Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 23

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 23
um og æfi með mun yngri krökkum í flestum tilfellum. Ég hef mun meiri reynslu í að keppa og æfa en flestar stelpurnar hér og þær því mataðar af þjálfurunum og koma hvergi nærri í að gera æfingaáætlanir. Þjálfararnir skilja svo ekki ef ég hef kannski aðrar skoð- anir á hlutunum en þeir.“ — Þú hefur keppt í mörgum grein- um og staðið þig vel í þeim öllum, á hvaða grein ætlar þú að leggja áherslu í sumar? „3000 metrarnir er mín grein, en mig langar að prófa 5000 m. í mars ætla ég síðan að keppa í 10000 m í fyrsta skipti á braut.“ — Hvernig gengur að samræma nám og öll þessi hlaup Ragnheiður? „Það gengur ágætlega. Maður verð- ur auðvitað að skipuleggja tímann vel. En maður er heldur ekki að þessu alla ævi og því sjálfsagt að fórna þessum tíma í þetta.“ GUÐMUNDUR SKÚLASON GENGUR BETURAÐ ÆFAENÍFYRRA Guðmundur Skúlason kom fram á sjónarsviðið mjög snögglega fyrir nokkrum árum sem 800 metra hlaup- ari. Besti tími hans í greininni er 1.50,92. Guðmundur hefur dvalið hér í Alabama í 3 ár. Hann keppti lítið í fyrra, en við gátum ekki betur séð en hann væri á erfiðri æfingu þegar við komum. — Þú sást varla á hlaupabrautinni í fyrra Guðmundur, hvað olli því? „Til að byrja með var það sökum meiðsla. Ég tognaði í læri í janúar í fyrra og svo í hinu lærinu skömmu seinna. Auk þessa vildi aðalþjálfarinn hér ekki endurnýja skólastyrk minn, þannig að ég æfði lítið eftir þetta. Ég komst aldrei á skrið aftur og keppti því ekkert heima yfir sumartímann. Nú gengur mér allavega betur en í fyrra og betur en oft áður. Ég er bjartsýnn en þó ekki upp úr skýjunum.“ — Þú æfir með einum albesta 800 m hlaupara heims, William Wuyke frá Venezuela sem á 1.43,5 mín„ í 800 metrunum. Skiptir þetta ekki miklu máli fyrir þig ? „Jú, það gerir það. William hefur mikla reynslu og gott að hafa hann með sér á æfingum á hverjum degi.“ — Hver er stefnan í sumar? „Það fer eftir árangri í vor hér úti og eftir tímanum sem ég hef aflögu. Ég er hér í námi og ætla í sumarskóla og kem því kannski ekkert heim í sumar. Ef til vill verður maður bara í skólanum í allt sumar og spilar tennis með.“ SIGURÐUR EINARSSON ÉG ERAÐ ÞESSU FYRST OG FREMST VEGNA ÁNÆGJUNNAR Sigurður Einarsson spjótkastari spratt heldur betur út í sumar og kast- aði nýja spjótinu 79,74 m. Sigurður hefur dvalið í Alabama undanfarin ár við góðan orðstír. Hann og nafni hans Matthíasson eru að kasta spjóti og eru hinir hressustu. — Nú hefur þú lokið þínum 4 árum í keppni fyrir skólann hér í Alabama, hvað ert þú að gera hér núna ? „Ég mun útskrifast úr skólanum hér í desember. Ég er hér vegna frábærrar aðstöðu við æfingar. Hér er gott um- hverfi og gott að hafa sinn vanagang á hlutunum." — Hverniglíkarþérviðnýjaspjótið sem kom á markaðinn í sumar? „Mér getur ekki litist illa á það, ann- ars væri ég ekki að kasta því. þetta er spurning um að aðlagast að breyttu spjóti. Margir héldu að það þyrfti meiri kraft til að kasta þessu nýja spjóti, en ég tel þess ekki þurfa. Það er erfiðara að vera öruggur með löng köst með því vegna þess að þyngdarpunkturinn er fjær átakspunktinum og því erfiðara að ná átakinu í gegnum spjótið." 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.