara reglu- bundnu æfinga eru svo æfingaleikir og mót en þegar um er að ræða mikilvæg mót eins og t.d. Evrópumótið og HM þá eru æfingarnar mun strangari og taka lengri tíma. — Þrotlausar æfíngar segir Ulf Carlsson. Hann hefur náð langt í íþrótt sinni, borðtennis. Heimsmeistari í tví- liðaleik, talinn áttundi besti leikmaður í Evrópu og sá 19. besti í heiminum. Hve lengi verður hann á toppnum? — Ég er ákveðinn í leggja allt í söl- urnar til að halda þeim titli sem ég hef þegar unnið til. Heimsmeistaramótið í tvíliðaleik verður í Nýju-Delhí á Ind- landi í febrúar á næsta ári. Ef við lítum fram til ársins 1988 þá eru það nátt- urulega Ólympíuleikamir í Seoul þar Ulf Carlsson endurnýjar gúmmíið á spaðanum. rúmgóöur sýningasalur, liprir sölumenn, 15 ára reynsla, þetta tryggir góöa þjónustu Bílahöllin 53 Akureyri 76

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.