Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 27

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 27
Áhugasamir krakkar frá ísafirði tilbúnir að skíða niður brekkuna. Upprennandi skíðastjörnur? fullnægjandi. Árangur í íþróttum og aðstaða helst jafnan í hendur. Hér er mjög lítið íþróttahús en uppbygging í flestum íþróttagreinum er mjög já- kvæð. Nýr malarvöllur hefur verið tek- inn í notkun og hefur knattspyrnu- deildin því þrjá velli til umráða. Gróskumikið starf er í knattspyrnunni þrátt fyrir að horfur séu ekki bjartar með meistaraflokk félagsins. Tíu flokk- ar er reknir í félaginu og höfum við mjög góðan efnivið. Fjórði flokkur spjaraði sig vel í fyrra sumar en sann- ast sagna er allt of lítið lagt í þjálfun yngri flokkanna. Sú þjálfun þarf að vera mjög markviss og ákveðin til þess að strákarnir skili sér upp í meistara- flokk. Stelpurnar lentu í 2. sæti í sínum riðli í 2. deild og er því bjart framundan hjá þeim. Auk þess að eiga lið í 2. deild þá leika tvö lið héðan í 4. deild. Það eru BÍ og Reynir Hnífsdal sem er í næsta nágrenni ísafjarðar. Þar sem íþróttahús staðarins er með minnsta móti er körfubolti lítið stund- aður. Við höfum leikið blak og bad- minton í húsinu en fólk frá ísafirði sækir töluvert í íþróttahús Bolungar- víkur sem er stórt og rúmgott. En allt horfir til betri vegar hvað varðar íþróttamannvirki því þegar hefur verið tekin fyrsta skóflustungan að nýju íþróttahúsi. í kjölfar þess ættum við að ná upp kraftmiklum innanhússíþrótta- greinum. Á ísafirði eru frjálsar íþróttir ekki stundaðar sökum aðstöðuleysis en á sumrin eru þó haldin ýmis nám- skeið sem tengjast frjálsum íþróttum. Almenningur á ísafirði bregður sem oft á gönguskíði og hefur verið lögð áhersla á góðar brautir. Eins og gefur að skilja er skíðaíþróttin mjög vinsæl hér og hefur alla tíð verið okkur í blóð borin. Stutt er í skíðavæðið og gerir það okkur mun auðveldara um vik.“ Fimm íþróttakennarar eru starfandi á ísafirði og eru mörg íþróttanámskeið haldin á þeirra vegum. Bæjarbúar geta stundað leikfimi og erobikk að vild undir góðri leiðsögn Rannveigar Páls- dóttur og Guðríðar Sigurðardóttur. Ný félagsmiðstöð var opnuð í lok janúar og er aðstaða þar sérlega glæsi- leg. Krökkum gefst þar kostur á að stunda billjard, borðtennis og margt fleira. Forstöðumaður félagsmiðstöðv- arinnar sem ber nafnið Sponsið heitir Dagný Björg Pétursdóttir." Björn Helgason hefur í mörg horn að líta því undir hans umsjón er m.a. skíðasvæðið, íþróttahúsið, sundlaugin, íþróttavellirnir og félagsmiðstöðin. SKÍÐALANDSMÓT ÍSLANDS Um páskana verður að öllum líkind- um mikið að gerast á ísafirði því dag- ana 15.-20. apríl verður Skíðalandsmót íslands haldið á Seljalandsdal. Undir- búningur hefur staðið yfir frá því í nóvember og verður allt komið á loka- stig fýrir mánaðamótin mars apríl. Gíf- urleg vinna hefur verið lögð í undir- búning Landsmótsins en formaður undirbúningsnefndar heitir Óli Magn- ús Lúðvíksson. Öll aðstaða fyrir kepp- Óli Magnús Lúðvíksson formaður undirbúningsnefndar skíðalandsmóts- ins. endur, dómara og áhorfendur verður til fyrirmyndar og er reiknað með að um 70 stafsmenn verði á svæðinu mótsdagana. Árið 1983 var Landsmótið síðast haldið á ísafirði og ríkir því mikil eftir- vænting í bænum. Að öllum líkindum verða keppendur um sjötíu, þar á með- al okkar besta skíðafólk. Möguleiki er á því að nokkrir erlendir keppendur verði meðal þátttakenda. Að sögn Óla Lúðvíkssonar er bjartsýni ríkjandi á að mótið verði gott og keppendur ánægð- ir með brautirnar því þær eru með besta móti. Að sögn Óla hefur skíðaáhugi á landinu verið í lægð og telur hann ástæðu þess að ekki hafi verið um Björn Helgason íþrótta- og æskulýðs- fulltrúi á ísafirði. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.