Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 22
KRISTJÁN
HARÐARSON
8METRAR ER
ÓSKADRAUMURINN
SEMMAÐUR SOFNAR
OGVAKNARVIÐ.
Kristján Harðarson er íslandsmet-
hafi í langstökki, 7,79 m. Hann hefur
dvalið í Alabama í tvö ár eftir að hafa
verið eitt ár þar á undan í San Jose í
Kaliforníu. Kristján var að æfa tæknina
í langstökkinu er okkur bar að garði
enda fyrsta mótið innanhúss ekki langt
undan og því nauðsynlegt að slípa
tæknina aðeins. Hann gaf sér þó tíma
til að setjast aðeins niður og svara
nokkrum spurningum.
— Árið 1985 skiptir þú um skóla
Kristján og komst hingað til Tusca-
loosa frá San Jose, hvernig stóð á því?
„Þjálfarinn sem ég hafði í San Jose
fékk stöðu við annan skóla og leyst
mér ekki nógu vel á það. Ég vissi að
margir íslendingar væru hér og hér var
mjög gott frjálsíþróttalið, auk þess að
aðstaðan var góð. Ég skipti því um
skóla í janúar 1985.“
— Nú hefur íslandsmetið staðið í
tvö ár, er ekki stefnan að bæta úr því í
sumar ?
„Stefnan er að komast heill í gegn-
um keppnistímabilið og bæta sig. Ég
hef verið meiddur undanfarin tvö ár og
hefur það sett verulegt strik í reikning-
inn.“
— Hver er munurinn á mótum hér
úti og heima ?
„Mótin hér eru mun fjölmennari og
sterkari og því miklu meiri keppni en
heima.“
— Nýr þjálfari hér í Alabama hefur
viljað breyta stökktækni þinni, hvernig
líst þér á það?
„Já, hann vill að ég breyti hangstíln-
um í hjólastíl. Ég er nýbyrjaður á þessu
og hefur þetta gengið ágætlega hingað
til en ég á samt langt í land með að ná
þessum nýja stíl. Hjólastíllinn virðist
þó eiga betur við mig og ég hef trú á
að stökkva lengra en áður. Átta
metrarnir er óskadraumurinn sem
maður sofnar og vaknar við á hverjum
morgni."
RAGNHEIÐUR
ÓLAFSDÓTTIR
ÍMARSÆTLAÉGAÐ
KEPPAÍ10000 M.
Ragnheiður Ólafsdóttir á öll íslands-
metin í millivegalengdum kvenna þ.e.
800 m, 2.04,90 mín., 1500 m, 4.15,75
mín., 3000 m, 9.09,81 mín. Ragnheiður
hefur verið hér í Alabama í 3 og 1/2 ár.
Hún hljóp hring eftir hring á brautinni
á æfingunni ásamt æfingafélögum sín-
um sem eru alls staðar að úr veröld-
inni. Við grípum hana vel sveitta eftir
æfinguna og heyrum hvað hún hefur
að segja:
— Þú hljópst víðavangshlaup í
haust fyrir lið skólans, hvernig gekk
það og telur þú það góðan undirbún-
ing fyrir komandi keppnistímabil ?
„Mér gekk ekki nógu vel þar sem ég
tók langa hvíld í haust eftir keppnis-
tímabilið heima og var því sein af stað
hér í haust. Liðinu gekk þó vel, við
unnum svæðamótið hér í Suðaustur-
ríkjunum og komumst á bandaríska
háskólamótið. Þar gekk mér illa og
tognaði í kálfanum. Ég tel víðavangs-
hlaupin vera mjög góðan undirbúning
fyrir keppnistímabilið, maður byggir
upp góðan grunn.“
— Leggur þú áherslu á innanhúss-
tímabilið sem er að hefjast?
„Nei, það geri ég ekki. Ég mun
aðallega hlaupa 2 mílur inni og vissu-
lega væri gaman að ná lágmarkinu á
háskólamótið, en það er ekkert atriði
fyrir mig. Ég legg aðaláherslu á utan-
hússtímabilið.“
— Þú varst í Þýskalandi við æfingar
fyrir nokkrum árum, hver er munurinn
á því að vera þar og hér?
„í Þýskalandi keppti ég fyrir sjálfa
mig fyrst og fremst og var með í gerð
æfingaáætlana með þjálfurunum. Hér
keppi ég fyrir skólann, í mörgum grein-
22