Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1993, Side 3

Íþróttablaðið - 01.06.1993, Side 3
Ritstjóraspjall Það er stundum áhugavert að velta því fyrir sér hvers konar einstaklingar skara fram úr í íþróttum — og jafnvel á öðrum vettvangi. Öll höfum við heyrt hin fleygu orð „survival of the fittest" — hinir hæfustu lifa af! En hverjir eru hinir hæfu og af hverju eru ekki allir jafn hæfir? Meðfæddir hæfileikar, svo sem tækni, hraði, útsjónarsemi, harka og þrautseigja, eiga væntanlega stærstan þátt í því að einn tekur öðrum fram í sömu íþróttagrein. Oft gleymist þó veigamikill þáttur sem er ekki síður mikilvægur — sjálfsgagnrýni. Það er staðreynd að sjálfsgagnrýni hefur mjög mikið að gera með það hvort viðkom- andi skari fram úr og því miður virðast margirgleyma að líta í eigin barm þegar hallar undan fæti. Þeir, sem hafa stundað íþróttir um langt árabil, hafa að öllum líkindum kynnst íþróttamanni sem er gæddur svo miklum hæfileikum að frægðarljóm- inn bíður þess að lýsa hann upp frá öllum hliðum. En....smám saman er þolinmæði Ijómans á þrotum því sá, sem átti alla möguleika á að leggja heiminn að fótum sér, nennti ekki að hafa fyrir hlutunum, skorti sjálfsgagnrýni og metnað. Hæfileikarnir voru til staðar — leiknin, hraðinn og allt sem prýðir sigurvegara — en sjálfgagnrýninaog metnaðinn skorti. Svonaferfyrir mörgum á hverju ári — jafnt hér á landi sem erlendis. Á sama tíma klífa aðrir íþróttamenn tindinn, öllum að óvörum, íþrótta- menn, sem voru stimplaðir varamenn eða c-liðsmenn í æsku, íþróttamenn sem fengu jafnvel ekki að vera með í keppni á yngri árum. Þótt leikni þeirra og hæfileikar hafi ekki verið framúrskarandi höfðu þeir sjálfgagnrýnina, metnað- inn og viljann til þess að ná langt. Og þeir lögðu það á sig, sem þurfti, til þess að komast á toppinn. Öll þekkjum við dæmi um þesskonar íþróttamenn. í harðnandi samkeppni um að komast í úrvalshóp, landslið — leika fyrir hönd þjóðarinnar viðerlenda íþróttamenn — duga hæfileikarnirekki einirsér ef sjálfsgagnrýnina, metnaðinn og eljusemina skortir. Þeir, sem hafa þurft að hafa mestfyrir hlutunum ogskotiðöðrum ref fyrir rassöllum að óvörum, vinna stærstu sigrana. Kannski persónulegri sigra en marga grunar. Undirritaður þekkir mýmörg dæmi úr íþróttum þar sem íþróttamenn hafa flúið frá SÍNU félagi, farið í fýlu, sagt þjálfarann ómögulegan og þar fram eftir götunum af því þeir komust ekki í keppnishóp í fyrstu eða annarri tilraun. Allir voru á móti þeim, enginn mat hæfileika þeirra sem skyldi og þess vegna yar flúið. Þessir íþróttamenn átta sig vonandi á því seinna að þeir voru að flýja sjálfa sig. Flýja það að hafa ekki lagt meira á sig og að hafa gleymt að líta íeigin barm. Hvaðgátu þeir sjálfir lagt af mörkum til þess að komast í keppnishópinn og verða betri? Þá skorti SJÁLFSGAGNRÝNI? Það kemur fyrir að íþróttamenn, sem skortir sjálfsgagnrýni, grafi undan samheldninni í liðum. Litlar klíkur óánægðra leikmanna stunda „kafbátasta- siglingar" og eftir stendur vængbrotinn keppnishópur. Sem betur fer tekst sumum þjálfurumogfélögum að koma ívegfyrir svonaskemmdarstarfsemi en víða er pottur brotinn hvað þetta varðar. Sjálfsgagnrýni er lykilorðið — ekki bara í íþróttum heldur lífinu sjálfu. Öllum er nauðsynlegt að setjast niður annað slagið og velta því fyrir sér á hvaða leið þeir eru, hvort þeir séu að breyta rétt. Og á hvaða hátt þeir geti bætt sig. Menn eiga ekki að kasta steinum úr glerhúsi og rakka aðra niður heldur líta íeigin barm meðopnum huga. Þeir, sem gera það af sanngirni og heiðarleika, fela steininn skömmustulega að svo búnu! Þorgrímur Hafsteinn Viðar Þráinsson ritstjóri auglýsingastjóri Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorgrímur Þráinsson Beinn sími ritstjóra: 678938 Ljósmyndarar: Gunnar Gunnarsson, Hreinn Hreinsson og Kristján Einarsson Skrifstofa ritstjórnar: Bíldshöfða 18. Sími 685380 Aðalritstjóri: SteinarJ. Lúðvíksson Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson Áskriftargjald kr. 1.230,00 (1.-3.tbl.) Kr. 1.107 ef greitt er með greiðslukorti. Hvert eintak í áskrift kr. 410,00 en 369,00 ef greitt er með greiðslukorti. Hvert eintak í lausasölu kr. 469,00 Áskriftarsími: 812300 Útgefandi: Fróði hf. Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18, sími 812300 Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 3

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.