Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 29

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Blaðsíða 29
ísafjörður Helga Sigurðardóttir tekur á í heimasmíðuðum sundbekk sem kemur að góð- um notum. Ólafur þurfti ekki að standa með svipu yfir krökkunum því agaðari íþróttahóp hef ég sjaldan augum litið. Svitinn bog- aði niður spennta vöðvana og hver æfingin rak aðra. Hvorki heyrðist hósti né stuna frá nokkrum manni en Ólafur gekk á milli og leiðbeindi af fremsta megni. Já, það er mikið á sig lagt nú á dögum til þess að ná árangri. Að lok- inni þrekþjálfuninni var farið í skýlur og sundboli og sundlaugin varð vett- vangur næstu æfinga. Hver kílómetr- inn af öðrum var lagður að velli og synti hver í kapp við annan. Þetta var ekki eina æfing dagsins því 5 daga vikunnar fer keppnishópurinn á fætur klukkan hálf sex á morgnana og syndir þá fjölmarga kílómetra. Ekki öfundsvert að vera sundmaður í fremstu röð — eða hvað? Að lokinni æfingu hittum við hinn áhugasama þjálfara Vestra að máli en Ólafur kom til Ísaíjarðar haustið 1983 þegar þjálf- arastaðan var auglýst laus til umsókn- ar. Á undan Ólafi voru sundmálin á staðnum í höndum Ingólfs Gissurar- sonar frá Akranesi og Fylkis Ágústs- sonar frá ísafirði. „Þetta var allt í startholunum þegar ég kom hingað og áhuginn fyrir hendi. Það sem hjálpar mikið til er að krakk- arnir eru miklir námshestar og kunna þar af leiðandi vel við kröfurnar. Ég tók strax þá stefnu að breyta til og koma á fót foreldrastarfi. Það byggist á því að foreldrar krakkanna reka sundfélagið. Því skyldi ég, ókunnugur maður úti í bæ vera að reka félag fýrir börnin þeirra. Allt er því í höndum for- eldranna, stjórnin, Ijáröflun og móts- hald. Við erum aðeins ráðgefendur. Þessi stefna, það að virkja foreldrana er að ryðja sér til rúms hér á landi og ef til vill erum við brautryðjendur." — Hverjar eru þjálfunaraðferðir þínar? „Mínar þjálfunaraðferðir eru í flest- um tilfellum hefðbundnar en við vinn- um að vísu eingöngu eftir amerískum kerfum. Við höfum mjög góða aðstöðu þótt laugin sé eins og hún er. Æfinga- tími er mjög reglubundinn og hentar hann krökkunum vel. Áhuginn sem spinnst á milli foreldra og barna kallar á mikið aðhald. Það er auðvelt að eiga við krakkana þegar hægt er að gera það í gegnum íjölskylduna. Eftirlit og upplýsingastreymi er mjög gott — ég þýði töiuvert af erlendu efni sem ég kemst yfir hvað varðar mataræði og fleira. Það sem er kannski frábrugðið hjá okkur er að við tökum þetta mjög aivarlega. Aginn er strangur en það kjósa þau og finnst hreinlega slæmt að hafa losarabrag á hlutunum. Það er létt vinna fyrir þjálfara að vinna með svona hópi.“ — Ertu sáttur við árangur krakk- anna til þessa? „Ég get ekki verið annað — því þessi tími hefur verið ævintýri líkastur. Félagið var nánast ekki til fyrir 4 árum. Við vorum í 2. deild í fyrra en erum nú- verandi bikarmeistarar." — Er landsbyggðin að stela sen- unni frá Reykjavík? „Það virðist vera. Uppbyggingin og framfarirnar eru úti á landsbyggðinni og virðist vera einhver lægð í Reykja- vík. Besta sundfólkið í dag er utan af landi. Landsliðsfólk okkar eru Helga, Þuríður, Ingólfur, Birgir og Pálína. Tveir aðrir standa á þröskuldi lands- liðsins og vonumst við til að ná þeim inn eftir næsta meistaramót." — Hve stór hluti æfinga sundfólks er með lóð og aðrar líkamsæfingar? „Við æfum lyftingar 5 sinnum í viku — klukkutíma í senn og syndum á eft- ir. Einnig teygjum við mjög vel. Æfing- íþróttamaður! Mjólk er orkulind og heilsugjafi Mjólk er fóstra og félagi Mjólk er góö Mjólkursamlag ísafjarðar 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.