Íþróttablaðið - 01.04.1987, Side 62
Fréttabréf ÍSÍ
Þá var gefinn út afmælispeningur og
er hann til sölu á skrifstofunni og kost-
ar kr. 750-.
Hátíðarsýning
Hápunktur afmælisins var hátíðar-
sýning sem haldin var í Þjóðleikhús-
inu, laugardaginn 31. janúar og Sveinn
Einarsson fv. þjóðleikhússtjóri sá um.
Á þessari sýningu sá Gísli Halldórsson
um setninguna, frú Vigdís Finnboga-
dóttir forseti fslands og verndari ÍSÍ
flutti ávarp, fimleikasýning var á veg-
um FSÍ, einsöng sungu Elín Ósk Ósk-
arsdóttir og Magnús Jónsson, sam-
kvæmisdansar voru sýndir, Flosi Ólafs-
son leikari flutti ávarp, íslenski dans-
flokkurinn sýndi nokkrar sveiflur, tvö-
faldur kvartett í umsjá Valdimars Örn-
ólfssonar söng og Sveinn Bjömsson
forseti ÍSÍ flutti lokaorð. Kynnir á
þessari sýningu var Þorgeir Ástvalds-
son útvarpsmaður.
Boð
Liður í hátíðahöldunum voru matar-
boð. Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra hélt veislu í Borgartúni
6. Davíð Oddsson borgarstjóri hélt
veislu á Kjarvalsstöðum og verndari
ÍSÍ frú Vigdís Finnbogadóttir hélt
síðdegisboð að Bessastöðum. Öllum
þessum aðilum er íþróttasambandið
mjög þakklátt fyrir rausnarleg og góð
boð.
Lokaorð
Framkvæmdastjórn íþróttasam-
bands íslands er mjög þakklát þeim
aðilum sem sáu sér fært að taka þátt í
hátíðinni og sér í lagi eru góðar gjafir
þakkaðar og mun þeim verða komið
fyrir í íþróttamiðstöðinni í Laugardal
gestum og gangandi til sýnis. Er það
von allra íþróttamanna að hreyfingin
geti dafnað og gert ungum og öldnum
framkyæmanlegt að sinna líkamlegri
uppbyggingu á þann hátt sem hverjum
og einum hentar. Betra fyrirbyggjandi
starf er vart hægt að hugsa sér og betri
uppalandi fyrir ungt fólk sem undirbýr
sig til starfa f sífellt harðnandi þjóðfé-
lagi er ekki á hverju strái. Hristum okk-
ur og hreyfum, verum þáttakendur og
ekkert stress.
Gjöf Jóns Kaldals í tilefni
75 ára afmælis ÍSÍ
Afkomendur Jóns Kaldals gáfu
íþróttasambandinu stórgjöf í tilefni 75
ára afmælis ÍSÍ. ÍSÍ voru færðir allir
verðlaunagripir þeir sem Jón Kaldal
vann sér inn á þeim árum sem hann var
í fremstu röð íslenskra íþróttamanna.
Við það tækifæri sagði Sveinn Björns-
son:
„Ég flyt innilegar þakkir íþróttasam-
bands íslands til handa fjölskyldu Jóns
Kaldals fyrir þá stórkostlegu gjöf sem
afhent hefur verið íþróttasambandi ís-
lands á 75 ára afmæli þess.
Það er ómetanlegt og mikill heiður,
sem íþróttasambandi íslands og
íþróttahreyfingunni hefur verið sýnd-
ur með gjöf þessari.
Jón Kaldal, var einn besti íþrótta-
maður þessa lands, enda ungur að
árum þegar íþróttir heilluðu hann, svo
sem skautaíþróttin, glíma og hlaup.
Hann kynntist ungum mönnum sem
iðkuðu íþróttir og varð síðan félagi í
íþróttafélagi Reykjavíkur alla tíð.
Jón Kaldal tók þátt í fyrstu tveim
víðavangshlaupum I.R. á árunum 1916
og 1917, og kom þar fyrstur í mark.
Hélt hann síðan til Kaupmannahafnar,
þar sem hann lagði áfram rækt við
íþróttaiðkun.
Á öðrum og þriðja áratug þessarar
aldar var Jón Kaldal einn mesti lang-
hlaupari Norðurlandanna, sigraði hann
hvert hlaupið á fætur öðru og safnaði
að sér forkunnarfögrum verðlauna-
gripum, en íslamdsmet hans stóðu í
áratugi.
Hann var valin í Ólympiulið Dana til
keppni á Ólympíuleikunum í Antwerp-
en, enda sýnir hið fagra og mikla safn
verðlaunagripa, að þar var á ferð mikill
íþróttamaður.
Jón Kaldal var jafnframt mikill fé-
lagsmálamaður. Tók hann að sér for-
mennsku í mörgum nefndum og ráð-
um á vegur íþróttahreyfingarinnar, þar
á meðal í íþróttaráði Reykjavíkur
1932, formennsku í íþróttafélagi
Reykjavíkur 1937 til 1945 og átti sæti í
milliþinganefnd, sem samdi íþróttalög-
in 1940. Hann var varaforseti íþrótta-
sambands íslands 1943 - 1945 og kjör-
inn heiðursfélagi íþróttasambands Is-
lands 1946.
Ég flyt ykkur innilegar þakkir fyrir
stórkostlega gjöf til handa íþrótta-
hreyfingunni á fslandi."
Kennsluskýrslur ÍSÍ fýrir
1986
Eyðublöð fyrir kennsluskýrslur ÍSÍ
og UMFÍ hafa verið send út. Síðasti
62