Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 18

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 18
ívar Webster Málið var að þeir vildu mann eins og Danny Shous, mann sem gat skorað upp í 50 stig í leik. Ég er miðherji og get skorað þetta 25 til 30 stig í leik og hirt annað eins af fráköstum og blokk- að 10-12 skot í leik. Við spiluðum í Reykjavíkurmótinu fyrst eftir að ég kom til félagsins. Jón Sigurðsson var meiddur á þeim tíma og gat ekki spilað og því var öll pressan á mér. Við töpuð- um tveimur leikjum en mér gekk engu að síður ágætlega í þeim. Ég sá að í öðrum þessara leikja hirti ég yfir 30 fráköst, skoraði um 25 stig og blokkaði 10-11 skot og þetta var svipað í öðrum leik á eftir. En ég var greinilega ekki sá spilari sem þeir vildu svo að ég einfald- lega skipti um félag. KR er gott félag og þó þeir hafi ekki getað notað mig á sínum tíma getur vel verið að þeir hafi þörf fyrir mann eins og mig í dag.“ SAGÐIAÐ ÉGGÆTI EKKI SPILAÐ KÖRFUBOLTA Ég man að á þessum tíma skrifaði einn af íþróttafréttamönnunum í Reykjavík það um mig að ég gæti ekki spilað körfubolta. Ef ég hef ekki sýnt það á þessum sjö árum sem ég hef ver- ið hér, að ég geti spilað körfubolta, þá ætti ég að fara að snúa mér að golfinu eða einhverju slíku.“ — Þú fórst frá KR til Skallagríms í Borgarnesi. Hvernig var að vera þar? „Það var ágætt að búa í Borgarnesi. Auk þess sem ég þjálfaði og spilaði með meistaraflokki félagsins var ég þjálfari 6 annarra flokka. Þetta var samt mjög erfiður tími. Ég vann frá kl. 8 á morgnana til 4 á daginn og síðan tóku æfingarnar við. Ég gleymi því aldrei þegar ég mætti á fyrstu æfinguna hjá stelpunum. Þegar ég opnaði hurðina inn í saiinn stóðu 35 stúlkur fyrir fram- an mig tilbúnar á æfingu. Það var rosa- legt fyrir mig sem kunni ekki orð í ís- lensku. En ég kunni fljótlega mjög vel við mig. Þetta er lítill bær og fólkið er mjög vinalegt. Það er enginn grund- völlur fyrir góðan meistaraflokk í Borg- arnesi. Þegar ég var búinn að þjálfa unga leikmenn upp í meistaraflokk fóru þeir suður í skóla og hófu að leika með liðum í Reykjavík. Þegar mér varð þetta ljóst og sá fram á það að ég fengi enga samkeppni sjálfur, ákvað ég að fara suður aftur og leika með liði þar.“ — En af hverju urðu Haukar fyrir valinu? „Ég hafði samband við KR og Hauka og gerði þeim grein fyrir því að ég vildi spila fyrir sunnan. Ég veit ekki hvort að KR hafði mikinn áhuga á mér en það atvikaðist þannig að ég fór til Hauka. Ég hafði séð þá spila og þetta ár unnu þeir 2. deildina og í liðinu voru margir ungir og efnilegir leik- menn. Ég sagði við sjálfan mig, Haukar er lið sem á framtíðina fyrir sér og þangað fer ég. Og ég er viss um að ég gerði rétt með þeirri ákvörðun." VARÐ AÐ SITJAUPPIÍ ÁHORFENDAPÖLLUM — Hvernig var tíminn með Hauk- um? „Hann var mjög góður að undan- skildu árinu sem ég mátti ekki spila með liðinu. Ég þurfti að gera mér að góðu að sitja uppi í áhorfendapöllum fyrsta árið sem Haukar Iéku í Úrvals- deild. Ég var ólöglegur með liðinu vegna þess að útlendingar voru bann- aðir það árið. Ég talaði við þá hjá ÍSÍ og þeir sögðu mér að allir þeir sem höfðu búið hér á landi í einhvern tíma og borgað skatt til ríkisins eins og ég hafði gert í 2-3 ár væru löglegir með ís- lenskum félagsliðum. Nú og þá var ég giftur íslenskri konu og átti með henni barn. En þeir hjá KKÍ höfðu aðrar regl- ur og þvi varð ég að láta mér nægja að æfa með Haukum og sitja síðan sem áhorfandi í leikjum. Þetta var hræðileg- ur tími og það versta sem hefur komið fyrir mig. Síðan spilaði ég með liðinu keppnistímabilin '84-85 og '85-86 og við unnum bikarkeppnina bæði árin en urðum að Iáta okkur lynda annað sæt- ið í Úrvalsdeildinni þau ár. Að vinna bæði árin var frábært en takmark mitt er að spila í liði sem vinnur Úrvalsdeild- ina, áður en ég legg skóna á hilluna. Að öllu forfallalausu á ég eftir að spila körfubolta næstu 6-7 árin. DÓMARARNIR BJÖRGUÐU NJARÐ VÍKINGUM Við vorum mjög nærri því Haukarnir að vinna Úrvalsdeildina '84-85. Við unnum Njarðvíkinga í Njarðvíkum og fengum þá síðan heim í seinni leiknum ívar Webster ásamt lærisveinum sínum. í úrslitunum. En þeir unnu okkur í Hafnarfirði og einungis fyrir það að dómarar leiksins voru búnir að koma mér út af með 5 villur á fyrstu mínútu síðari hálfleiks sem var mjög ósann- gjarnt. Ég fékk 4 villur í fyrri hálfleik og um leið og ég steig inn á gólfið í síð- ari hálfleik fékk ég 5. villuna. Ég er sannfærður um það ef ég hefði getað spilað allan leikinn hefðum við unnið og orðið meistarar. Við töpuðum svo þriðja leiknum sem fram fór í Njarðvík- um og þeir unnu deildina. Þetta voru tvö bestu liðin á þessum árum enda með tvo af bestu þjálfurum landsins, þá Einar Bollason og Gunnar Þorvarð- arson sem eru landliðsþjálfarar í dag.“ LANGAÐIAÐ ÞJÁLFA AÐNÝJU — En hvað var það sem fékk þig til að koma til Akureyrar? „Mig langaði að breyta til og fara að þjálfa að nýju. Ég verð ekki ungur að eilífu. Ég fór því að líta í kringum mig og skoða hvaða lið væri fýsilegt að þjálfa. Ég hafði mikinn áhuga á því að reyna að endurtaka ævintýrið með Haukum. Þeir voru í 1. deild þegar ég kom til liðs við þá. Það er margt líkt með Haukum þegar ég kom til Hafnar- fjarðar og Þór á Akureyri í dag. Bæði liðin með unga og efnilega Ieikmenn. 18

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.