Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 90

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 90
D.M. Thomas — höfundur bókarinnar Hvíta hótelið er breskur. Hann starfaði lengi sem prófessor en hefur nú gef- ið sig alveg að ritstörfum. Skáldsögur hans hafa fengið mjög góða dóma og hann hef- ur hlotið bókmenntaverðlaun bæði fyrir þær og eins fyrir Ijóð sín. Með Hvíta hótelinu öðlaðist nöfundurinn mikla frægð og bókin hefur verið þýdd á mörg tungumál. Dr. Rut Westheimer höfundur bókarinnar Leiðbeiningr um gott KYNLÍF er gyðingur, fædd í Þýskalandi. Hún ólst upp á munaðarleysingjahæli í Sviss en braust síðan til mennta og lauk háskólaprófi í Frakklandi og doktorsprófi í Bandaríkjunum. Er hún í hópi kunnustu útvarps- og sjón- varpsmanna vestanhafs og bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál og njóta gífurlegra vinsælda. Stephen King höfundur bókar- innar Visnaðu! hefur oft verið kallaður konungur spennu- sagnanna og víst er að sögur hans eru allt öðruvísi en hinar hefðbundnu spennusögur. King nær fram magnaðri stemningu í sögum sínum og tekst að halda spennunni frá upphafi til enda. Janine Boissard er nú talin í hópi efnilegustu skáldkvenna Frakklands. Sögur hennar þykja einkar trúverðugar og persónusköpun hennar skýr. Bókin Ný kona fékk mjög góð- ar viðtökur er hún kom út og hefur þegar verið þýdd á mörg tungumál. Eldri bækur sem vert er að gefa gaum SIKILEYINGURINN eftir Mario Puzo Verð kr. 995,00 Helmslns mestu FURÐUFUGLAR ELDUR OG REGN eftir Vigdísi Grímsdóttur Verð kr. 985,00 FURÐUFUGLAR eftir Mike Parker Verð kr. 995,00 hvernig-Ælskö a HVERNIG ELSKA A KARLMANN eftir Alexandra Penney Verð kr. 995,00 Helgi Magnússon höfundur bókarinnar HAFSKIP gjörningar og gæsluvarðhald er viðskiptafræðingur og löggiltur endur- skoðandi. Hann starfaði í 14 ár sem endurskoðandi Hafskips hf. og þekkir því vel til fyrirtækisins og hinnar stormasömu sögu þess. Helgi lenti í gæsluvarðhaldi s.l. vor og segir frá þeirri reynslu sinni í bókinni á áhrifamikinn hátt. Gullveig Sæmundsdóttir ritstjóri bókarinnar NÝTT LÍF - ÚR- VALSRETTIR er kennari að mennt en hefur gegnt ritstjórastarfi tímaritsins Nýtt Líf frá árinu 1984. í ritstjóratíð hennar hafa matarþættir blaðsins vakið mikla athygli og í bókinni er úrval þeirra þátta sem birst hafa undanfarin tvö ár. Höfundarnir eru alls 15 - allir áhugamenn um matargerðarlist.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.