Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 81

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 81
---------Á heimavelli BJÖRN BORG SKORAR ALLTAF Bjöm Borg hætti tennisleik á há- tindi ferils síns - nú stefnir hann á tindinn á öðrum vettvangi. Fyrir ári markaðssetti Björn Borg herrasnyrti- vörur sínar á Norðurlöndunum að Is- landi undanskildu. Seinni hluta októ- ber hófst hins vegar markaðssetning á þessum frábæru herrasnyrtivörum hér á landi - á sama tíma og í Þýska- landi, Hollandi og Belgíu. Um er að ræða tvær ilm-tegundir byggðar á ólíkum ilmi sem þó báðar endurspegla persónuleika Björns Borg. Annar ilmurinn er einfaldlega nefndur „Björn Borg“ - hann er frísk- ur og sportlegur á meðan hinn ilmur- inn nefndur „Björn Borg 6-0“ er klass- ískur og hlýr. Báðir eiga það sameig- inlegt að vera sérstaklega glæsilegir. Hinir mismunandi ilmar eru fram- leiddir af tveimur eftirsóttustu nöfn- um meðal ilmefnaframleiðenda heims. Takasako í París hannaði „Björn Borg“ og Givaudan í Genf hannaði „Björn Borg 6-0“. Til að halda hönnunargæðunum í hámarki var hinn frægi franski hönn- uður Pierre Dinand fenginn til að hanna umbúðirnar. En handbragð hans er auðþekkjanlegt á hinni glæsi- legu hönnun og litasamsetningu. Steingrátt, silfur og vínrautt með tvö- földu B og eiginhandaráritun tennis- stjörnunnar Björn Borg í klassískum flöskum með fínlegum hliðarrákum sem líkjast haldi á tennisspaða. Bæði „Björn Borg“ og „Björn Borg 6-0“ innihalda: Aftershave, After- shave Skin Conditioner, Eau de Toi- lette, Deo Stick, Deo Spray, sápu í öskju, baðsápu í bandi sem er í lag- inu eins og tennisbolti og herra snyrtitöskur. Fyrir jólin verða svo á boðstólum fallegir gjafakassar sem henta herrum á öllum aldri, en inni- hald þeirra er Aftershave og sápa í öskju. Cmboðsaðili fyrir Björn Borg herrasnyrtivörurnar á Islandi er heild- verslunin Arctic Trading Company, Iðnbúð 5 Garðabæ. Undirbúningur íþróttamanna fyrir erfiða keppni eða leiki er eins mis- munandi og íþróttamennirnir eru margir. Sumir naga á sér neglurnar, aðrir leggjast á bæn og enn fleiri klæðast ákveðnum fötum. Einn er sá íþróttamaður sem fer hamförum áður en alvaran hefst - hann heitir Preben Elkjær Larsen og er einn fremsti knattspyrnumaður Dana. Flestir muna sjálfsagt eftir Preben Elkjær úr síðustu heimsmeistara- keppni í knattspyrnu en þar stóð kappinn sig frábærlega. Elkjær þykir frábær knattspyrnumaður, þindar- laus og mikill bægslagangur í kring- um hann. Dags daglega þykir Preben frískur og skemmtilegur karakter en síðustu dagana fyrir landsleiki fer hann hamförum og er vart mönnum sinnandi. Hann rakar sig ekki, fer ekki í bað og talar ekki við nokkra sálu. Ef einhver yrðir á hann bregst hann illa við og urrar á móti. <3 En árangur þessa hamfara leynir sér ekki því Preben þykir með ein- dómum góður knattspyrnumaður. Ekki veit ég hver herbergisfélagi Prebens í landsliðsferðum er en lík- lega er sá hinn sami fámáll að eðlis- fari og kann vel við svitalykt. PREBEN ELKJÆR LARSEN Meiriháttar íþróttasokkar Kalmannsvöllum 3, Akranesi, s-93-2930 81

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.