Íþróttablaðið - 01.12.1986, Síða 83

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Síða 83
Á heimavelli VITLAUS MAÐUR í RÖNGU RÚMI Iþróttamennirnir Nonni og Palli voru bestu mátar en þó var dálítill metingur þeirra á milli annað slagið. Nonni var að monta sig yfir því hversu utan gátta hann væri annað slagið • yfir öllu er nú hægt að gorta sig! „Eg get sagt þér það Palli, að ég get verið alveg hræðilega utan við mig. Eftir frjálsíþróttamótið í Laugar- dalnum um daginn þá var ég svo annars hugar að ég fór klefavillt og álpaðist inn í búningsklefa stelpn- anna. En minn fattaði það ekki strax - síður en svo. Það var ekki fyrr ég var kominn í nærbuxurnar og var að setja á mig brjóstarhaldarann hennar Qunnu að ég uppgötvaði að ég var í kvennaklefanum. Qeturðu hugsað þér hvernig mér leið - í annarra manna fötum.“ „Þetta er nú ekkert," sagði Nonni. „Eftir fótboltaæfinguna um daginn, fór ég aðeins á Qaukinn og kom því í seinna lagi heim. Eg fann ekkert á mér en við fengum okkur í nokkur glös. Mér til mikillar mæðu var raf- magnslaust í Vesturbænum þegar ég renndi að blokkinni og því allt í svarta myrkri. Mér tókst þó á mjög sérstakan hátt að komast inn til mín, hátta mig og laumast upp í rúm til konunnar minnar sem var sofnuð. Ég strauk Siggu aðeins eins og ég er vanur að gera en viti menn. Ég upp- götvaði ekki að ég hafði farið íbúðar- villt fyrr en ég snerti manninn við hlið hennar og fann strax að það var ekki ég - því hann var ioðinn á bringunni." Já, sér er nú hver metingurinn. ÞÚ FLJÓTASTUR - ÓTRÚLEGT Nonni og Palli voru farnir aftur í hár saman og nú var metingurinn hvor væri fljótari. Palli var frjáls- íþróttamaður og þóttist því aldeilis var sneggri en fótboltasparkarinn Nonni. „Þú er nú svo seinn", sagði Palli við Nonna. „Að einfætt skjald- baka með ungana sína á bakinu myndi vera fljótari með tuðruna upp kantinn en þú Nonni minn.“ „Þú heldur það já,“ svaraði Nonni rólegur. „Það sem ég hef aldrei skilið og mun aldrei skilja Palli minn. DÝRAR ÞESSAR FRÖNSKU Það er víða en hjá Manchester I Clnited sem framkvæmdastjórar heimta röð og reglu. Qeorge Qraham hjá Arsenal sem upp á síðkastið er búinn að ná góðum árangri með liðið hefur skipað leikmönnum liðsins að mæta til sérhvers útileiks í einkennis- fatnaði félagsins - bláum jakka, gráum buxum og hvítri skyrtu með liðsbindið. Ekki eru allir leikmenn Arsenal sáttir við þessa nýbreytni og er Charlie Nicholas sem er spjátrungur mikill vart fáanlegur til að ganga í þessum leppum - hann verður þó að hlýða eins og aðrir. Annars hefur mikið verið rætt í fjölmiðlum um þennan 24 ára gamla skoska fram- herja og þá einkum vegna áhuga ris- anna í Englandi, Liverpool og Manchester Onited á að fá hann í sín- ar raðir. Samningur Nicholas hjá Ars- enal rennur út í sumar. Ekki er þó all- ir jafn hrifnir af Karli þessum Nikulás- syni. Ein ensk yngismær varð ekki alls fyrir löngu bæði undrandi og glöð þegar hún rakst á þennan fræga knattspyrnumann á hamborgara- stað á eynni Mallorka - þau voru þar samtímis í sumarleyfi. Hún ásamt vin- konum sínum umkringdi stjörnuna með hávaða og til að vekja á sér athygli frekar en á hungri, veður stúlkan í skammt Charlies af frönsk- um kartöflum. Om leið spyr hún hvort ekki sé í lagi að hún fái sér eina. Kempan kunna brást hin versta við, hrifsaði til sín kartöfluna og rak stúlkunni mikinn kinnhest (hver var svo að segja að Skotar væru nískir?) Stúlkan kærði Charlie fyrir rétti í Bretlandi og var hann dæmdur til að greiða henni skaðabætur sem nema um 40.000 íslenskum króna. (Dýrar franskar það). Hvernig í ósköpunum tókst þér, af 100 milljón sæðisfrumum að vera fljótastur. Þekktirðu eggið eða hvað?“ 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.