Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Qupperneq 59

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Qupperneq 59
Linda Jónsdóttir bandarísku eru vinsælastar. Það eru stífar og erfiðari æfingar en hér heima, leikirnir harðari, snerpan meiri og hraðinn mikill. Það ræðst nú reyndar af leikaðferðinni; maður-á-mann. Það fylgja mikil ferðalög innanlands, körfu- boltanum í Svíþjóð þar sem þetta eru svo mörg lið. Ég naut auðvitað góðs af því og sá heilmikið af landinu. Þetta var mjög góður tími og mér leið vel í Svíþjóð. Ég var í hálfri stöðu en fékk það góð laun að þau voru ekki minni en maður fær hér fyrir heila stöðu. Að auki fékk ég bílastyrk. Mér gekk ágætlega að lifa af þessum laun- um og náði að ferðast dálítið. Einu sinni á önn er „Löng helgi“ þ.e. þá er frí í skólanum frá fimmtudegi fram á þriðjudag og ég notaði þann tíma og fór til Noregs. í vetrarfríinu, viku frí, fór ég til Kaupmannahafnar. Ég náði því meira að segja að koma heim um páskana í ágætis frí.“ Voru mikil viðbrigði að koma heim? „Já, viðbrigðin voru mjög mikil. Ég kom um haustið ’84 og þar sem ég hafði fengið ársleyfi frá kennslunni fannst mér ég verða að koma heim og kenna alla vega í eitt ár. Kannski var það vitlaysa. Við manni tók mikil vinna, stress, skarkali og læti. Þá fyrst sá ég þetta brjálaða stress sem fylgir okkur íslendingum og alltaf er verið að tala um. Það var líka engan veginn eins gaman að æfa hér heima og úti. Við eru svo miklu lélegri. Ætli það sé ekki óhætt að fullyrða að Finnarnir séu bestir af Noðurlöndunum, Svíarnir komi svo næst og við íslendingar erum langlakastir." Af hverju er kvennakarfan íslenska svona léleg? „Það eru margar og miklar ástæður fyrir því. Aðalástæðan er að hér vantar mikið upp á alla grunnþjálfun í körf- unni. Það er að vísu staðreynd að þjálfunin verður æ markvissari og kannski betri með árunum en samt sem áður er hún gersamlega óviðun- andi. Oft er líka um að ræða þjálfara með ónóga þekkingu eða fulla af metn- aðarleysi. Ég sem íþróttakennari sé um leið og finn hvort þjálfarinn er mennt- aður eða ekki og hið síðara er allt of al- gengt. Það er ekki nóg að hafa áhuga og láta stelpurnar gera einhverjar æf- ingar. Það verður að byrja á byrjuninni og bæta síðan markvisst við þjálfunina. Þó að ótrúlega megi virðast var það strætóferð sem orsakaði það að ég fór ÍKR. Ef ekki þá skilar erfiðið ekki árangri. Annað er að þjálfararnir eru hræddir við að leggja mikið á konur en stað- reyndin er sú að það er vel hægt að leggja sama á konur og karla. Við get- um í flestum tilfellum gert það sama — það er að vísu ekki sami kraftur í okk- ur — en við eru seigar! Það er til dæm- is alveg upplagt að láta konur spila með köriunum. Ég man að einn vetur áttu strákarnir tíma á eftir okkur, við vorum með sama þjálfara svo það var upplagt fyrir okkur að enda tímann á að spila með þeim og þetta var ágætis upphitun fyrir þá. Nú hin síðari ár hefur áhuginn auk- ist mikið hjá stelpum í körfubolta og þær stelpur sem gefa sig í körfuna eru margar efnilegar og sumar mjög góðar. Heildin í kvennakörfunni verður sífellt betri en eitt af aðal vandamálunum er að þær eru að grauta í svo mörgu, ein- beita sér ekki að einni grein og árang- urinn verður enginn. Það er nú ekki beinlinis lyftistöng fyrir kvennakörfuna eða kvennaíþrótt- ir almennt það virðingarleysi sem er ríkjandi. Hvað varðar körfuboltann þá er peningastreymið til okkar lítið sem ekkert og ef við söfnum ekki peningum sjálfar eru engir peningar! Það er mik- ið atriði fyrir liðin að komast í keppnis- ferðir erlendis en það kostar peninga og ef þá vantar er engar ferðir að hafa og liðin verða af þessari reynslu. Þegar gæðin eru síðan ekki sem best er áhug- inn almennt í samræmi við það. Að vísu eru bæði Keflavík og Grindavík komin með ágætis lið en það er lélegt að hér í Reykjavík — þar sem fjöldinn er — eru einungis þrjú lið! Þau ættu að vera miklu fleiri." Þú talar um að meira sé gert fyrir karlana en konurnar. Á hverju sést það? „Það er af nógu af taka. Þegar karl- amir vinna, t.d. eitthvert mót, þá eru hin ýmsu fyrirtæki stokkin til með búninga, töskur eða skó. Nú höfum við í kvennakörfunni í KR unnið mörg ár í röð en höfum aldrei fengið neitt. Við þurfum að kaupa allt. Hvað varðar íþróttaskrif dagblaðanna þá er sagt frá hverju einasta smá-móti sem karl- mennirnir taka þátt í og sama hvað þeir eru gamlir; öldungar eða smá- börn. Hvað okkur konurnar varðar þá eru ekki einu sinni birt úrslit í okkar leikjum en að sjálfsögðu eru okkar leikir jafn mikilvægir og hjá körlunum. Ég get nefnt þér að eitt sinn við verð- launaafhendingu á Reykjavíkurmóti fékk fyrsta sæti kvenna gullpening en annað ekkert. Þetta er í sjálfu sér í lagi en á sama tíma fór fram afhending í karlaflokki og þar var veitt gull og silf- ur. Við horfðum á þetta og ég get nú ekki sagt að svona framkoma örvi áhugann hjá manni. Það er nú reyndar landlægt að konur fá mun lakari tíma til að æfa en karlarnir svo og eru leik- irnir seint á kvöldin. Það er ekkert vit í því að vera að leika körfubolta klukkan tíu á kvöldin. Fólk er orðið dauðþreytt. Ég get sagt þér að það eru ekki svo mörg ár síðan að fjöldinn allur af stelp- um mátti einfaldlega ekki koma á æfingar því þær voru svo seint á kvöld- in.“ Segðu mér, hefurðu tíma fyrir einhver áhugamál önnur en íþróttir? „Ég fer á skíði þegar ég get. Hef reyndar bara farið einu sinni í vetur en það stendur vonandi til bóta!! Það er svo slæmt með það því leikirnir eru oftast um helgar og þar af leiðandi kemst maður ekki. Ferðalög eru áhugamál hjá mér og ég reyni að ferð- ast eins mikið og ég get á sumrin. Vegna þessa hætti ég í fótboltanum. Hann batt mann alveg. Ég hef náð að ferðast töluvert um heiminn. Ég get nefnt til gamans að ég fór á íþrótta- námskeið fyrir nokkrum árum til Bandaríkjanna sem var mjög gaman. Eftir námskeiðið ferðaðist ég síðan dálíðið um landið og sá heilmargt. Annars taka íþróttirnar auðvitað allan tímann en það er þess virði.“ 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.