Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Qupperneq 62

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Qupperneq 62
Fréttabréf ÍSÍ Þá var gefinn út afmælispeningur og er hann til sölu á skrifstofunni og kost- ar kr. 750-. Hátíðarsýning Hápunktur afmælisins var hátíðar- sýning sem haldin var í Þjóðleikhús- inu, laugardaginn 31. janúar og Sveinn Einarsson fv. þjóðleikhússtjóri sá um. Á þessari sýningu sá Gísli Halldórsson um setninguna, frú Vigdís Finnboga- dóttir forseti fslands og verndari ÍSÍ flutti ávarp, fimleikasýning var á veg- um FSÍ, einsöng sungu Elín Ósk Ósk- arsdóttir og Magnús Jónsson, sam- kvæmisdansar voru sýndir, Flosi Ólafs- son leikari flutti ávarp, íslenski dans- flokkurinn sýndi nokkrar sveiflur, tvö- faldur kvartett í umsjá Valdimars Örn- ólfssonar söng og Sveinn Bjömsson forseti ÍSÍ flutti lokaorð. Kynnir á þessari sýningu var Þorgeir Ástvalds- son útvarpsmaður. Boð Liður í hátíðahöldunum voru matar- boð. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hélt veislu í Borgartúni 6. Davíð Oddsson borgarstjóri hélt veislu á Kjarvalsstöðum og verndari ÍSÍ frú Vigdís Finnbogadóttir hélt síðdegisboð að Bessastöðum. Öllum þessum aðilum er íþróttasambandið mjög þakklátt fyrir rausnarleg og góð boð. Lokaorð Framkvæmdastjórn íþróttasam- bands íslands er mjög þakklát þeim aðilum sem sáu sér fært að taka þátt í hátíðinni og sér í lagi eru góðar gjafir þakkaðar og mun þeim verða komið fyrir í íþróttamiðstöðinni í Laugardal gestum og gangandi til sýnis. Er það von allra íþróttamanna að hreyfingin geti dafnað og gert ungum og öldnum framkyæmanlegt að sinna líkamlegri uppbyggingu á þann hátt sem hverjum og einum hentar. Betra fyrirbyggjandi starf er vart hægt að hugsa sér og betri uppalandi fyrir ungt fólk sem undirbýr sig til starfa f sífellt harðnandi þjóðfé- lagi er ekki á hverju strái. Hristum okk- ur og hreyfum, verum þáttakendur og ekkert stress. Gjöf Jóns Kaldals í tilefni 75 ára afmælis ÍSÍ Afkomendur Jóns Kaldals gáfu íþróttasambandinu stórgjöf í tilefni 75 ára afmælis ÍSÍ. ÍSÍ voru færðir allir verðlaunagripir þeir sem Jón Kaldal vann sér inn á þeim árum sem hann var í fremstu röð íslenskra íþróttamanna. Við það tækifæri sagði Sveinn Björns- son: „Ég flyt innilegar þakkir íþróttasam- bands íslands til handa fjölskyldu Jóns Kaldals fyrir þá stórkostlegu gjöf sem afhent hefur verið íþróttasambandi ís- lands á 75 ára afmæli þess. Það er ómetanlegt og mikill heiður, sem íþróttasambandi íslands og íþróttahreyfingunni hefur verið sýnd- ur með gjöf þessari. Jón Kaldal, var einn besti íþrótta- maður þessa lands, enda ungur að árum þegar íþróttir heilluðu hann, svo sem skautaíþróttin, glíma og hlaup. Hann kynntist ungum mönnum sem iðkuðu íþróttir og varð síðan félagi í íþróttafélagi Reykjavíkur alla tíð. Jón Kaldal tók þátt í fyrstu tveim víðavangshlaupum I.R. á árunum 1916 og 1917, og kom þar fyrstur í mark. Hélt hann síðan til Kaupmannahafnar, þar sem hann lagði áfram rækt við íþróttaiðkun. Á öðrum og þriðja áratug þessarar aldar var Jón Kaldal einn mesti lang- hlaupari Norðurlandanna, sigraði hann hvert hlaupið á fætur öðru og safnaði að sér forkunnarfögrum verðlauna- gripum, en íslamdsmet hans stóðu í áratugi. Hann var valin í Ólympiulið Dana til keppni á Ólympíuleikunum í Antwerp- en, enda sýnir hið fagra og mikla safn verðlaunagripa, að þar var á ferð mikill íþróttamaður. Jón Kaldal var jafnframt mikill fé- lagsmálamaður. Tók hann að sér for- mennsku í mörgum nefndum og ráð- um á vegur íþróttahreyfingarinnar, þar á meðal í íþróttaráði Reykjavíkur 1932, formennsku í íþróttafélagi Reykjavíkur 1937 til 1945 og átti sæti í milliþinganefnd, sem samdi íþróttalög- in 1940. Hann var varaforseti íþrótta- sambands íslands 1943 - 1945 og kjör- inn heiðursfélagi íþróttasambands Is- lands 1946. Ég flyt ykkur innilegar þakkir fyrir stórkostlega gjöf til handa íþrótta- hreyfingunni á fslandi." Kennsluskýrslur ÍSÍ fýrir 1986 Eyðublöð fyrir kennsluskýrslur ÍSÍ og UMFÍ hafa verið send út. Síðasti 62
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.